Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2020 11:21 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. Þetta er á meðal þess sem liggur að baki mati sóttvarnalæknis og ákvörðun heilbrigðisráðherra um að hafa líkamsræktarstöðvar lokaðar áfram en heimila opnun sundlauga. Sundlaugar voru opnaðar í morgun fyrir helming leyfilegs gestafjölda hverju sinni þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa margir gagnrýnt stefnu stjórnvalda, þ.e. að sundlaugarnar séu opnaðar en líkamsræktarstöðvar ekki, og einhverjir sagst íhuga málsókn vegna þessa. Greinargerð sóttvarnalæknis um þetta var birt á vef heilbrigðisráðuneytisins í dag. Í tilkynningu um greinargerðina segir að kórónuveirusmit tengd líkamsrækt og líkamsræktarstöðvum séu margalt fleiri en smit sem rekja má til sundlauga. Niðurstöður úr rakningargrunni sóttvarnalæknis sýni þetta. Bein smit sem tengjast líkamsrækt eru 36 og fjöldi afleiddra smita vegna þeirra eru 74, líkt og greint var frá í fjölmiðlum í gær. Bein smit frá sundlaugum eru fimm og heildarfjöldi afleiddra smita vegna þeirra eru tuttugu. Um sjö sinnum fleiri hafi því smitast í tengslum við líkamsrækt en í sundi. Þá bendir sóttvarnalæknir á að um 35 ríki Evrópusambandsins flokki líkamsrækt sem hááættustaði og gripu til lokana líkamsræktarstöðva snemma í faraldrinum. Samtök bandarískra smitsjúkdómalækna telji smithættu vegna sunds í almenningslaug í meðallagi en að líkamsræktarstöðvar feli í sér hááhættu. Engar vísbendingar séu heldur um að Covid-19 geti smitast með vatni og þá drepi klórblandað sundlaugarvatn veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að þó að margir sjái óréttlæti í þeim sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi í dag sé mikilvægt að landsmenn allir standi saman. Ef það verði ekki gert gæti komið bakslag í faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Tengdar fréttir „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Segir ákvörðun um að opna ekki heilsuræktarstöðvar „átakanlega aðför að heilsu fólks“ Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri heilsuræktarstöðvarinnar Hress, segir ákvörðun stjórnvalda um að leyfa heilsuræktarstöðvum ekki að opna vera átakanlega aðför að heilsu fólks í landinu. Það hafi gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og heilsu fólks sem glími við streitu og vanlíðan á erfiðum tímum. 9. desember 2020 19:51 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem liggur að baki mati sóttvarnalæknis og ákvörðun heilbrigðisráðherra um að hafa líkamsræktarstöðvar lokaðar áfram en heimila opnun sundlauga. Sundlaugar voru opnaðar í morgun fyrir helming leyfilegs gestafjölda hverju sinni þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa margir gagnrýnt stefnu stjórnvalda, þ.e. að sundlaugarnar séu opnaðar en líkamsræktarstöðvar ekki, og einhverjir sagst íhuga málsókn vegna þessa. Greinargerð sóttvarnalæknis um þetta var birt á vef heilbrigðisráðuneytisins í dag. Í tilkynningu um greinargerðina segir að kórónuveirusmit tengd líkamsrækt og líkamsræktarstöðvum séu margalt fleiri en smit sem rekja má til sundlauga. Niðurstöður úr rakningargrunni sóttvarnalæknis sýni þetta. Bein smit sem tengjast líkamsrækt eru 36 og fjöldi afleiddra smita vegna þeirra eru 74, líkt og greint var frá í fjölmiðlum í gær. Bein smit frá sundlaugum eru fimm og heildarfjöldi afleiddra smita vegna þeirra eru tuttugu. Um sjö sinnum fleiri hafi því smitast í tengslum við líkamsrækt en í sundi. Þá bendir sóttvarnalæknir á að um 35 ríki Evrópusambandsins flokki líkamsrækt sem hááættustaði og gripu til lokana líkamsræktarstöðva snemma í faraldrinum. Samtök bandarískra smitsjúkdómalækna telji smithættu vegna sunds í almenningslaug í meðallagi en að líkamsræktarstöðvar feli í sér hááhættu. Engar vísbendingar séu heldur um að Covid-19 geti smitast með vatni og þá drepi klórblandað sundlaugarvatn veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að þó að margir sjái óréttlæti í þeim sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi í dag sé mikilvægt að landsmenn allir standi saman. Ef það verði ekki gert gæti komið bakslag í faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Tengdar fréttir „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Segir ákvörðun um að opna ekki heilsuræktarstöðvar „átakanlega aðför að heilsu fólks“ Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri heilsuræktarstöðvarinnar Hress, segir ákvörðun stjórnvalda um að leyfa heilsuræktarstöðvum ekki að opna vera átakanlega aðför að heilsu fólks í landinu. Það hafi gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og heilsu fólks sem glími við streitu og vanlíðan á erfiðum tímum. 9. desember 2020 19:51 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira
„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48
Segir ákvörðun um að opna ekki heilsuræktarstöðvar „átakanlega aðför að heilsu fólks“ Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri heilsuræktarstöðvarinnar Hress, segir ákvörðun stjórnvalda um að leyfa heilsuræktarstöðvum ekki að opna vera átakanlega aðför að heilsu fólks í landinu. Það hafi gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og heilsu fólks sem glími við streitu og vanlíðan á erfiðum tímum. 9. desember 2020 19:51