Fyrrverandi fjármálaráðherra í átta ára fangelsi fyrir spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2020 15:34 Karl-Heinz Grasser (t.h.) með lögmönnum sínum í dómsal í Vín í dag. Vísir/EPA Kviðdómur í Vín dæmdi Karl-Heinz Grasser, fyrrverandi fjármálaráðherra Austurríkis, í átta ára fangelsi fyrir mútuþægni og misnotkun valds í dag. Grasser auðgaðist á því að koma innherjaupplýsingum til fjárfesta um sölu stjórnvalda á um 60.000 íbúðum í tengslum við einkavæðingu opinbers fasteignafélags árið 2004. Hann lét náinn vin sinn vita hversu há boð hefðu borist í eignir og kom vinurinn upplýsingunum áfram til fasteignafélags sem gat þá boðið örlítið hærra og tryggt sér eignirnar á eins lágu verði og hægt var. Þýska fréttastofan Deutsche Welle segir að Grasser hafi haft um 9,6 milljónir evra, jafnvirði meira en 1,4 milljarða íslenskra króna, upp í krafsinu í þóknanir frá fyrirtækinu sem keypti íbúðirnar. Það er áætlað um eitt prósent af söluverði eignanna. Málið hefur verið kennt við BUWOG, opinbera fasteignafélagið sem var einkavætt. Fjórtán aðrir hátt settir stjórnmálamenn, stjórnendur og bankamenn voru ákærðir í málinu en réttarhöldin hafa staðið yfir í þrjú ár. Saksóknarar sögðu umfang glæpanna „ótrúlegt“. Grasser var fjármálaráðherra frá 2000 til 2007 og var fulltrúi öfgahægrisinnaða Frelsisflokksins til 2003. Hann bar fyrir dómi að um hálf milljón evra, jafnvirði meira en 76 milljóna íslenskra króna, sem fóru um sama bankareikning og ólöglegar greiðslur í málinu og hann kom með til landsins hafi hann í raun fengið frá tengdamóður sinni, að sögn Politico. Grasser er giftur inn í eina auðugustu fjölskyldu Austurríkis. Lögmaður Grasser segir að hann ætli að áfrýja dómnum til þess ítrasta. Hann heldur því fram að kviðdómendur hafi ekki gert sér grein fyrir því að gríðarlegur þrýstingur neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar hafi í raun dæmt skjólstæðing sinn fyrirfram. Wolfgang Schüssel úr Austurríska þjóðarflokknum var kanslari þegar brotin voru framin. Hann hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2011 í kjölfar hrinu spillingarmála. Austurríki Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Grasser auðgaðist á því að koma innherjaupplýsingum til fjárfesta um sölu stjórnvalda á um 60.000 íbúðum í tengslum við einkavæðingu opinbers fasteignafélags árið 2004. Hann lét náinn vin sinn vita hversu há boð hefðu borist í eignir og kom vinurinn upplýsingunum áfram til fasteignafélags sem gat þá boðið örlítið hærra og tryggt sér eignirnar á eins lágu verði og hægt var. Þýska fréttastofan Deutsche Welle segir að Grasser hafi haft um 9,6 milljónir evra, jafnvirði meira en 1,4 milljarða íslenskra króna, upp í krafsinu í þóknanir frá fyrirtækinu sem keypti íbúðirnar. Það er áætlað um eitt prósent af söluverði eignanna. Málið hefur verið kennt við BUWOG, opinbera fasteignafélagið sem var einkavætt. Fjórtán aðrir hátt settir stjórnmálamenn, stjórnendur og bankamenn voru ákærðir í málinu en réttarhöldin hafa staðið yfir í þrjú ár. Saksóknarar sögðu umfang glæpanna „ótrúlegt“. Grasser var fjármálaráðherra frá 2000 til 2007 og var fulltrúi öfgahægrisinnaða Frelsisflokksins til 2003. Hann bar fyrir dómi að um hálf milljón evra, jafnvirði meira en 76 milljóna íslenskra króna, sem fóru um sama bankareikning og ólöglegar greiðslur í málinu og hann kom með til landsins hafi hann í raun fengið frá tengdamóður sinni, að sögn Politico. Grasser er giftur inn í eina auðugustu fjölskyldu Austurríkis. Lögmaður Grasser segir að hann ætli að áfrýja dómnum til þess ítrasta. Hann heldur því fram að kviðdómendur hafi ekki gert sér grein fyrir því að gríðarlegur þrýstingur neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar hafi í raun dæmt skjólstæðing sinn fyrirfram. Wolfgang Schüssel úr Austurríska þjóðarflokknum var kanslari þegar brotin voru framin. Hann hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2011 í kjölfar hrinu spillingarmála.
Austurríki Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira