Alþjóðasamtök gyðinga fordæma íslenska útgáfu nasistabókar Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2020 11:39 Menachem Z. Rosensaft telur tal Heiðars Inga Svanssonar hjá Fibut um tjáningarfrelsið ekki eiga við þegar bókin Tröllasaga tuttugustu aldarinnar er annars vegar. Um sé að ræða hatursorðræðu og hún eigi ekki að líðast. visir/vilhelm/Shahar Azran/Getty Samtökin World Jewish Congress fordæma íslenska útgáfu nasistabókarinnar Tröllasaga tuttugustu aldarinnar. Samtökin beina spjótum sínum að Fibut, að þeim beri skylda til að henda bókinni út úr Bókatíðindum því um sé að ræða hatursorðræðu. Menachem Z. Rosensaft er varaforseti og yfirlögfræðingur World Jewish Congress, en hann kennir lögfræði þjóðarmorða við lögfræðideildir háskólanna Columbia og Cornell, hefur ritað grein sem hann birtir á Vísi þar sem útgáfa bókarinnar Tröllasaga tuttugustu aldarinnar er fordæmt fortakslaust. Hann segir bókina meinfýsna og illgjarna bjögun á sannleika og beri að flokka sem hatursorðræðu. Væntanleg er á íslenskan markað, í sjálft jólabókaflóðið, bókin The Hoax of the Twentieth Century: The Case Against the Presumed Extermination of European Jewry“ eftir Arthur R. Butz, í íslenskri þýðingu. Bókin umdeilda eins og hún birtist í Bókatíðindum. Bókin er alræmd, kom út árið 1976 en þar er dregið í efa að helför nasista í seinni heimstyrjöldinni hafi átt sér stað. Í íslenskra þýðingu hefur bókin hlotið nafnið Tröllasaga tuttugustu aldarinnar. Meinfýsin og illgjörn bjögun á sannleika Bók Butz ætti án efa að flokkast sem ærumeiðandi tilraun til að breiða út boðskap gyðingahaturs, segir í grein Rosensaft. „Kynning og sala bókarinnar ætti því einnig að líta á sem tilraun til að breiða út boðskap gyðingahaturs og gengur þvert á lýðræðisleg gildi. Helförin er ekki getgáta heldur sagnfræðileg staðreynd. Helfararafneitun er ekki spurning um skoðanafrelsi heldur er það meinfýsin og illgjörn bjögun á sannleika og staðreyndum sem hafa ekkert með tjáningarfrelsi eða prentfrelsi að gera.“ Vísir fjallaði um bókina og þá gagnrýni sem fram kom að hana væri að finna í Bókatíðindum þar sem útgáfa jólabókanna er tíunduð. Ekki er miklar upplýsingar tiltækar þar, ekki kemur fram hver þýðir en þó að útgefandi sé Betaíota. Hins vegar eru engar upplýsingar aðgengilegar um það útgáfufélag. Eftir nokkrum krókaleiðum komst Vísir að því að þar að baki stendur fyrirtæki sem heitir Vallía sf. Sem svo tengist ferðaþjónustufyrirtækinu Valferðum hvar Björn Jónsson er í forsvari. Björn hefur ekki viljað tjá sig um málið. Heiðar Ingi Svansson formaður Fibut sagði í samtali við Vísi að Bókatíðindum væri ekki ritstýrt að neinu leyti eða ritskoðuð, um væri að ræða opinn að gang fyrir kynningarefni og það væri á ábyrgð þeirra sem keyptu sér pláss í Bókatíðindum. „Einn hornsteinn sem bókaútgáfa hér og annars staðar, grundvallast á er prent- og tjáningarfrelsi. Ég man ekki til þess, í áralangri sögu útgáfu Bókatíðinda, að kynning og efnistök þar hafi verið ritskoðað. Þetta hefur verið grundvallarforsenda,“ segir Heiðar Ingi sem leggur á það ríka áherslu að hann sé ekki að mæla þessu riti bót. Fíbút beri skylda til að lögmæta ekki efnislega andstyggð En Menachem Z. Rosensaft og þeim hjá World Jewish Congress telja þetta ekki gilda röksemdafærslu. Petra Kahn Nord er fulltrúi WJC í Svíþjóð. En þar hafa samtökin fylgst grannt með gangi mála á Íslandi hvað varðar útgáfu bókarinnar. Vísir hefur nú um hríð verið í sambandi við Petru Kahn Nord sem er formaður samtakanna í Svíþjóð. Þar hafa þau fylgst vel með gangi mála í því sem snýr að umræðu um bókina og þeim finnst niðurstaðan ekki ásættanleg. Þau vísa til almennra hegningarlaga á Íslandi, grein 233a: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu […] skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum“. Greinin vísi ekki sérstaklega til helfararafneitunar en benda á að helfararafneitun er víða séð sem birtingarmynd gyðingahaturs. „Þó það sé ekki bannað samkvæmt lögum á Íslandi að gefa út efni með hatursorðræðu og skoðanamótun, hafa útgefendur Bókatíðinda siðferðislega skyldu til að hvorki lögmæta né gæða þau sjónarmið lífi sem koma fram í bókinni,“ segir í grein Menachem Z. Rosensaft. Þar kemur jafnframt fram að ekki skuli rugla tjáningarfrelsi saman við frelsi í almennum skilningi, „og því má ekki nýta tjáningarfrelsi sem rétt til að segja hvað sem er sem getur svert mannorð eða minningu fórnarlamba helfararinnar. Þessi bók er efnislega eins andstyggileg og gróft klám eða aðrar birtingarmyndir kynþáttarhaturs og ofstæki. Bókina ætti að fordæma og útskúfa sem ærumeiðandi hatursorðræðu í garð gyðinga.“ Bókaútgáfa Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Afneitun Helfararinnar er hættuleg samfélaginu Menachem Z. Rosensaft segir bókina Tröllasaga tuttugustu aldarinnar hreina og klára andstyggð, hatursáróður og Fíbút ætti að reisa skorður við slíku í Bókatíðindum. 3. desember 2020 11:26 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Menachem Z. Rosensaft er varaforseti og yfirlögfræðingur World Jewish Congress, en hann kennir lögfræði þjóðarmorða við lögfræðideildir háskólanna Columbia og Cornell, hefur ritað grein sem hann birtir á Vísi þar sem útgáfa bókarinnar Tröllasaga tuttugustu aldarinnar er fordæmt fortakslaust. Hann segir bókina meinfýsna og illgjarna bjögun á sannleika og beri að flokka sem hatursorðræðu. Væntanleg er á íslenskan markað, í sjálft jólabókaflóðið, bókin The Hoax of the Twentieth Century: The Case Against the Presumed Extermination of European Jewry“ eftir Arthur R. Butz, í íslenskri þýðingu. Bókin umdeilda eins og hún birtist í Bókatíðindum. Bókin er alræmd, kom út árið 1976 en þar er dregið í efa að helför nasista í seinni heimstyrjöldinni hafi átt sér stað. Í íslenskra þýðingu hefur bókin hlotið nafnið Tröllasaga tuttugustu aldarinnar. Meinfýsin og illgjörn bjögun á sannleika Bók Butz ætti án efa að flokkast sem ærumeiðandi tilraun til að breiða út boðskap gyðingahaturs, segir í grein Rosensaft. „Kynning og sala bókarinnar ætti því einnig að líta á sem tilraun til að breiða út boðskap gyðingahaturs og gengur þvert á lýðræðisleg gildi. Helförin er ekki getgáta heldur sagnfræðileg staðreynd. Helfararafneitun er ekki spurning um skoðanafrelsi heldur er það meinfýsin og illgjörn bjögun á sannleika og staðreyndum sem hafa ekkert með tjáningarfrelsi eða prentfrelsi að gera.“ Vísir fjallaði um bókina og þá gagnrýni sem fram kom að hana væri að finna í Bókatíðindum þar sem útgáfa jólabókanna er tíunduð. Ekki er miklar upplýsingar tiltækar þar, ekki kemur fram hver þýðir en þó að útgefandi sé Betaíota. Hins vegar eru engar upplýsingar aðgengilegar um það útgáfufélag. Eftir nokkrum krókaleiðum komst Vísir að því að þar að baki stendur fyrirtæki sem heitir Vallía sf. Sem svo tengist ferðaþjónustufyrirtækinu Valferðum hvar Björn Jónsson er í forsvari. Björn hefur ekki viljað tjá sig um málið. Heiðar Ingi Svansson formaður Fibut sagði í samtali við Vísi að Bókatíðindum væri ekki ritstýrt að neinu leyti eða ritskoðuð, um væri að ræða opinn að gang fyrir kynningarefni og það væri á ábyrgð þeirra sem keyptu sér pláss í Bókatíðindum. „Einn hornsteinn sem bókaútgáfa hér og annars staðar, grundvallast á er prent- og tjáningarfrelsi. Ég man ekki til þess, í áralangri sögu útgáfu Bókatíðinda, að kynning og efnistök þar hafi verið ritskoðað. Þetta hefur verið grundvallarforsenda,“ segir Heiðar Ingi sem leggur á það ríka áherslu að hann sé ekki að mæla þessu riti bót. Fíbút beri skylda til að lögmæta ekki efnislega andstyggð En Menachem Z. Rosensaft og þeim hjá World Jewish Congress telja þetta ekki gilda röksemdafærslu. Petra Kahn Nord er fulltrúi WJC í Svíþjóð. En þar hafa samtökin fylgst grannt með gangi mála á Íslandi hvað varðar útgáfu bókarinnar. Vísir hefur nú um hríð verið í sambandi við Petru Kahn Nord sem er formaður samtakanna í Svíþjóð. Þar hafa þau fylgst vel með gangi mála í því sem snýr að umræðu um bókina og þeim finnst niðurstaðan ekki ásættanleg. Þau vísa til almennra hegningarlaga á Íslandi, grein 233a: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu […] skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum“. Greinin vísi ekki sérstaklega til helfararafneitunar en benda á að helfararafneitun er víða séð sem birtingarmynd gyðingahaturs. „Þó það sé ekki bannað samkvæmt lögum á Íslandi að gefa út efni með hatursorðræðu og skoðanamótun, hafa útgefendur Bókatíðinda siðferðislega skyldu til að hvorki lögmæta né gæða þau sjónarmið lífi sem koma fram í bókinni,“ segir í grein Menachem Z. Rosensaft. Þar kemur jafnframt fram að ekki skuli rugla tjáningarfrelsi saman við frelsi í almennum skilningi, „og því má ekki nýta tjáningarfrelsi sem rétt til að segja hvað sem er sem getur svert mannorð eða minningu fórnarlamba helfararinnar. Þessi bók er efnislega eins andstyggileg og gróft klám eða aðrar birtingarmyndir kynþáttarhaturs og ofstæki. Bókina ætti að fordæma og útskúfa sem ærumeiðandi hatursorðræðu í garð gyðinga.“
Bókaútgáfa Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Afneitun Helfararinnar er hættuleg samfélaginu Menachem Z. Rosensaft segir bókina Tröllasaga tuttugustu aldarinnar hreina og klára andstyggð, hatursáróður og Fíbút ætti að reisa skorður við slíku í Bókatíðindum. 3. desember 2020 11:26 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Afneitun Helfararinnar er hættuleg samfélaginu Menachem Z. Rosensaft segir bókina Tröllasaga tuttugustu aldarinnar hreina og klára andstyggð, hatursáróður og Fíbút ætti að reisa skorður við slíku í Bókatíðindum. 3. desember 2020 11:26