Laufabrauðstaco frá Hvammstanga var ljómandi gott Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 19:45 Tilraunastarfsemi Andra á Hvammstanga vakti athygli netverja í dag. Eðlilega enda ekki á hverjum degi sem laufabrauðið er fært í nýjan búning. Sumir steikja laufabrauð á hefðbundna mátann og svo eru aðrir sem hugsa út fyrir kassann og úr verður laufabrauðstaco. Andri P. Guðmundsson frá Hvammstanga birti í dag mynd af tilraunastarfsemi sinni í Húnaþingi vestra og ekki stóð á viðbrögðunum. „Þetta var bara ljómandi gott,“ segir Andri um réttinn sem samanstóð af laufabrauði, hangikjötshakki, heitu rauðkáli, grænbaunasalsa og uppstúf. Svo kreisti hann mandarínu yfir. Laufabrauðstaco með hangikjötshakki, heitu rauðkáli, grænbaunasalsa og uppstúf, smá mandarína kreist yfir, gjörið svo vel. pic.twitter.com/zzU2FrE0T8— Andri P. Guðmundsson (@partyandri) December 6, 2020 Andri segist hafa bakað laufabrauðið í ofni til að ná fram taco-forminu. Til þess hafi hann notað álpappír og úr urðu vel stökkar skeljar. Þá var hægt að hefjast handa við að fylla skeljarnar af fyrrnefndum áleggjum. Hann segist kunna að meta góða taco en haldi ekki þriðjudagana hátíðlega með taco-kvöldum eða neitt slíkt. Fjölskyldan hafi ráðist í laufabrauðsgerð um helgina og þetta hafi verið tilraun, hálfgert grín, sem hafi tekið ljómandi vel. „Namm“, „Siðlaust“, „Game changer“ og „Þetta er stórkostlegt og svo fallegt“ eru á meðal viðbragða við réttinum á Twitter þar sem notendur eru óhræddir við að segja sína skoðun. Aðspurður segist Andri ekki hafa ákveðið hvort hann endurtaki leikinn að ári þegar laufabrauðið verður steikt. Séríslenskt fyrirbæri Laufabrauð er séríslenskt fyrirbæri en þó útskorin jólabrauð tíðkist víða í Evrópu er sérstakt hversu næfurþunnt og fagurlega skreytt laufabrauðið er. Ástæðan fyrir því er eflaust sú að á öldum áður var mjöl af skornum skammti og til að allir fengju brauð að bíta í á jólunum var deigið flatt út eins þunnt og mögulegt er. Elsta heimild um laufabrauð er úr orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík frá árinu 1736 en þar segir að brauðið sé sælgæti Íslendinga. Laufabrauðsgerðin var oft daginn fyrir Þorláksmessu og stundum sameinaðist fólk af fleiri bæjum til að hjálpast að en þetta var oft eina skiptið sem karlmennirnir komu nokkuð nálægt húsverkum. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi fræddi áhorfendur Stöðvar 2 og Vísis um laufabrauðsgerð fyrir jólin í fyrra. Uppskriftina má sjá hér. Jól Laufabrauð Húnaþing vestra Taco Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
„Þetta var bara ljómandi gott,“ segir Andri um réttinn sem samanstóð af laufabrauði, hangikjötshakki, heitu rauðkáli, grænbaunasalsa og uppstúf. Svo kreisti hann mandarínu yfir. Laufabrauðstaco með hangikjötshakki, heitu rauðkáli, grænbaunasalsa og uppstúf, smá mandarína kreist yfir, gjörið svo vel. pic.twitter.com/zzU2FrE0T8— Andri P. Guðmundsson (@partyandri) December 6, 2020 Andri segist hafa bakað laufabrauðið í ofni til að ná fram taco-forminu. Til þess hafi hann notað álpappír og úr urðu vel stökkar skeljar. Þá var hægt að hefjast handa við að fylla skeljarnar af fyrrnefndum áleggjum. Hann segist kunna að meta góða taco en haldi ekki þriðjudagana hátíðlega með taco-kvöldum eða neitt slíkt. Fjölskyldan hafi ráðist í laufabrauðsgerð um helgina og þetta hafi verið tilraun, hálfgert grín, sem hafi tekið ljómandi vel. „Namm“, „Siðlaust“, „Game changer“ og „Þetta er stórkostlegt og svo fallegt“ eru á meðal viðbragða við réttinum á Twitter þar sem notendur eru óhræddir við að segja sína skoðun. Aðspurður segist Andri ekki hafa ákveðið hvort hann endurtaki leikinn að ári þegar laufabrauðið verður steikt. Séríslenskt fyrirbæri Laufabrauð er séríslenskt fyrirbæri en þó útskorin jólabrauð tíðkist víða í Evrópu er sérstakt hversu næfurþunnt og fagurlega skreytt laufabrauðið er. Ástæðan fyrir því er eflaust sú að á öldum áður var mjöl af skornum skammti og til að allir fengju brauð að bíta í á jólunum var deigið flatt út eins þunnt og mögulegt er. Elsta heimild um laufabrauð er úr orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík frá árinu 1736 en þar segir að brauðið sé sælgæti Íslendinga. Laufabrauðsgerðin var oft daginn fyrir Þorláksmessu og stundum sameinaðist fólk af fleiri bæjum til að hjálpast að en þetta var oft eina skiptið sem karlmennirnir komu nokkuð nálægt húsverkum. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi fræddi áhorfendur Stöðvar 2 og Vísis um laufabrauðsgerð fyrir jólin í fyrra. Uppskriftina má sjá hér.
Jól Laufabrauð Húnaþing vestra Taco Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira