Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2020 11:50 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/vilhelm Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. Þetta kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi fyrir utan Ráðherrabústaðinn nú í morgun. Líkt og áður segir munu aðgerðirnar sem taka gildi næsta fimmtudag 10. desember gilda í rúman mánuð, eða til 12. janúar, sem Svandís sagði óvenjulangan tíma. Hingað til hafa aðgerðir iðulega gilt í tvær til þrjár vikur í senn. Opið lengur á veitingastöðum Auk breytinga á fjöldatakmörkunum í verslunum munu veitingastaðir geta tekið á móti fimmtán manns og þá verður þeim heimilt að lengja opnunartíma sinn til 22. Ekki verður þó heimilt að taka við nýjum viðskiptavinum eftir klukkan 21. Kynningu ráðherra á aðgerðunum og viðtal Lillýjar Valgerðar Pétursdóttur fréttamanns má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Sund- og baðstöðum verður einnig heimilt að opna á ný fyrir allt að 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda staðanna. Líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Rýmkað í sviðslistum og íþróttum Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir verða einnig heimilaðir með allt að 30 manns á sviði í einu. Heimilt verður að taka við 50 gestum í sæti á slíka viðburði en þeim skylt að bera grímu. Þá verður fyrirkomulag skólastarfs að mestu óbreytt fyrir utan eftirfarandi breytingar: Ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna felld brott. Með þessu móti geta leikskólar aðlagað starfsemi sína betur yfir hátíðirnar þar sem barnahópar eru gjarna sameinaðir milli deilda eða jafnvel leikskóla. Lestrarrými í framhaldsskólum og háskólum opnað fyrir allt að 30 nemendur. Reglur um skólastarf sem taka gildi frá og með 1. janúar 2021 verða kynntar fljótlega. Svandís sagðist hafa gert nokkrar breytingar á tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í samráði við hann. Breytingarnar vörðuðu til dæmis fyrirkomulag á veitingastöðum og í jarðarförum, hvar hámarksfjöldi verður 50 með nýju reglunum. Tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins um tilslakanir á sóttvarnareglum frá 10. desember má nálgast hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Minnisblað Þórólfs og næstu aðgerðir til umræðu í ríkisstjórn Gera má ráð fyrir því að minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær verði rætt á ríkisstjórnarfundi sem verður fyrir hádegi í dag. 8. desember 2020 06:52 „Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að af 44 greindum smitum hér á landi í desember hafi aðeins þrír verið utan sóttkvíar. 41 hafa verið í sóttkví við greiningu sem svarar til 93 prósenta. 6. desember 2020 19:07 Þórólfur búinn að skila minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum nú síðdegis. Þetta staðfestir Þórólfur í samtali við fréttastofu. 7. desember 2020 18:19 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Þetta kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi fyrir utan Ráðherrabústaðinn nú í morgun. Líkt og áður segir munu aðgerðirnar sem taka gildi næsta fimmtudag 10. desember gilda í rúman mánuð, eða til 12. janúar, sem Svandís sagði óvenjulangan tíma. Hingað til hafa aðgerðir iðulega gilt í tvær til þrjár vikur í senn. Opið lengur á veitingastöðum Auk breytinga á fjöldatakmörkunum í verslunum munu veitingastaðir geta tekið á móti fimmtán manns og þá verður þeim heimilt að lengja opnunartíma sinn til 22. Ekki verður þó heimilt að taka við nýjum viðskiptavinum eftir klukkan 21. Kynningu ráðherra á aðgerðunum og viðtal Lillýjar Valgerðar Pétursdóttur fréttamanns má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Sund- og baðstöðum verður einnig heimilt að opna á ný fyrir allt að 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda staðanna. Líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Rýmkað í sviðslistum og íþróttum Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir verða einnig heimilaðir með allt að 30 manns á sviði í einu. Heimilt verður að taka við 50 gestum í sæti á slíka viðburði en þeim skylt að bera grímu. Þá verður fyrirkomulag skólastarfs að mestu óbreytt fyrir utan eftirfarandi breytingar: Ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna felld brott. Með þessu móti geta leikskólar aðlagað starfsemi sína betur yfir hátíðirnar þar sem barnahópar eru gjarna sameinaðir milli deilda eða jafnvel leikskóla. Lestrarrými í framhaldsskólum og háskólum opnað fyrir allt að 30 nemendur. Reglur um skólastarf sem taka gildi frá og með 1. janúar 2021 verða kynntar fljótlega. Svandís sagðist hafa gert nokkrar breytingar á tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í samráði við hann. Breytingarnar vörðuðu til dæmis fyrirkomulag á veitingastöðum og í jarðarförum, hvar hámarksfjöldi verður 50 með nýju reglunum. Tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins um tilslakanir á sóttvarnareglum frá 10. desember má nálgast hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Minnisblað Þórólfs og næstu aðgerðir til umræðu í ríkisstjórn Gera má ráð fyrir því að minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær verði rætt á ríkisstjórnarfundi sem verður fyrir hádegi í dag. 8. desember 2020 06:52 „Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að af 44 greindum smitum hér á landi í desember hafi aðeins þrír verið utan sóttkvíar. 41 hafa verið í sóttkví við greiningu sem svarar til 93 prósenta. 6. desember 2020 19:07 Þórólfur búinn að skila minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum nú síðdegis. Þetta staðfestir Þórólfur í samtali við fréttastofu. 7. desember 2020 18:19 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Minnisblað Þórólfs og næstu aðgerðir til umræðu í ríkisstjórn Gera má ráð fyrir því að minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær verði rætt á ríkisstjórnarfundi sem verður fyrir hádegi í dag. 8. desember 2020 06:52
„Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að af 44 greindum smitum hér á landi í desember hafi aðeins þrír verið utan sóttkvíar. 41 hafa verið í sóttkví við greiningu sem svarar til 93 prósenta. 6. desember 2020 19:07
Þórólfur búinn að skila minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum nú síðdegis. Þetta staðfestir Þórólfur í samtali við fréttastofu. 7. desember 2020 18:19