Frá árinu 2017 hefur hópur kvenna undir merkjum Konur eru konum bestar selt boli fyrir góðan málstað og í ár söfnuðu þær fyrir Bjarkarhlíð.
Verkefnið er samstarfsverkefni Aldísar Pálsdóttur, Andreu Magnúsdóttur, Nönnu Kristínar Tryggvadóttur og Elísabetar Gunnarsdóttur. Elísabet lýsti verkefnu í samtali við Vísi fyrr í vetur.
Í færslu á vef Trendnet vekur Elísabet einnig athygli á því að viðtökurnar hafi verið það góðar þetta árið að söfnunarféð hafi nær tvöfaldast á milli ára, en á síðasta ári söfnuðu þær 3,7 milljónum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra.