Stefna á sýningu tuga þátta úr söguheimum Star Wars og Marvel Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2020 11:04 Forsvarsmenn Disney kynntu fjárfestum í gær mjög svo metnaðarfulla áætlun varðandi framleiðslu sjónvarpsefnis og kvikmynda á næstu árum. Mikið af því efni tengist tveimur mjög vinsælum söguheimum í eigu Disney, söguheimum Marvel og Star Wars. Þar er um að ræða efni sem sniðið er að öllum aldurshópum. Teiknimyndir fyrir börn og fullorðna, sjónvarpsþættir um ofurhetjur, nýja þætti úr söguheimi Star Wars og kvikmyndir. Allt í allt vinnur fyrirtækið að því að framleiða tíu þætti í söguheimi Star Wars á næstu árum og tíu þætti í söguheimi Marvel. Þar að auki verða einnig gerðar kvikmyndir úr þessum heimum. Mest af þessu efni mun fyrst líta dagsins ljós á Disney +, streymisveitu framleiðslurisans. Það má með sanni segja að „haugur“ af nýju sjónvarpsefni úr söguheimi Star Wars hafi verið opinberaður í gær. Þar á meðal voru tveir þættir sem urðu til vegna Mandalorian þáttanna. Ahsoka, sem munu fjalla um lærisvein Anakin Skywalker og gerast á sama tíma og Mandalorian. Rangers of the New Repbublic, sem á líka að gerast á sama tíma og Mandalorian. Sömuleiðis er verið að vinna sjónvarpsseríu um hinn víðfræga Lando Calrissian. Teiknimyndaþættirnir The Bad Batch voru einnig kynntir í gær. Þá voru þættirnir Andor, sem fjalla munu um Cassian Andor persónu Diego Luna í kvikmyndinni Rogue One, og þátttöku hans í uppreisninni gegn Keisaraveldinu. Disney kynnti einnig kvikmyndina Rogue Squadron en henni verður leikstýrt af Patty Jenkins og á hún að koma út árið 2023. pic.twitter.com/e3N00xCr5i— Patty Jenkins (@PattyJenks) December 10, 2020 Einnig var opinberað að í væntanlegu þáttunum um Obi-Wan Kenobi, þar sem Ewan McGregor snýr aftur sem Jedi-riddarinn frægi, mun Hayden Christensen einnig snúa aftur sem Sith-lávarðurinn frægari, Svarthöfði. Hayden Christensen returns as Darth Vader, joining Ewan McGregor in OBI-WAN KENOBI. The Original Series begins 10 years after the dramatic events of Revenge of the Sith, and is coming to #DisneyPlus. pic.twitter.com/9WR2npRUkk— Star Wars (@starwars) December 10, 2020 Þegar kemur að Marvel vinnur Disney einnig að framleiðslu tíu sjónvarpsþátta sem sýna á á Disney + og voru margir þeirra kynntir til leiks. Þar á meðal er Secret Invasion með Samuel L. Jackson og Ben Mendelsohn, Ironheart með Dominique Thorne og Armor Wars með Don Cheadle. Þá var sýnd stikla að teiknimyndaþáttum þar sem farið verður yfir mögulegar aðrar tímalínur. Til dæmis það ef Peggy Carter hefði verði gerð að ofurhermanni en ekki Steve Rogers. Einnig var opinberað að gera á nýja kvikmynd um Fantastic Four og nýja kvimynd um Ant-Man. Kevin Feige, sem stýrir söguheimi Marvel, sýndi einnig þrjár stiklur fyrir þáttaseríur. Eina fyrir þættina Falcon and the Winter Soldier, aðra fyrir þættina um Loka og þá þriðju um WandaVision, sem fjalla munu um Wöndu Maximoff og Vision. Disney Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Þar er um að ræða efni sem sniðið er að öllum aldurshópum. Teiknimyndir fyrir börn og fullorðna, sjónvarpsþættir um ofurhetjur, nýja þætti úr söguheimi Star Wars og kvikmyndir. Allt í allt vinnur fyrirtækið að því að framleiða tíu þætti í söguheimi Star Wars á næstu árum og tíu þætti í söguheimi Marvel. Þar að auki verða einnig gerðar kvikmyndir úr þessum heimum. Mest af þessu efni mun fyrst líta dagsins ljós á Disney +, streymisveitu framleiðslurisans. Það má með sanni segja að „haugur“ af nýju sjónvarpsefni úr söguheimi Star Wars hafi verið opinberaður í gær. Þar á meðal voru tveir þættir sem urðu til vegna Mandalorian þáttanna. Ahsoka, sem munu fjalla um lærisvein Anakin Skywalker og gerast á sama tíma og Mandalorian. Rangers of the New Repbublic, sem á líka að gerast á sama tíma og Mandalorian. Sömuleiðis er verið að vinna sjónvarpsseríu um hinn víðfræga Lando Calrissian. Teiknimyndaþættirnir The Bad Batch voru einnig kynntir í gær. Þá voru þættirnir Andor, sem fjalla munu um Cassian Andor persónu Diego Luna í kvikmyndinni Rogue One, og þátttöku hans í uppreisninni gegn Keisaraveldinu. Disney kynnti einnig kvikmyndina Rogue Squadron en henni verður leikstýrt af Patty Jenkins og á hún að koma út árið 2023. pic.twitter.com/e3N00xCr5i— Patty Jenkins (@PattyJenks) December 10, 2020 Einnig var opinberað að í væntanlegu þáttunum um Obi-Wan Kenobi, þar sem Ewan McGregor snýr aftur sem Jedi-riddarinn frægi, mun Hayden Christensen einnig snúa aftur sem Sith-lávarðurinn frægari, Svarthöfði. Hayden Christensen returns as Darth Vader, joining Ewan McGregor in OBI-WAN KENOBI. The Original Series begins 10 years after the dramatic events of Revenge of the Sith, and is coming to #DisneyPlus. pic.twitter.com/9WR2npRUkk— Star Wars (@starwars) December 10, 2020 Þegar kemur að Marvel vinnur Disney einnig að framleiðslu tíu sjónvarpsþátta sem sýna á á Disney + og voru margir þeirra kynntir til leiks. Þar á meðal er Secret Invasion með Samuel L. Jackson og Ben Mendelsohn, Ironheart með Dominique Thorne og Armor Wars með Don Cheadle. Þá var sýnd stikla að teiknimyndaþáttum þar sem farið verður yfir mögulegar aðrar tímalínur. Til dæmis það ef Peggy Carter hefði verði gerð að ofurhermanni en ekki Steve Rogers. Einnig var opinberað að gera á nýja kvikmynd um Fantastic Four og nýja kvimynd um Ant-Man. Kevin Feige, sem stýrir söguheimi Marvel, sýndi einnig þrjár stiklur fyrir þáttaseríur. Eina fyrir þættina Falcon and the Winter Soldier, aðra fyrir þættina um Loka og þá þriðju um WandaVision, sem fjalla munu um Wöndu Maximoff og Vision.
Disney Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira