Braust inn í sundlaug, stundaði kynlíf og er stolt af því Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2020 15:51 Steiney hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á sjónvarpsskjánum í Ríkissjónvarpinu. Hún segir líka sögur í Útvarpi 101. Leikkonan og útvarpskonan Steiney Skúladóttir segist hafa brotist inn í sundlaug og stundað þar kynlíf í kórónuveirufaraldrinum. Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Einhleyp, einmana og eirðarlaus sem þau Pálmi Freyr Hauksson stýra í Útvarpi 101. Þau Steiney og Pálmi ræða í þættinum ýmsa hluti sem tengjast lífi einhleypa fólksins og í nýjasta þættinum var áskorunin Utanrammareynsla til umfjöllunar. Í henni felst að fara út fyrir þægindarammann og gera eitthvað nýtt. Steiney lýsir því að hafa farið á stefnumót þar sem hún hafi stungið upp á því að brjótast inn í sundlaug. Mikil reynsla fyrir mig Sundlaugar á landinu hafa verið lokaðar undanfarnar vikur og raunar stóran hluta ársins vegna aðgerða hér á landi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ljóst er að margir sakna lauganna og vafalítið einhverjir velt fyrir sér að skella sér í nætursund, eða jafnvel gert. „Við brutumst inn í sundlaug, þar var pottur og við vorum eitthvað þar. Og svo riðum við í pottinum,“ segir Steiney. Steiney og Pálmi fara um víðan völl í þáttum sínum. „Þannig að þetta var mikil reynsla fyrir mig af því að ég hef aldrei brotist inn í sundlaug áður og ég hef aldrei áður riðið í potti,“ segir Steiney og skellir upp úr. Hún segist hafa verið og sé svo stolt af sér. „Og þetta var svo gaman. Og spilar inní af hverju ég er búinn að vera svo high on life, því ég fékk þarna svo mikið kick fyrir adrenalínfíkn sem ég er með.“ Þarna hafi hún fengið útrás fyrir adrenalínfíkn sinni. Hún elski rússíbana til dæmis en geti ekki farið í þá vegna axlarmeiðsla. Tvöfalt brot „Þetta er tvöfalt bannað. Bæði af því það er lokað í sundlauginni og af því það er Covid,“ segir Steiney. „Þá rifjar hún upp að Ingólfur Þórarinsson söngvari hafi einhvern tímann brotist inn í sundlaug í Vestmannaeyjum. Þær fréttir hafi verið úti um allt.“ Þau Pálmi ræða svo að þessi saga Steineyjar gæti ratað í fréttirnar, enda séu þær að ræða hana í útvarpi. „Eins og ég sagði í byrjun þá er ég náttúrulega að ljúga,“ segir Steiney svo í gríni. Aðspurð hver heppni herramaðurinn hafi verið skellir Steiney upp úr og segist eðlilega ekki ætla að greina frá því. Spjallið um sundferðina eftirminnilegu má heyra eftir fimmtíu mínútur í nýjasta þætti þeirra Steineyjar og Pálma á Spotify. Kynlíf Sundlaugar Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Þau Steiney og Pálmi ræða í þættinum ýmsa hluti sem tengjast lífi einhleypa fólksins og í nýjasta þættinum var áskorunin Utanrammareynsla til umfjöllunar. Í henni felst að fara út fyrir þægindarammann og gera eitthvað nýtt. Steiney lýsir því að hafa farið á stefnumót þar sem hún hafi stungið upp á því að brjótast inn í sundlaug. Mikil reynsla fyrir mig Sundlaugar á landinu hafa verið lokaðar undanfarnar vikur og raunar stóran hluta ársins vegna aðgerða hér á landi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ljóst er að margir sakna lauganna og vafalítið einhverjir velt fyrir sér að skella sér í nætursund, eða jafnvel gert. „Við brutumst inn í sundlaug, þar var pottur og við vorum eitthvað þar. Og svo riðum við í pottinum,“ segir Steiney. Steiney og Pálmi fara um víðan völl í þáttum sínum. „Þannig að þetta var mikil reynsla fyrir mig af því að ég hef aldrei brotist inn í sundlaug áður og ég hef aldrei áður riðið í potti,“ segir Steiney og skellir upp úr. Hún segist hafa verið og sé svo stolt af sér. „Og þetta var svo gaman. Og spilar inní af hverju ég er búinn að vera svo high on life, því ég fékk þarna svo mikið kick fyrir adrenalínfíkn sem ég er með.“ Þarna hafi hún fengið útrás fyrir adrenalínfíkn sinni. Hún elski rússíbana til dæmis en geti ekki farið í þá vegna axlarmeiðsla. Tvöfalt brot „Þetta er tvöfalt bannað. Bæði af því það er lokað í sundlauginni og af því það er Covid,“ segir Steiney. „Þá rifjar hún upp að Ingólfur Þórarinsson söngvari hafi einhvern tímann brotist inn í sundlaug í Vestmannaeyjum. Þær fréttir hafi verið úti um allt.“ Þau Pálmi ræða svo að þessi saga Steineyjar gæti ratað í fréttirnar, enda séu þær að ræða hana í útvarpi. „Eins og ég sagði í byrjun þá er ég náttúrulega að ljúga,“ segir Steiney svo í gríni. Aðspurð hver heppni herramaðurinn hafi verið skellir Steiney upp úr og segist eðlilega ekki ætla að greina frá því. Spjallið um sundferðina eftirminnilegu má heyra eftir fimmtíu mínútur í nýjasta þætti þeirra Steineyjar og Pálma á Spotify.
Kynlíf Sundlaugar Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira