Þungvopnaðir ræningjar létu greipar sópa í tveimur bæjum Brasilíu Kjartan Kjartansson og Samúel Karl Ólason skrifa 2. desember 2020 14:24 Lögregluþjónar að störfum eftir ránið í Criciúma í gær. EPA/Guilherme Hahn Hópur þungvopnaðra bankaræningja myrti gísl og átti í skotbardaga við lögreglumenn á götum smábæjar í Brasilíu í dag. Svipað bankarán þar sem ræningjar beittu skotvopnum og sprengjum var framið í annarri brasilískri borg í gær. Í báðum tilvikum voru ræningjarnir á þriðja tug. Ræningjar réðust inn í útibú Banco do Brasil í hafnarbænum Camatá í norðanverðri Brasilíu snemma morguns að staðartíma í dag. Þeir voru vopnaðir árásarrifflum. Reuters-fréttastofan segir að á samfélagsmiðlum megi sjá myndir af skotbardaga á götum bæjarins. Þeir réðust einnig á lögreglustöð í bænum svo ekki var hægt að bregðast við bankaráninu. Öryggismálaráðherra Prata-ríkis segir að ræningjarnir hafi myrt einn gísl og þá hafi bæjarbúi verið skotinn í fótlegginn. Hann sé í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Bæjarstjóri Cametá sagði að sá særði væri ungur karlmaður. Ræningjarnir komust undan í bílalest. Einn flóttabílanna fannst yfirgefinn fyrir utan bæinn og fundur lögreglumenn sprengiefni í honum. Ekki er ljóst hversu marga gísla ræningjarnir tóku eða hvort að þeim hafi öllum verið sleppt. Þá hafa yfirvöld ekki greint frá því hversu mikið fé ræningjarnir höfðu á brott með sér. Ráninu svipar til annars bankaráns sem var framið í bænum Criciúma í sunnanverðri Brasilíu í gær. Þar sprengdu ræningjar sprengjur og skutu á lögreglumenn. Tveir særðust í átökunum og þyrluðust peningaseðlar um stræti bæjarins. Hér að neðan má sjá myndefni frá ráninu í Criciúma. Þar skildu ræningjarnir fúlgur fjár eftir á götum bæjarins og hafa nokkrir verið handteknir fyrir að hafa tekið peninga, sem komu ráninu sjálfu ekki við. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hve miklu var rænt úr bönkunum tveimur en mögulega hafi það verið mikið. Hirslur banka séu fullar af peningum vegna launaútborgana og það sé sérstaklega mikið vegna jólabónusa. Þá er ekki búið að staðfesta að um sama hóp ræningja sé að ræða í báðum ránunum. Sérfræðingur sem ræddi við AP segir þó að verulega skipulagningu og mikinn undirbúnað þurfi fyrir rán sem þessi. Banakrán þykja tiltölulega algeng í Brasilíu og hafa stórir bankar átt í vandræðum með fjölda rána á undanförnum árum. Brasilía Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Ræningjar réðust inn í útibú Banco do Brasil í hafnarbænum Camatá í norðanverðri Brasilíu snemma morguns að staðartíma í dag. Þeir voru vopnaðir árásarrifflum. Reuters-fréttastofan segir að á samfélagsmiðlum megi sjá myndir af skotbardaga á götum bæjarins. Þeir réðust einnig á lögreglustöð í bænum svo ekki var hægt að bregðast við bankaráninu. Öryggismálaráðherra Prata-ríkis segir að ræningjarnir hafi myrt einn gísl og þá hafi bæjarbúi verið skotinn í fótlegginn. Hann sé í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Bæjarstjóri Cametá sagði að sá særði væri ungur karlmaður. Ræningjarnir komust undan í bílalest. Einn flóttabílanna fannst yfirgefinn fyrir utan bæinn og fundur lögreglumenn sprengiefni í honum. Ekki er ljóst hversu marga gísla ræningjarnir tóku eða hvort að þeim hafi öllum verið sleppt. Þá hafa yfirvöld ekki greint frá því hversu mikið fé ræningjarnir höfðu á brott með sér. Ráninu svipar til annars bankaráns sem var framið í bænum Criciúma í sunnanverðri Brasilíu í gær. Þar sprengdu ræningjar sprengjur og skutu á lögreglumenn. Tveir særðust í átökunum og þyrluðust peningaseðlar um stræti bæjarins. Hér að neðan má sjá myndefni frá ráninu í Criciúma. Þar skildu ræningjarnir fúlgur fjár eftir á götum bæjarins og hafa nokkrir verið handteknir fyrir að hafa tekið peninga, sem komu ráninu sjálfu ekki við. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hve miklu var rænt úr bönkunum tveimur en mögulega hafi það verið mikið. Hirslur banka séu fullar af peningum vegna launaútborgana og það sé sérstaklega mikið vegna jólabónusa. Þá er ekki búið að staðfesta að um sama hóp ræningja sé að ræða í báðum ránunum. Sérfræðingur sem ræddi við AP segir þó að verulega skipulagningu og mikinn undirbúnað þurfi fyrir rán sem þessi. Banakrán þykja tiltölulega algeng í Brasilíu og hafa stórir bankar átt í vandræðum með fjölda rána á undanförnum árum.
Brasilía Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira