Lífið

Epli snúið þar til það springur í loft upp

Samúel Karl Ólason skrifar
Eplið snerist svo hratt að það rifnaði í sundur.
Eplið snerist svo hratt að það rifnaði í sundur.

Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys.

Faraldur nýju kórónuveirunnar hefur ekki stöðvað það, þó Daniel sé í Bretlandi og Gavin í Texas.

Gavin tók sig til á dögunum og lék eftir vinsælt Tik Tok myndband þar sem loftblástur var notaður til að snúa epli mjög hratt. Svo hratt að það rifnaði í sundur.

Eplinu var haldið á lofti með fyrirbæri sem kallast Coandă effect.

Þetta vildi Gavin skoða í háhraða og gerði hann það.

Í fyrstu tilraun snerist eplið svo hratt að það var í raun erfitt að sjá almennilega hvað gerðist í þúsund römmum á sekúndu. Því þurfti hann að fá betri myndavél lánaða og taka epli upp á 28.500 römmum á sekúndu.

Þegar það epli snerist hvað hraðast, skömmu áður en það rifnaði í sundur, snerist það 109 hringi á sekúndu. Það samsvarar 6.565 snúningum á mínútu.


Tengdar fréttir

Sjáðu Apple úrið losa sig við vatn ofurhægt

Þeir Gavin Free og Daniel Gruchy hafa um ára bil skemmt notendum Youtube með því að taka upp hinar ýmsu athafnir á miklum hraða og í hárri upplausn á rásinni Slow Mo Guys.

Will Smith gekk til liðs við Slow Mo Guys

Smith fékk það hlutverk að stúta melónu með sleggju og svo annarri melónu með sverði. Meðal annars beitti hann einnig eldvörpu á gínu með mynd af hans eigin andliti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.