Anníe Mist: Leitaðu uppi veikleikana þína og nýttu þér þá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2020 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir vill vita hvar hún þarf helst að bæta sig og notar tæknina til að komast að því. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir lætur vísindin vinna með sér til á leið sinni að því að komast í betra form fyrir hennar fyrsta CrossFit tímbil eftir að hún varð mamma. Íslenska CrossFit drottningin Anníe Mist Þórisdóttir segir það mikilvægt að flýja ekki veikleika sína því þá verður aldrei hægt að vinna markvisst að því að bæta þá. Anníe Mist er frábær fyrirmynd fyrir alla og ekki síst íþróttafólk sem vill finna leiðir til að bæta sig. Þess vegna er mikið gagn og gaman af því að fá góð ráð frá íslensku CrossFit goðsögninni.Í nýjustu færslu sinni þá fer Anníe Mist yfir það hvernig hún notar tækni og vísindi til að fylgjast betur með. Anníe Mist segir frá því hvernig hún mælir stöðuna á sér til að fylgjast enn betur með því hvort hún sé ekki örugglega á leiðinni í rétta átt. „Þú þarft mælipunkta sem gefa þér tækifæri til að fylgjast með stöðunni á hlutlægan hátt. Það er auðvelt að sjá hluti eins og endurtekningar og þyngdir en það er mun erfiðara að fylgjast með því sem er að gerast inn í líkamanum,“ skrifaði Anníe Mist í pistli sínum. Anníe Mist nýtir sér tækni PNOĒ til að finna réttar áskoranir fyrir sig þegar kemur á því að mæla súrefnisupptökuna hjá sér og annað tengt því. „Ég vinn markvisst af því að bæta heildarárangur minn. Það er ekkert betra en að framkvæma próf á sér, æfa síðan vel til að vera fljótari og sterkari, og sjá árangurinn þeirra æfinga svart á hvítu í öðru prófi sem sannar hvað þú lagðir mikið á þig,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég var með asma þegar ég var krakki og súrefnisinntakan mín er því takmörkuð. Ég hef lært að vinna með það en það þýðir ekki að ég reyni ekki að verða enn betri ef möguleiki er á því,“ skrifaði Anníe Mist. „Leitaðu upp veikleika þína því þar liggja möguleikar til að verða betri. Ekki flýja veikleikana,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Anníe Mist Þórisdóttir segir það mikilvægt að flýja ekki veikleika sína því þá verður aldrei hægt að vinna markvisst að því að bæta þá. Anníe Mist er frábær fyrirmynd fyrir alla og ekki síst íþróttafólk sem vill finna leiðir til að bæta sig. Þess vegna er mikið gagn og gaman af því að fá góð ráð frá íslensku CrossFit goðsögninni.Í nýjustu færslu sinni þá fer Anníe Mist yfir það hvernig hún notar tækni og vísindi til að fylgjast betur með. Anníe Mist segir frá því hvernig hún mælir stöðuna á sér til að fylgjast enn betur með því hvort hún sé ekki örugglega á leiðinni í rétta átt. „Þú þarft mælipunkta sem gefa þér tækifæri til að fylgjast með stöðunni á hlutlægan hátt. Það er auðvelt að sjá hluti eins og endurtekningar og þyngdir en það er mun erfiðara að fylgjast með því sem er að gerast inn í líkamanum,“ skrifaði Anníe Mist í pistli sínum. Anníe Mist nýtir sér tækni PNOĒ til að finna réttar áskoranir fyrir sig þegar kemur á því að mæla súrefnisupptökuna hjá sér og annað tengt því. „Ég vinn markvisst af því að bæta heildarárangur minn. Það er ekkert betra en að framkvæma próf á sér, æfa síðan vel til að vera fljótari og sterkari, og sjá árangurinn þeirra æfinga svart á hvítu í öðru prófi sem sannar hvað þú lagðir mikið á þig,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég var með asma þegar ég var krakki og súrefnisinntakan mín er því takmörkuð. Ég hef lært að vinna með það en það þýðir ekki að ég reyni ekki að verða enn betri ef möguleiki er á því,“ skrifaði Anníe Mist. „Leitaðu upp veikleika þína því þar liggja möguleikar til að verða betri. Ekki flýja veikleikana,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira