Samgönguslys Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík segist hafa orðið verulega skelkaður þegar hann sá litla flugvél nálgast Suðurlandsveg óðfluga í gærkvöldi. Hann segir flugmanninn hafa verið í góðu skapi og hund hans jafnvel hressari. Innlent 27.5.2025 21:32 Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Flugvélin sem lent var á Suðurlandsvegi í gærkvöldi er sú sama og samband rofnaði við þegar verið var að fljúga henni frá Grænlandi í gær. Landhelgisgæslan lýsti yfir óvissustigi vegna flugvélarinnar eftir að flugmaður hennar hafði ekki samband við flugumferðarstjórn á tilteknum tíma, svaraði ekki kalli og flugvélin sást ekki á ratsjám. Innlent 27.5.2025 12:19 Skipstjórinn svarar fyrir sig Fyrrverandi skipstjóri á Huginn VE55 sem missti akkeri sem olli skemmdum á neysluvatnslögn í Vestmannaeyjum fyrir hálfu öðru ári segir mikil vonbrigði hvernig stjórnendur og eigendur Vinnslustöðvarinnar hafi komið fram eftir atvikið. Útgerðin sverti starfsmenn sína og dragi úr eigin ábyrgð á slysinu. Innlent 26.5.2025 11:59 Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Bíll valt á Reykjanesbraut í átt til Keflavíkur og voru tveir um borð. Þau voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en hvorugur er alvarlega slasaður. Innlent 25.5.2025 18:09 Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur ástæðu þess að akkeri Hugins VE festist í innsiglingu Vestmannaeyjahafnar, með þeim afleiðingum að vatnslögn til Eyja fór í sundur, hafi verið að hvorki hafi verið gengið rétt né nægjanlega vel frá akkerisbúnaði skipsins. Innlent 21.5.2025 16:07 Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Íslenskur ferðamaður í Indónesíu var farþegi í bíl sem lenti í bílslysi sem varð til þess að fimm ára gamall drengur lést. Greint er frá þessu í indónesískum fjölmiðlum. Erlent 18.5.2025 14:46 Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Fimm eru látnir eftir að tvær þyrlur rákust saman og brotlentu skammt frá Eura í suðvesturhluta Finnlands. Þyrlurnar voru báðar á leið til finnska bæjarins Kokemäki til að taka þátt í viðburði flugklúbbs. Erlent 17.5.2025 18:44 Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Bíl var ekið á vegfaranda á hlaupahjóli við gatnamót Miðhúsabrautar og Þórunnarstrætis á Akureyri rétt fyrir klukkan átta í morgun. Innlent 13.5.2025 09:46 Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Flugstjóri og flugmaður tyrkneskrar farþegaþotu sem lenti í alvarlegri ókyrrð yfir Íslandi árið 2023 tókust óafvitandi á um stjórn vélarinnar. Sjö manns um borð slösuðust í ókyrrðinni. Viðbrögð áhafnarinnar var talin orsök atviksins en bæði Veðurstofa Íslands og Isavia fengu tilmæli um umbætur vegna þess. Innlent 9.5.2025 09:37 Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á brúnni fyrir ofan Fífuhvammsveg við Smáralind í Kópavogi. Innlent 6.5.2025 17:36 „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Kona ók bíl inn í garð nágranna síns og utan í hús hans í Yrsufelli í Reykjavík í morgun. Eigandi hússins var að drekka morgunkaffi þegar hann fann höggið og sá bílinn í garðinum. Konan reyndi síðan að keyra í burtu og gat engar skýringar gefið á árekstrinum. Innlent 6.5.2025 12:17 Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Strætisvagn og jeppabifreið lentu saman á Reykjanesbraut í gær. Tiago Miguel náði myndbandi af atvikinu og birti það á Facebook síðunni íslensk bílamyndbönd. Innlent 25.4.2025 18:38 Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Tveir drengjanna sem slösuðust í alvarlegu bílslysi í grennd við Hofsós á föstudagskvöld eru enn á gjörgæslu. Samfélagið í Skagafirði er harmi slegið vegna málsins að sögn setts skólameistara, en boðað hefur verið til samverustundar í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki á morgun. Innlent 14.4.2025 11:53 Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. Erlent 14.4.2025 09:44 Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar á Suðurlandsvegi við Lómagnúp á ellefta tímanum. Í dag. Annar bíllinn valt á hliðina. Innlent 13.4.2025 11:22 Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Ökumaður var handtekinn um hálf sjö í morgun eftir að hann missti stjórn á bíl sínum á Skarphéðinsgötu í miðborg Reykjavíkur með þeim afleiðingum að hún endaði á hliðinni. Innlent 12.4.2025 14:55 Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Fjórir drengir voru fluttir á Landspítalann í Reykjavík eftir alvarlegt umferðarslys sem varð suður af Hofsósi í gærkvöldi. Um þrjátíu ungmenni voru á vettvangi en tilkynning um slysið barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir tildrög slyssins ekki liggja fyrir að svo stöddu en rannsókn þess stendur yfir. Innlent 12.4.2025 13:13 Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Tæplega þrjátíu ungmenni voru á leið í samkvæmi á Hofsósi í gærkvöldi, þegar einn bíll endaði utanvegar. Fjórir voru í bílnum og voru allir fluttir til aðhlynningar í Reykjavík. Þar af þrír með flugvélum og einn með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 12.4.2025 09:50 Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Fjórir slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Siglufjarðarvegi í gærkvöldi. Bíll lenti utanvegar við Grafará, suður af Hofsós, en allir sem voru í bílnum voru fluttir til Reykjavíkur til aðhlynningar. Innlent 12.4.2025 07:24 Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Lögreglu á Norðurland vestra barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys rétt hjá Hofsósi. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna slyssins. Innlent 11.4.2025 20:57 Hringbraut lokað vegna bílslyss Tveir bílar skullu saman á gatnamótum Flugvallavegar og Hringbrautar á sjöunda tímanum. Tveir voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsli. Innlent 11.4.2025 18:52 Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Spænsk fjölskylda sem lést í þyrluslysi í New York í gærkvöldi lét taka myndir af sér við þyrluna áður en þau fóru í loftið. Myndirnar var hægt að kaupa á 25 dali á vefsíðu þyrlufyrirtæksins í fjóra klukkutíma eftir slysið. Erlent 11.4.2025 08:52 Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. Erlent 10.4.2025 21:00 Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Umferðarteppa myndaðist á Vesturlandsvegi eftir að Hvalfjarðargöngum var lokað vegna bilaðs bíls. Göngin hafa nú verið opnuð aftur. Innlent 7.4.2025 15:05 Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Banaslys sem varð á Reykjanesbraut við Straumsvík í janúar í fyrra orsakaðist af því að ökumaður jepplings missti stjórn á honum og ók yfir á rangan vegarhelming að hluta. Þar lenti jepplingurinn framan á vörubifreið. Ökumaður jepplingsins lést átta dögum eftir slysið. Innlent 3.4.2025 11:37 Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði kveðst sleginn vegna banaslyss sem varð á mánudaginn þegar grjót hrundi niður Steinafjall og á bifreið. Honum finnst fullmikið að segja að Vegagerðin hafi fengið ítrekaðar ábendingar um hættuna þótt hún hafi verið meðvituð um vandann en strax verði ráðist í að skoða hvort ekki sé hægt að ráðast í framkvæmdir við vegarkaflann. Innlent 2.4.2025 12:11 Lést í umferðarslysi við Álfabakka Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík, norðan megin brúarinnar Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi á þriðja tímanum eftir hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 2.4.2025 10:01 „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. Innlent 1.4.2025 19:39 Ekið á gangandi vegfaranda Alvarlegt umferðarslys varð við Reykjanesbraut við brúna milli Nýbýlavegs og Breiðholtsbrautar. Ekið var á gangandi vegfaranda. Innlent 1.4.2025 15:48 Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. Innlent 31.3.2025 15:55 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 46 ›
Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík segist hafa orðið verulega skelkaður þegar hann sá litla flugvél nálgast Suðurlandsveg óðfluga í gærkvöldi. Hann segir flugmanninn hafa verið í góðu skapi og hund hans jafnvel hressari. Innlent 27.5.2025 21:32
Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Flugvélin sem lent var á Suðurlandsvegi í gærkvöldi er sú sama og samband rofnaði við þegar verið var að fljúga henni frá Grænlandi í gær. Landhelgisgæslan lýsti yfir óvissustigi vegna flugvélarinnar eftir að flugmaður hennar hafði ekki samband við flugumferðarstjórn á tilteknum tíma, svaraði ekki kalli og flugvélin sást ekki á ratsjám. Innlent 27.5.2025 12:19
Skipstjórinn svarar fyrir sig Fyrrverandi skipstjóri á Huginn VE55 sem missti akkeri sem olli skemmdum á neysluvatnslögn í Vestmannaeyjum fyrir hálfu öðru ári segir mikil vonbrigði hvernig stjórnendur og eigendur Vinnslustöðvarinnar hafi komið fram eftir atvikið. Útgerðin sverti starfsmenn sína og dragi úr eigin ábyrgð á slysinu. Innlent 26.5.2025 11:59
Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Bíll valt á Reykjanesbraut í átt til Keflavíkur og voru tveir um borð. Þau voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en hvorugur er alvarlega slasaður. Innlent 25.5.2025 18:09
Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur ástæðu þess að akkeri Hugins VE festist í innsiglingu Vestmannaeyjahafnar, með þeim afleiðingum að vatnslögn til Eyja fór í sundur, hafi verið að hvorki hafi verið gengið rétt né nægjanlega vel frá akkerisbúnaði skipsins. Innlent 21.5.2025 16:07
Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Íslenskur ferðamaður í Indónesíu var farþegi í bíl sem lenti í bílslysi sem varð til þess að fimm ára gamall drengur lést. Greint er frá þessu í indónesískum fjölmiðlum. Erlent 18.5.2025 14:46
Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Fimm eru látnir eftir að tvær þyrlur rákust saman og brotlentu skammt frá Eura í suðvesturhluta Finnlands. Þyrlurnar voru báðar á leið til finnska bæjarins Kokemäki til að taka þátt í viðburði flugklúbbs. Erlent 17.5.2025 18:44
Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Bíl var ekið á vegfaranda á hlaupahjóli við gatnamót Miðhúsabrautar og Þórunnarstrætis á Akureyri rétt fyrir klukkan átta í morgun. Innlent 13.5.2025 09:46
Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Flugstjóri og flugmaður tyrkneskrar farþegaþotu sem lenti í alvarlegri ókyrrð yfir Íslandi árið 2023 tókust óafvitandi á um stjórn vélarinnar. Sjö manns um borð slösuðust í ókyrrðinni. Viðbrögð áhafnarinnar var talin orsök atviksins en bæði Veðurstofa Íslands og Isavia fengu tilmæli um umbætur vegna þess. Innlent 9.5.2025 09:37
Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á brúnni fyrir ofan Fífuhvammsveg við Smáralind í Kópavogi. Innlent 6.5.2025 17:36
„Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Kona ók bíl inn í garð nágranna síns og utan í hús hans í Yrsufelli í Reykjavík í morgun. Eigandi hússins var að drekka morgunkaffi þegar hann fann höggið og sá bílinn í garðinum. Konan reyndi síðan að keyra í burtu og gat engar skýringar gefið á árekstrinum. Innlent 6.5.2025 12:17
Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Strætisvagn og jeppabifreið lentu saman á Reykjanesbraut í gær. Tiago Miguel náði myndbandi af atvikinu og birti það á Facebook síðunni íslensk bílamyndbönd. Innlent 25.4.2025 18:38
Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Tveir drengjanna sem slösuðust í alvarlegu bílslysi í grennd við Hofsós á föstudagskvöld eru enn á gjörgæslu. Samfélagið í Skagafirði er harmi slegið vegna málsins að sögn setts skólameistara, en boðað hefur verið til samverustundar í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki á morgun. Innlent 14.4.2025 11:53
Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. Erlent 14.4.2025 09:44
Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar á Suðurlandsvegi við Lómagnúp á ellefta tímanum. Í dag. Annar bíllinn valt á hliðina. Innlent 13.4.2025 11:22
Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Ökumaður var handtekinn um hálf sjö í morgun eftir að hann missti stjórn á bíl sínum á Skarphéðinsgötu í miðborg Reykjavíkur með þeim afleiðingum að hún endaði á hliðinni. Innlent 12.4.2025 14:55
Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Fjórir drengir voru fluttir á Landspítalann í Reykjavík eftir alvarlegt umferðarslys sem varð suður af Hofsósi í gærkvöldi. Um þrjátíu ungmenni voru á vettvangi en tilkynning um slysið barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir tildrög slyssins ekki liggja fyrir að svo stöddu en rannsókn þess stendur yfir. Innlent 12.4.2025 13:13
Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Tæplega þrjátíu ungmenni voru á leið í samkvæmi á Hofsósi í gærkvöldi, þegar einn bíll endaði utanvegar. Fjórir voru í bílnum og voru allir fluttir til aðhlynningar í Reykjavík. Þar af þrír með flugvélum og einn með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 12.4.2025 09:50
Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Fjórir slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Siglufjarðarvegi í gærkvöldi. Bíll lenti utanvegar við Grafará, suður af Hofsós, en allir sem voru í bílnum voru fluttir til Reykjavíkur til aðhlynningar. Innlent 12.4.2025 07:24
Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Lögreglu á Norðurland vestra barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys rétt hjá Hofsósi. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna slyssins. Innlent 11.4.2025 20:57
Hringbraut lokað vegna bílslyss Tveir bílar skullu saman á gatnamótum Flugvallavegar og Hringbrautar á sjöunda tímanum. Tveir voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsli. Innlent 11.4.2025 18:52
Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Spænsk fjölskylda sem lést í þyrluslysi í New York í gærkvöldi lét taka myndir af sér við þyrluna áður en þau fóru í loftið. Myndirnar var hægt að kaupa á 25 dali á vefsíðu þyrlufyrirtæksins í fjóra klukkutíma eftir slysið. Erlent 11.4.2025 08:52
Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. Erlent 10.4.2025 21:00
Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Umferðarteppa myndaðist á Vesturlandsvegi eftir að Hvalfjarðargöngum var lokað vegna bilaðs bíls. Göngin hafa nú verið opnuð aftur. Innlent 7.4.2025 15:05
Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Banaslys sem varð á Reykjanesbraut við Straumsvík í janúar í fyrra orsakaðist af því að ökumaður jepplings missti stjórn á honum og ók yfir á rangan vegarhelming að hluta. Þar lenti jepplingurinn framan á vörubifreið. Ökumaður jepplingsins lést átta dögum eftir slysið. Innlent 3.4.2025 11:37
Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði kveðst sleginn vegna banaslyss sem varð á mánudaginn þegar grjót hrundi niður Steinafjall og á bifreið. Honum finnst fullmikið að segja að Vegagerðin hafi fengið ítrekaðar ábendingar um hættuna þótt hún hafi verið meðvituð um vandann en strax verði ráðist í að skoða hvort ekki sé hægt að ráðast í framkvæmdir við vegarkaflann. Innlent 2.4.2025 12:11
Lést í umferðarslysi við Álfabakka Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík, norðan megin brúarinnar Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi á þriðja tímanum eftir hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 2.4.2025 10:01
„Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. Innlent 1.4.2025 19:39
Ekið á gangandi vegfaranda Alvarlegt umferðarslys varð við Reykjanesbraut við brúna milli Nýbýlavegs og Breiðholtsbrautar. Ekið var á gangandi vegfaranda. Innlent 1.4.2025 15:48
Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. Innlent 31.3.2025 15:55