Skipstjóri ákærður vegna dauða 34 um borð í bandarísku skemmtiskipi Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2020 10:01 Þessi mynd frá 2. september 2019 sýnir vel hve mikill eldurinn var. 34 dóu í eldsvoðanum. AP/Slökkvilið Santa Barbara Skipstjóri skemmtibátsins Conception hefur verið ákærður vegna dauða 34 farþega hans undan ströndum Kaliforníu í fyrra. Hann er sakaður um 34 manndráp og gæti tæknilega séð verið dæmdur í 340 ára fangelsi. Eldur kom upp í skipinu snemma morguns í byrjun september í fyrra og voru allir sofandi um borð. 39 manns voru um borð í skipinu og var að mestu um að ræða um áhugakafara sem voru í þriggja daga siglingu. Sex manns sem voru í áhöfn skipsins og sváfu flestir þeirra ofan þilja. Þegar eldurinn kom upp stukku fimm þeirra frá borði og voru í raun þau einu sem komust af. Jerry Nehl Boylan, skipstjórinn, var meðal þeirra. Farþegarnir 33 sváfu í stóru rými neðan þilja með eingöngu einn þröngan stiga sem útgönguleið. Enginn þeirra komst út og talið er að þau hafi dáið vegna reykeitrunar. Auk þeirra dó einn úr áhöfninni sem svaf einnig í sama rými. Þessi mynd frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum sýnir hvernig skipið leit út eftir brunann.AP/NTSB Áhafnarmeðlimirnir sögðu rannsakendum að eldurinn hefði verið of mikill til að bjarga fólki úr farþegarýminu. Hinn 67 ára gamli Boylan er sakaður um að hafa valdið dauða þeirra 34 sem dóu með vanrækslu sinni. Hann hafi til að mynda ekki verið með næturvörð og ekki haldið brunaæfingar og annars konar þjálfun fyrir áhöfn sína eins og lög segja til um, samkvæmt frétt Reuters. Sérfræðingar telja að eldurinn hafi kviknað á svæði þar sem farþegar skipsins voru að hlaða síma sína en ekki hefur verið staðfest að það hafi valdið eldinum, samkvæmt frétt BBC. Hér að neðan má sjá tvær sjónvarpsfréttir frá því í fyrra. Sú fyrri er frá CBS og má þar heyra samskipti áhafnar við björgunaraðila. Í hinni frá CNN var tekið viðtal við Ken Kurtis, eigands Conception. Bandaríkin Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Eldur kom upp í skipinu snemma morguns í byrjun september í fyrra og voru allir sofandi um borð. 39 manns voru um borð í skipinu og var að mestu um að ræða um áhugakafara sem voru í þriggja daga siglingu. Sex manns sem voru í áhöfn skipsins og sváfu flestir þeirra ofan þilja. Þegar eldurinn kom upp stukku fimm þeirra frá borði og voru í raun þau einu sem komust af. Jerry Nehl Boylan, skipstjórinn, var meðal þeirra. Farþegarnir 33 sváfu í stóru rými neðan þilja með eingöngu einn þröngan stiga sem útgönguleið. Enginn þeirra komst út og talið er að þau hafi dáið vegna reykeitrunar. Auk þeirra dó einn úr áhöfninni sem svaf einnig í sama rými. Þessi mynd frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum sýnir hvernig skipið leit út eftir brunann.AP/NTSB Áhafnarmeðlimirnir sögðu rannsakendum að eldurinn hefði verið of mikill til að bjarga fólki úr farþegarýminu. Hinn 67 ára gamli Boylan er sakaður um að hafa valdið dauða þeirra 34 sem dóu með vanrækslu sinni. Hann hafi til að mynda ekki verið með næturvörð og ekki haldið brunaæfingar og annars konar þjálfun fyrir áhöfn sína eins og lög segja til um, samkvæmt frétt Reuters. Sérfræðingar telja að eldurinn hafi kviknað á svæði þar sem farþegar skipsins voru að hlaða síma sína en ekki hefur verið staðfest að það hafi valdið eldinum, samkvæmt frétt BBC. Hér að neðan má sjá tvær sjónvarpsfréttir frá því í fyrra. Sú fyrri er frá CBS og má þar heyra samskipti áhafnar við björgunaraðila. Í hinni frá CNN var tekið viðtal við Ken Kurtis, eigands Conception.
Bandaríkin Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira