Arecibo-útvarpssjónaukinn hruninn Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2020 16:31 Gervihnattarmynd af Arecibo-útvarpssjónaukanum 17. nóvember. Móttökutækið sést hanga yfir miðju disksins. Það hrundi endanlega í dag. Vísir/AP Móttökutæki Arecibo-útvarpssjónaukans á Púertó Ríkó hrundi meira en 120 metra niður á endurvarpsdisk hans í dag. Nýlega var ákveðið að taka sjónaukann úr notkun vegna skemmda sem höfðu orðið á honum. Arecibo-útvarpssjónaukinn var stærsti útvarpssjónauki heims með 305 metra breiðan endurvarpsdisk um áratugaskeið. Mikilvægar uppgötvanir í stjörnufræði voru gerðar með sjónaukanum, þar á meðal á svonefndum tifstjörnum sem leiddi til Nóbelsverðlauna í eðlisfræði. Engan sakaði þegar móttökutækið hrundi. Vísindasjóður Bandaríkjanna, sem hefur rekið sjónaukann, sagði á Twitter að unnið væri að því að meta ástand sjónaukans. The instrument platform of the 305m telescope at Arecibo Observatory in Puerto Rico fell overnight. No injuries were reported. NSF is working with stakeholders to assess the situation. Our top priority is maintaining safety. NSF will release more details when they are confirmed. pic.twitter.com/Xjbb9hPUgD— National Science Foundation (@NSF) December 1, 2020 Burðarkaplar sjónaukans urðu fyrir skemmdum í röð fellibylja og jarðskjálfta sem hafa dunið á Púertó Ríkó undanfarin ár. Einn þeirra slitnaði í ágúst og myndaðist þá þrjátíu metra breitt gat í diskinn. Annar og mikilvægari kapall brást snemma í nóvember. Skömmu síðar var tekin ákvörðun um að taka sjónaukann varanlega úr notkun. Vísindamenn sem nýttu sér sjónaukann harma endalok hans, að sögn AP-fréttastofunnar. Carmen Pantoja, stjörnufræðingur og prófessor við Háskólann á Púertó Ríkó, segir mikinn missi í sjónaukanum. „Þetta var kafli í lífi mínu,“ segir Pantoja sem gerði athuganir fyrir doktorsverkefni sitt með sjónaukanum. Abel Méndez, prófessor í stjörnulíffræði við sama háskóla, tekur í svipaðan streng. „Heimurinn tapar án sjónaukans en Púertó Ríkó tapar enn meiru,“ segir hann. Vísindi Tækni Geimurinn Púertó Ríkó Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Arecibo-útvarpssjónaukinn var stærsti útvarpssjónauki heims með 305 metra breiðan endurvarpsdisk um áratugaskeið. Mikilvægar uppgötvanir í stjörnufræði voru gerðar með sjónaukanum, þar á meðal á svonefndum tifstjörnum sem leiddi til Nóbelsverðlauna í eðlisfræði. Engan sakaði þegar móttökutækið hrundi. Vísindasjóður Bandaríkjanna, sem hefur rekið sjónaukann, sagði á Twitter að unnið væri að því að meta ástand sjónaukans. The instrument platform of the 305m telescope at Arecibo Observatory in Puerto Rico fell overnight. No injuries were reported. NSF is working with stakeholders to assess the situation. Our top priority is maintaining safety. NSF will release more details when they are confirmed. pic.twitter.com/Xjbb9hPUgD— National Science Foundation (@NSF) December 1, 2020 Burðarkaplar sjónaukans urðu fyrir skemmdum í röð fellibylja og jarðskjálfta sem hafa dunið á Púertó Ríkó undanfarin ár. Einn þeirra slitnaði í ágúst og myndaðist þá þrjátíu metra breitt gat í diskinn. Annar og mikilvægari kapall brást snemma í nóvember. Skömmu síðar var tekin ákvörðun um að taka sjónaukann varanlega úr notkun. Vísindamenn sem nýttu sér sjónaukann harma endalok hans, að sögn AP-fréttastofunnar. Carmen Pantoja, stjörnufræðingur og prófessor við Háskólann á Púertó Ríkó, segir mikinn missi í sjónaukanum. „Þetta var kafli í lífi mínu,“ segir Pantoja sem gerði athuganir fyrir doktorsverkefni sitt með sjónaukanum. Abel Méndez, prófessor í stjörnulíffræði við sama háskóla, tekur í svipaðan streng. „Heimurinn tapar án sjónaukans en Púertó Ríkó tapar enn meiru,“ segir hann.
Vísindi Tækni Geimurinn Púertó Ríkó Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira