Enski boltinn

Leikmaður Chelsea fór úr sóttkví án leyfis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mason Mount gat ekki stillt sig um að fara í fótbolta á meðan hann átti að vera í sóttkví.
Mason Mount gat ekki stillt sig um að fara í fótbolta á meðan hann átti að vera í sóttkví. vísir/getty

Mason Mount, leikmaður Chelsea, yfirgaf sóttkví sem hann á að vera í og fær væntanlega væna sekt frá félaginu fyrir uppátækið.

Allir leikmenn Chelsea voru sendir í sóttkví eftir að Callum Hudson-Odoi varð fyrsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni til að greinast með kórónuveiruna.

Mount var hins vegar ekki að stressa sig of mikið á því að fara eftir almennum reglum um fólk sem er í sóttkví.

Hann fór nefnilega út í fótbolta í gær með góðvini sínum, Declan Rice, leikmanni West Ham United. Enskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag.

Mount fær væntanlega háa sekt frá Chelsea og skammir í hattinn fyrir að yfirgefa sóttkvína.

Hinn 21 árs Mount hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með Chelsea í vetur. Hann hefur leikið 41 leik í öllum keppnum á tímabilinu og skorað sex mörk.

Keppni í ensku úrvalsdeildinni var frestað til 3. apríl, hið minnsta, vegna kórónuveirunnar.


Tengdar fréttir

„Sé ekki tímabilið byrja aftur 4. apríl“

Phil Thompson, goðsögn hjá Liverpool, segir að hann sjái ekki ensku úrvalsdeildina byrja aftur 4. apríl en deildin er nú í þriggja vikna hléi vegna kórónuveirunnar.

Vill fella niður bikarkeppnir til að klára deildina

Sparkspekingurinn og fyrrum fótboltamaðurinn Jermaine Jenas vill að bikarkeppnir þessa tímabils verði lagðar niður og í staðinn verði áhersla lögð á að klára allar deildarkeppnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×