„Ég var að berjast fyrir því að halda mér á lífi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Frosti Logason skrifa 8. desember 2020 19:38 Elínborg Steinunnardóttir er enn að jafna sig á afleiðingum slyssins. Stöð 2 Þann 18. janúar síðastliðinn varð mjög harður árekstur á Sandgerðisvegi þegar tveir bílar lentu þar framan á hvor öðrum á miklum hraða. Í öðrum bílnum var próflaus ökumaður undir áhrifum vímuefna en lögreglan var að veita honum eftirför eftir að hann hafi stolið bíl í Hafnarfirði skömmu áður. Í hinum bílnum voru tvær grunlausar konur á leið heim frá vinnu sinni í Sandgerði og slasaðist önnur þeirra, Elínborg Steinunnardóttir, mjög alvarlega. Elínborg sem er menntaður sjúkraflutningamaður og förðunarfræðingur er örkumluð eftir áreksturinn en hún hlaut þar margvíslega innvortis áverka og opin beinbrot. Hún var þó með meðvitund allan tímann og man vel eftir deginum þegar slysið örlagaríka varð. „Ég og Harpa vinkona vorum vanar að hjóla í vinnuna og til baka, einhverjir 42 kílómetrar, en þennan dag ákváðum við að fara á bíl. Ég held að það hafi spáð rigningu, þess vegna fórum við ekki á hjólunum,“ segir Elínborg í þætti Íslands í dag í kvöld. „Svo vorum við að koma úr vinnunni, vorum á Sandgerðisvegi að fara inn á Reykjanesbrautina, og svo sé ég að bíll kemur úr öfugri átt og lögreglan á eftir honum. Hann var kominn á svolítinn hraða þegar hann lendir á okkur, 150 km/klst. skilst mér.“ Ökumaður bílsins keyrði beint framan á bíl Elínborgar og Hörpu. „Svo rankaði ég við mér og hóstaði bara blóði yfir líknarbelginn. Ég hafði fengið einhver innvortis meiðsl. Svo fann ég bara að ég var öll brotin. Þetta er mesti sársauki sem ég hef fundið,“ segir Elínborg. Klippa þurfti bílinn í sundur til þess að ná Elínborgu úr honum en han var það illa farinn að ekkert annað dugði.Stöð 2/Víkurfréttir Hún brotnaði á vinstri ökla, vinstri úlnlið, hægri framhandlegg, bringubeinið, einhver rif voru brotin og hún var illa á hægri mjöðm. Þá féllu sköflungurinn og hnéð hægra megin saman að sögn Elínborgar. „Ég gat sagt sjúkraflutningamönnunum alls staðar þar sem ég var brotin, einn mesti sársauki sem ég hef einhvern tíma fundið.“ Fékk heilablóðfall fyrstu nóttina á gjörgæslunni Elínborg var flutt með sjúkrabifreið á Landspítalann en áður það var mögulegt þurfti að klippa hana út úr bifreiðinni og tók það nokkurn tíma þar sem hún sat pikkföst í mjög illa förnu bílflakinu. Hún var sprautuð með verkjalyfjum á staðnum og upplifði hún mjög sterkt að hún væri þarna hársbreidd frá dauðanum á meðan á þessu aðgerðum stóð. „Ég man á leiðinni í bæinn í sjúkrabílnum, ég man að þeir voru að missa mig. Og ég man að þessi uppi, sem hefur ekki alveg sama húmor og ég, var að reyna að ná mér til sín. En ég þrjóskaðist við og skyldi ekki láta það gerast,“ segir Elínborg. „Ég þurfti svolítið að hafa fyrir því að vera á staðnum. Ég var að berjast við það að halda mér á lífi,“ segir hún. Og þegar á Landspítalann var komið tóku við ótal aðgerðir með aðkomu fjölda lækna til þess að bjarga Elínborgu úr því lífhættulega ástandi sem slysið olli henni. „Ég fór í fullt af aðgerðum, það þurfti að laga öll beinin sem brotnuðu. Þau þurftu að fara inn og laga þau öll. Svo fékk ég svo mikið höfuðhögg að það flísaðist úr slagæðinni í hálsinum og ég fékk heilablóðfall fyrstu nóttina á gjörgæslunni. Þá lamaðist ég vinstra megin.“ Elínborg segist enn vera að jafna sig á heilablóðfallinu en hún sé aðeins farin að ganga aftur. „En ég er ekkert farin að geta labbað sjálf á milli og hægri höndin er ekki komin til baka.“ Kennir lögreglunni um og vill fara í mál Elínborg segir óskiljanlegt að lögreglan hafi þennan dag verið að veita unga manninum á stolna bílnum þessa háhraðaeftirför, á 150 kílómetra hraða með allri þeirri áhættu sem það skapaði, vegna þess að þeir vissu alveg hver maðurinn var og hvar hann átti heima. Hún telur að öruggara hefði verið fyrir lögreglu að fara heim til hans og handtaka hann þar. „Eitthvað hefði verið sagt í þjóðfélaginu ef við hefðum verið fimm manna fjölskylda með þrjú lítil börn í bílnum. Þá hefði þjóðfélagið tekið við sér og mótmælt,“ segir Elínborg. Hún segist upplifa það að slysinu hafi verið tekið með léttúð. „Já, lögreglan rannsakaði það hvort þeir hefðu farið eftir verkferlum. Og þeir segja að þeir hafi gert það en við fáum ekki verkferlana í hendur. Það er víst trúnaðarmál, sem mér finnst mjög kjánalegt.“ „En mér finnst þetta vera dáldið löggunni að kenna,“ segir Elínborg. „Mér skilst að lögreglan hafi daginn áður farið fram á síbrotagæsluvarðhald með hann. Og dómari hafi sagt nei. Þannig að þetta hefði aldrei þurft að gerast.“ „Ég persónulega vil fara í mál við lögregluna en lögmaðurinn minn er ekki alveg með mér þar,“ segir Elínborg. Líður eins og hún sé í fangelsi Eftir nokkrar vikur á spítala í Reykjavík var Elínborg send á sjúkrahúsið í Keflavík. Þar tók við löng bið þar sem lítið var við að hafa áður en hún var send á Grensásdeildina í endurhæfingu. Þar þótti Elínborgu gott að geta talað við sálfræðinga og prest en að því loknu var hún send aftur á sjúkrahúsið í Keflavík. Hún hefur því dvalið á sjúkrahúsi meira eða minna allt þetta ár og er hún vonsvikin yfir því að Reykjanesbær hafi sagst ekki getað veitt henni þá notendastýrðu persónulegu aðstoð sem hún ætti samkvæmt lögum rétt á vegna þess að fjármagn hafi ekki fengist frá ríkinu. Það breyttist þó loksins þegar blaðamaðurinn Gunnar Smári Egilsson vakti athygli á máli hennar í pistli sem hann skrifaði nýlega á Facebook. „Mér finnst ég var búin að vera í fangelsi því að það er búið að vera Covid allt þetta ár og það hefur verið lítið um heimsóknir. En stundum hefur fjölskyldan bjargað mér. Frændi minn gaf mér AppleTV þegar ég var nýkomin af Grensási og þar get ég verið með Netflix og allt og áskriftirnar mínar eins og Stöð 2 maraþon,“ segir Elínborg. Slysið stal 44 vikum af Elínborgu og eiginmanni hennar En til að bæta gráu ofan í svart greindist eiginmaður Elínborgar, Þröstur Ingimarsson, með illkynja æxli á heila á meðan Elínborg dvaldi á spítala. Hann var skorinn upp en því miður tókst ekki að skera meinið burt. Þröstur dvaldi því um tíma á sama sjúkrahúsi og Elínborg og gátu þau þannig borðað morgunmat saman um nokkurra vikna skeið þar til enn eitt áfallið reið yfir í síðasta mánuði. „Hann vaknar um morguninn með 40 stiga hita, þann 19. nóvember. Og svo fer hann hratt niður þann daginn og lést svo um kvöldmatarleitið,“ segir Elínborg. „Í rauninni er það búið að taka af okkur 44 vikur saman, þetta slys. Mér finnst það verst af öllu. Ég get alveg dílað við afleiðingarnar, ég er í endurhæfingu, en ég get ekki dílað við að missa vikurnar með honum,“ segir Elínborg. „Þetta er svo mikið rugl og mér finnst lögreglan bera svo mikla ábyrgð á þessu. Mér finnst að þeir eigi að þurfi að finna fyrir því, af því að þetta er búið að hafa svo miklar afleiðingar fyrir okkur.“ Elínborg er staðráðin í því að fara þrjá kílómetra í maraþoni á næsta ári.Stöð 2/aðsend Elínborg segist stundum hugsa að það hefði verið betra ef hún hefði ekki lifað áreksturinn af. „Já, ég hugsa það oft. Það hefði verið einfaldara, það hefði ekki verið svona erfitt ár. Þá hefði ég bara fengið að fara, stundum hefði það bara verið auðveldara.“ Elínborg er þrátt fyrir þetta staðráðin í því að ná fullum bata og stefnir á það að fara þrjá kílómetra á næsta ári í maraþoni. Staðráðin í að fara í dýrahjúkrunarfræði Og Elínborg á sér líka drauma um að geta sinnt ástríðu sinni fyrir gæludýrum en hún vann áður á dýraspítala og langar til þess að geta gert meira af því í framtíðinni. „Ég komst inn í háskóla í Ástralíu í dýrahjúkrun og mig langar að fara í það en ég er bara ekkert búin að vinna síðan í janúar þannig að ég á ekki fyrir skólagjöldunum. Og þau eru 500 þúsund,“ segir Elínborg. Til boða stendur að nema hjúkrunina í fjarnámi og segir Elínborg að það væri tilvalið til að dreifa huganum og hún er staðráðin í að klára það. Og Elínborg segist eiga erfitt með að hugsa hlýlega til unga mannsins sem ákvað að setjast dópaður undir stýri þennan örlagaríka dag í janúar sem breytti lífi hennar til frambúðar. „Ég er í rauninni mjög reið út í hann og finnst hann bara vera lélegur pappír. En hann er búinn að standa sig vel að jafna sig á slysinu, er búinn að fara í skóla og mér skilst að hann sé orðinn edrú. Þannig að þetta hafði eitthvað gott í för með sér. En ég hugsa að hann eigi eftir að sitja svolítið í fangelsi eftir þetta,“ segir Elínborg. Ekki er búið að dæma í málinu og segist Elínborg hissa á því hve langur tími sé liðinn frá slysinu og enn sé ekki búið að dæma. „Ég vil að hann verði ákærður fyrir tilraun til manndráps. Mér finnst þetta ekki vera neitt annað. Því ef einhver ákveður að fara út í umferðina í því ástandi sem hann var þá er hann að ákveða líka að hann þurfi að takast á við afleiðingarnar sem eru meiri heldur en minni,“ segir Elínborg. Hægt er að styrkja Elínborgu til háskólanáms, reikningsupplýsingar eru eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0142-26-015247 Kt: 110473-4949 Samgönguslys Lögreglan Ísland í dag Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Örkumluð eftir bílslys og eiginmaðurinn með heilaæxli Aðstæður Elínborgar Björnsdóttur eru hreint út sagt skelfilegar eftir hroðalegt bílsslys á Sandgerðisvegi í byrjun árs. 11. nóvember 2020 15:12 Segir stjúpmóður sína líklegast aldrei eiga eftir að ná fullum bata eftir árekstur á Sandgerðisvegi Fjölskylda konunnar íhugar að stefna Ríkislögreglustjóra. Áreksturinn varð eftir að lögreglan hafði veitt manni á stolinni bifreið eftirför. 17. maí 2020 18:30 Telja lögreglumenn hafa fylgt reglum við eftirför á Sandgerðisvegi Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu telur lögreglumenn hafa fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja í hvívetna þegar þeir veittu ökumanni stolinnar bifreiðar eftirför á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn. 16. maí 2020 19:31 Konan sem slasaðist á Sandgerðisvegi úr lífshættu Ökumaður sem lögregluþjónar veittu eftirför þegar áreksturinn varð situr enn í síbrotagæslu og er búist við því að krafist verði lengra gæsluvarðhalds yfir honum. 12. febrúar 2020 15:45 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Í hinum bílnum voru tvær grunlausar konur á leið heim frá vinnu sinni í Sandgerði og slasaðist önnur þeirra, Elínborg Steinunnardóttir, mjög alvarlega. Elínborg sem er menntaður sjúkraflutningamaður og förðunarfræðingur er örkumluð eftir áreksturinn en hún hlaut þar margvíslega innvortis áverka og opin beinbrot. Hún var þó með meðvitund allan tímann og man vel eftir deginum þegar slysið örlagaríka varð. „Ég og Harpa vinkona vorum vanar að hjóla í vinnuna og til baka, einhverjir 42 kílómetrar, en þennan dag ákváðum við að fara á bíl. Ég held að það hafi spáð rigningu, þess vegna fórum við ekki á hjólunum,“ segir Elínborg í þætti Íslands í dag í kvöld. „Svo vorum við að koma úr vinnunni, vorum á Sandgerðisvegi að fara inn á Reykjanesbrautina, og svo sé ég að bíll kemur úr öfugri átt og lögreglan á eftir honum. Hann var kominn á svolítinn hraða þegar hann lendir á okkur, 150 km/klst. skilst mér.“ Ökumaður bílsins keyrði beint framan á bíl Elínborgar og Hörpu. „Svo rankaði ég við mér og hóstaði bara blóði yfir líknarbelginn. Ég hafði fengið einhver innvortis meiðsl. Svo fann ég bara að ég var öll brotin. Þetta er mesti sársauki sem ég hef fundið,“ segir Elínborg. Klippa þurfti bílinn í sundur til þess að ná Elínborgu úr honum en han var það illa farinn að ekkert annað dugði.Stöð 2/Víkurfréttir Hún brotnaði á vinstri ökla, vinstri úlnlið, hægri framhandlegg, bringubeinið, einhver rif voru brotin og hún var illa á hægri mjöðm. Þá féllu sköflungurinn og hnéð hægra megin saman að sögn Elínborgar. „Ég gat sagt sjúkraflutningamönnunum alls staðar þar sem ég var brotin, einn mesti sársauki sem ég hef einhvern tíma fundið.“ Fékk heilablóðfall fyrstu nóttina á gjörgæslunni Elínborg var flutt með sjúkrabifreið á Landspítalann en áður það var mögulegt þurfti að klippa hana út úr bifreiðinni og tók það nokkurn tíma þar sem hún sat pikkföst í mjög illa förnu bílflakinu. Hún var sprautuð með verkjalyfjum á staðnum og upplifði hún mjög sterkt að hún væri þarna hársbreidd frá dauðanum á meðan á þessu aðgerðum stóð. „Ég man á leiðinni í bæinn í sjúkrabílnum, ég man að þeir voru að missa mig. Og ég man að þessi uppi, sem hefur ekki alveg sama húmor og ég, var að reyna að ná mér til sín. En ég þrjóskaðist við og skyldi ekki láta það gerast,“ segir Elínborg. „Ég þurfti svolítið að hafa fyrir því að vera á staðnum. Ég var að berjast við það að halda mér á lífi,“ segir hún. Og þegar á Landspítalann var komið tóku við ótal aðgerðir með aðkomu fjölda lækna til þess að bjarga Elínborgu úr því lífhættulega ástandi sem slysið olli henni. „Ég fór í fullt af aðgerðum, það þurfti að laga öll beinin sem brotnuðu. Þau þurftu að fara inn og laga þau öll. Svo fékk ég svo mikið höfuðhögg að það flísaðist úr slagæðinni í hálsinum og ég fékk heilablóðfall fyrstu nóttina á gjörgæslunni. Þá lamaðist ég vinstra megin.“ Elínborg segist enn vera að jafna sig á heilablóðfallinu en hún sé aðeins farin að ganga aftur. „En ég er ekkert farin að geta labbað sjálf á milli og hægri höndin er ekki komin til baka.“ Kennir lögreglunni um og vill fara í mál Elínborg segir óskiljanlegt að lögreglan hafi þennan dag verið að veita unga manninum á stolna bílnum þessa háhraðaeftirför, á 150 kílómetra hraða með allri þeirri áhættu sem það skapaði, vegna þess að þeir vissu alveg hver maðurinn var og hvar hann átti heima. Hún telur að öruggara hefði verið fyrir lögreglu að fara heim til hans og handtaka hann þar. „Eitthvað hefði verið sagt í þjóðfélaginu ef við hefðum verið fimm manna fjölskylda með þrjú lítil börn í bílnum. Þá hefði þjóðfélagið tekið við sér og mótmælt,“ segir Elínborg. Hún segist upplifa það að slysinu hafi verið tekið með léttúð. „Já, lögreglan rannsakaði það hvort þeir hefðu farið eftir verkferlum. Og þeir segja að þeir hafi gert það en við fáum ekki verkferlana í hendur. Það er víst trúnaðarmál, sem mér finnst mjög kjánalegt.“ „En mér finnst þetta vera dáldið löggunni að kenna,“ segir Elínborg. „Mér skilst að lögreglan hafi daginn áður farið fram á síbrotagæsluvarðhald með hann. Og dómari hafi sagt nei. Þannig að þetta hefði aldrei þurft að gerast.“ „Ég persónulega vil fara í mál við lögregluna en lögmaðurinn minn er ekki alveg með mér þar,“ segir Elínborg. Líður eins og hún sé í fangelsi Eftir nokkrar vikur á spítala í Reykjavík var Elínborg send á sjúkrahúsið í Keflavík. Þar tók við löng bið þar sem lítið var við að hafa áður en hún var send á Grensásdeildina í endurhæfingu. Þar þótti Elínborgu gott að geta talað við sálfræðinga og prest en að því loknu var hún send aftur á sjúkrahúsið í Keflavík. Hún hefur því dvalið á sjúkrahúsi meira eða minna allt þetta ár og er hún vonsvikin yfir því að Reykjanesbær hafi sagst ekki getað veitt henni þá notendastýrðu persónulegu aðstoð sem hún ætti samkvæmt lögum rétt á vegna þess að fjármagn hafi ekki fengist frá ríkinu. Það breyttist þó loksins þegar blaðamaðurinn Gunnar Smári Egilsson vakti athygli á máli hennar í pistli sem hann skrifaði nýlega á Facebook. „Mér finnst ég var búin að vera í fangelsi því að það er búið að vera Covid allt þetta ár og það hefur verið lítið um heimsóknir. En stundum hefur fjölskyldan bjargað mér. Frændi minn gaf mér AppleTV þegar ég var nýkomin af Grensási og þar get ég verið með Netflix og allt og áskriftirnar mínar eins og Stöð 2 maraþon,“ segir Elínborg. Slysið stal 44 vikum af Elínborgu og eiginmanni hennar En til að bæta gráu ofan í svart greindist eiginmaður Elínborgar, Þröstur Ingimarsson, með illkynja æxli á heila á meðan Elínborg dvaldi á spítala. Hann var skorinn upp en því miður tókst ekki að skera meinið burt. Þröstur dvaldi því um tíma á sama sjúkrahúsi og Elínborg og gátu þau þannig borðað morgunmat saman um nokkurra vikna skeið þar til enn eitt áfallið reið yfir í síðasta mánuði. „Hann vaknar um morguninn með 40 stiga hita, þann 19. nóvember. Og svo fer hann hratt niður þann daginn og lést svo um kvöldmatarleitið,“ segir Elínborg. „Í rauninni er það búið að taka af okkur 44 vikur saman, þetta slys. Mér finnst það verst af öllu. Ég get alveg dílað við afleiðingarnar, ég er í endurhæfingu, en ég get ekki dílað við að missa vikurnar með honum,“ segir Elínborg. „Þetta er svo mikið rugl og mér finnst lögreglan bera svo mikla ábyrgð á þessu. Mér finnst að þeir eigi að þurfi að finna fyrir því, af því að þetta er búið að hafa svo miklar afleiðingar fyrir okkur.“ Elínborg er staðráðin í því að fara þrjá kílómetra í maraþoni á næsta ári.Stöð 2/aðsend Elínborg segist stundum hugsa að það hefði verið betra ef hún hefði ekki lifað áreksturinn af. „Já, ég hugsa það oft. Það hefði verið einfaldara, það hefði ekki verið svona erfitt ár. Þá hefði ég bara fengið að fara, stundum hefði það bara verið auðveldara.“ Elínborg er þrátt fyrir þetta staðráðin í því að ná fullum bata og stefnir á það að fara þrjá kílómetra á næsta ári í maraþoni. Staðráðin í að fara í dýrahjúkrunarfræði Og Elínborg á sér líka drauma um að geta sinnt ástríðu sinni fyrir gæludýrum en hún vann áður á dýraspítala og langar til þess að geta gert meira af því í framtíðinni. „Ég komst inn í háskóla í Ástralíu í dýrahjúkrun og mig langar að fara í það en ég er bara ekkert búin að vinna síðan í janúar þannig að ég á ekki fyrir skólagjöldunum. Og þau eru 500 þúsund,“ segir Elínborg. Til boða stendur að nema hjúkrunina í fjarnámi og segir Elínborg að það væri tilvalið til að dreifa huganum og hún er staðráðin í að klára það. Og Elínborg segist eiga erfitt með að hugsa hlýlega til unga mannsins sem ákvað að setjast dópaður undir stýri þennan örlagaríka dag í janúar sem breytti lífi hennar til frambúðar. „Ég er í rauninni mjög reið út í hann og finnst hann bara vera lélegur pappír. En hann er búinn að standa sig vel að jafna sig á slysinu, er búinn að fara í skóla og mér skilst að hann sé orðinn edrú. Þannig að þetta hafði eitthvað gott í för með sér. En ég hugsa að hann eigi eftir að sitja svolítið í fangelsi eftir þetta,“ segir Elínborg. Ekki er búið að dæma í málinu og segist Elínborg hissa á því hve langur tími sé liðinn frá slysinu og enn sé ekki búið að dæma. „Ég vil að hann verði ákærður fyrir tilraun til manndráps. Mér finnst þetta ekki vera neitt annað. Því ef einhver ákveður að fara út í umferðina í því ástandi sem hann var þá er hann að ákveða líka að hann þurfi að takast á við afleiðingarnar sem eru meiri heldur en minni,“ segir Elínborg. Hægt er að styrkja Elínborgu til háskólanáms, reikningsupplýsingar eru eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0142-26-015247 Kt: 110473-4949
Samgönguslys Lögreglan Ísland í dag Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Örkumluð eftir bílslys og eiginmaðurinn með heilaæxli Aðstæður Elínborgar Björnsdóttur eru hreint út sagt skelfilegar eftir hroðalegt bílsslys á Sandgerðisvegi í byrjun árs. 11. nóvember 2020 15:12 Segir stjúpmóður sína líklegast aldrei eiga eftir að ná fullum bata eftir árekstur á Sandgerðisvegi Fjölskylda konunnar íhugar að stefna Ríkislögreglustjóra. Áreksturinn varð eftir að lögreglan hafði veitt manni á stolinni bifreið eftirför. 17. maí 2020 18:30 Telja lögreglumenn hafa fylgt reglum við eftirför á Sandgerðisvegi Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu telur lögreglumenn hafa fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja í hvívetna þegar þeir veittu ökumanni stolinnar bifreiðar eftirför á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn. 16. maí 2020 19:31 Konan sem slasaðist á Sandgerðisvegi úr lífshættu Ökumaður sem lögregluþjónar veittu eftirför þegar áreksturinn varð situr enn í síbrotagæslu og er búist við því að krafist verði lengra gæsluvarðhalds yfir honum. 12. febrúar 2020 15:45 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Örkumluð eftir bílslys og eiginmaðurinn með heilaæxli Aðstæður Elínborgar Björnsdóttur eru hreint út sagt skelfilegar eftir hroðalegt bílsslys á Sandgerðisvegi í byrjun árs. 11. nóvember 2020 15:12
Segir stjúpmóður sína líklegast aldrei eiga eftir að ná fullum bata eftir árekstur á Sandgerðisvegi Fjölskylda konunnar íhugar að stefna Ríkislögreglustjóra. Áreksturinn varð eftir að lögreglan hafði veitt manni á stolinni bifreið eftirför. 17. maí 2020 18:30
Telja lögreglumenn hafa fylgt reglum við eftirför á Sandgerðisvegi Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu telur lögreglumenn hafa fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja í hvívetna þegar þeir veittu ökumanni stolinnar bifreiðar eftirför á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn. 16. maí 2020 19:31
Konan sem slasaðist á Sandgerðisvegi úr lífshættu Ökumaður sem lögregluþjónar veittu eftirför þegar áreksturinn varð situr enn í síbrotagæslu og er búist við því að krafist verði lengra gæsluvarðhalds yfir honum. 12. febrúar 2020 15:45