Lífið samstarf

Kósý jólastund til styrktar þeim sem minna mega sín

Fíladelfía

Jólastund Fíladelfíu verðu í beinni útsendingu annað kvöld klukkan 20.30. Jólastundin kemur í stað hinna árlegu Jólatónleika.

„Jólatónleikar Fíladelfíu hafa farið fram fyrir fullu húsi undanfarna áratugi og ávallt notið mikilla vinsælda. Í ár bregðum við út af vananum í ljósi aðstæðna í samfélaginu og verðum með Jólastund í beinni útsendingu staðinn,“ segir Aron Hinriksson, prestur hjá Fíladelfíu

Aron Hinriksson prestur hjá Fíladelfíu

Jólastundin verðu haldin annað kvöld klukkan 20.30, lágstemmdir kósýtónleikar sem streymt verður beint á vefmiðlum kirkjunnar og hér á Vísi. Gospeltónar leiða kvöldið en ásamt þeim koma fram listamennirnir Páll Rósinkranz, Helga Möller, Elísabet Ormslev, KK og Hera Björk. Jólatónleikar Fíladelfíu hafa ávallt verið haldnir til styrktar þeim sem minna mega sín og verður Jólastundin það einnig.

„Undanafarin ár höfum við safnað talsverðum fjármunum til að gefa til góðgerðarmála með jólatónleikunum. Ókeypis áhorf verður á Jólastundina en áhorfendum gefst tækifæri til að styrkja málefnið gegnum styrktar reikning eða með því að hringja inn á meðan á útsendingu stendur. Allir sem kom að viðburðinum gefa vinnu sína og söfnunarféð rennur óskert til góðgerðarmála,“ útskýrir Aron.

„Við finnum að róðurinn hefur þyngst hjá mörgum og á eftir að þyngjast eftir sem líður á veturinn. Það hefur fjölgað í hópi þeirra sem hafa lítið milli handanna. Fíladelfía hefur gefið talsvert í gegnum traust góðgerðarfélög, Hjálparstofnun kirkjunnar, Hjálpræðisherinn og Mæðrastyrksnefnd, einnig Rauða krossinn og til Kaffistofu Samhjálpar. Við höfum einnig gefið í fangelsin og gistiskýlið bæði jólagjafir og páskaegg um páska. Við erum einnig með sjóð sem við deilum úr í takt við ábendingar sem við fáum yfir árið. Við reynum að mæta þörfinni þar sem hún er brýnust,“ segir Aron.

Nánari upplýsingar má finna á filadelfia.is

Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta frá síðustu jólatónleikum Fíladelfíu sem sýndir voru hér á Vísi á aðfangadagskvöld 2019.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×