Segir að stelpur geti nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Messi eða Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2020 23:01 Pernille Harder vonar að aukin umfjöllun gefi ungum stelpum sem æfa fótbolta fleiri fyrirmyndir en aðeins þær sem finna má í karlaboltanum. Harriet Lander/Getty Images Pernille Harder, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni sem og danska landsliðsins, telur að nú geti stelpur sem æfi fótbolta loks horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en þeirra bestu í karlaflokki. Harder gekk til liðs við Chelsea fyrir rúmlega 44 milljónir króna í sumar frá þýska félaginu Wolfsbug. Er það hæsta upphæð sem leikmaður hefur verið keyptur fyrir í kvennaboltanum. Hjá Wolfsburg lék Harder með Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliði íslenska landsliðsins. „Þegar ég var ung var ekki möguleiki að sjá leiki úr kvennaboltanum í sjónvarpinu. Það var ekki mikil umfjöllun um kvennaboltann. Það var því erfitt að eignast kvenkyns fyrirmynd og flestar af mínum fyrirmyndum voru strákar. Marta de Silva var eina konan sem ég leit upp til, hún var stór fyrirmynd í mínu lífi. Ég horfði á klippur af henni á Youtube þegar ég gat,“ sagði Harder í viðtali á dögunum. „Á síðustu fimm árum hefur þetta aukist gífurlega og nú er fullt af leikjum í sjónvarpinu. Mikið af leikjunum okkar hér í Englandi eru sýndir í Danmörku, ég tel það jákvætt skref. Nú geta stelpur horft á okkur spila og við getum verið fyrirmyndir þeirra frekar en Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo,“ bætti Harder við. "Girls can watch us play and now we can be their idols instead of Lionel Messi and Cristiano Ronaldo."— Sky Sports (@SkySports) November 30, 2020 Hin 28 ára gamla Harder er með betri leikmönnum heims um þessar mundir og var valin besti leikmaður Evrópu af knattspyrnusambandi álfunnar árið 2018. Afrekaskrá hennar er í lengri kantinum en Harder vann sænsku deildina með Linköpings FC árið 2016 eftir að hafa orðið sænskur bikarmeistari árin 2014 og 2015. Hún vann þýsku úrvalsdeildina alls fjórum sinnum með Wolfsburg, þýska bikarinn jafn oft ásamt því að lenda tvívegis í öðru sæti í Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af EM landsliða en þar lenti Danmörk í öðru sæti árið 2017. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Harder gekk til liðs við Chelsea fyrir rúmlega 44 milljónir króna í sumar frá þýska félaginu Wolfsbug. Er það hæsta upphæð sem leikmaður hefur verið keyptur fyrir í kvennaboltanum. Hjá Wolfsburg lék Harder með Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliði íslenska landsliðsins. „Þegar ég var ung var ekki möguleiki að sjá leiki úr kvennaboltanum í sjónvarpinu. Það var ekki mikil umfjöllun um kvennaboltann. Það var því erfitt að eignast kvenkyns fyrirmynd og flestar af mínum fyrirmyndum voru strákar. Marta de Silva var eina konan sem ég leit upp til, hún var stór fyrirmynd í mínu lífi. Ég horfði á klippur af henni á Youtube þegar ég gat,“ sagði Harder í viðtali á dögunum. „Á síðustu fimm árum hefur þetta aukist gífurlega og nú er fullt af leikjum í sjónvarpinu. Mikið af leikjunum okkar hér í Englandi eru sýndir í Danmörku, ég tel það jákvætt skref. Nú geta stelpur horft á okkur spila og við getum verið fyrirmyndir þeirra frekar en Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo,“ bætti Harder við. "Girls can watch us play and now we can be their idols instead of Lionel Messi and Cristiano Ronaldo."— Sky Sports (@SkySports) November 30, 2020 Hin 28 ára gamla Harder er með betri leikmönnum heims um þessar mundir og var valin besti leikmaður Evrópu af knattspyrnusambandi álfunnar árið 2018. Afrekaskrá hennar er í lengri kantinum en Harder vann sænsku deildina með Linköpings FC árið 2016 eftir að hafa orðið sænskur bikarmeistari árin 2014 og 2015. Hún vann þýsku úrvalsdeildina alls fjórum sinnum með Wolfsburg, þýska bikarinn jafn oft ásamt því að lenda tvívegis í öðru sæti í Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af EM landsliða en þar lenti Danmörk í öðru sæti árið 2017.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira