Man United stefnir á að bæta við sig varnarmönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 14:01 Þessir þrír eru orðaðir við Man Utd. Domenech Castello/Mike Hewitt/Jan Woitas Fréttir erlendis herma að enska knattspyrnuliðið Manchester United sé á höttunum á eftir miðverði. Eru þrír á óskalista félagsins að svo stöddu. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að nýr miðvörður sé það púsl sem liðinu helst vanti. Talið er að Norðmaðurinn vilji helst fá nýjan miðvörð er félagaskiptaglugginn opnar í janúar en það verður að teljast ólíklegt að einhver af þeim þremur leikmönnum sem eru nefndir á vef BBC, og víðar, verði lausir þá. Manchester United are being linked with three central defenders on today's back pages https://t.co/XLbziz22NT #mufc pic.twitter.com/l49sRZ6A8C— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2020 Um er að ræða þá Ben White sem leikur með Brighton & Hove Albion, og var á láni hjá Leeds United á síðustu leiktíð. Dayot Upamecano, leikmaður RB Leipzig sem sló Man Utd út úr Meistaradeildinni í liðinni viku. Sá þriðji er svo Raphaël Varane, leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins. Allir eru nokkuð ungir að aldri miðað við miðverði. White er 22 ára, Upamecano er 23 ára og Varane er 27 ára. Sá síðastnefndi hefur lengi vel verið talinn einn af betri miðvörðum heims en hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, líkt og allt lið Real Madrid. Þjálfarinn virðist ekki hafa trú á nema tveimur af þeim fimm miðvörðum sem nú þegar eru á launaskrá félagsins. Harry Maguire og Victor Lindelöf eru þeir miðverðir sem Ole treystir hvað best þessa dagana. Þá á Luke Shaw það til að vera með þeim í miðri vörn Man United er liðið stillir upp með þrjá miðverði með misgóðum árangri. Ásamt þessum þremur þá eru þeir Axel Tuanzebe, Eric Bailly og Phil Jones allir miðverðir að upplagi. Tveir síðarnefndu hafa þó átt við mikil meiðsli að stríða og eyða meiri tíma hjá sjúkraþjálfaranum en úti á æfingavellinum. Þá hefur Argentínumaðurinn Marcos Rojo einnig leikið reglulega í miðverði en hann á ekki upp á pallborðið hjá Ole þessa dagana. Miðjumennirnir Nemanja Matic og Scott McTominay hafa einnig oftar en ekki leikið í miðverði. Til að mynda er McTominay eingöngu nýttur þar í skoska landsliðinu. Ole Gunnar Solskjær er talinn vilja nýjan miðvörð til að bæta varnarleik Manchester United.Oli Scarff/Getty Images Ef Ole fær vilja sínum framgengt og nýr miðvörður verður keyptur þá hefur hann keypt heila fjögurra manna varnarlínu síðan hann tók við liðinu í desember 2018. Hægri bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka kom frá Crystal Palace, Harry Maguire kom frá Leicester City og nú síðast kom vinstri bakvörðurinn Alex Telles frá Porto. Stóra spurningin er hins hvort nýr varnarmaður sé svarið eða einfaldlega annað upplegg í varnarleik en Ole gerði sínum mönnum engan greiða með uppstillingunni gegn Leipzig í vikunni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að nýr miðvörður sé það púsl sem liðinu helst vanti. Talið er að Norðmaðurinn vilji helst fá nýjan miðvörð er félagaskiptaglugginn opnar í janúar en það verður að teljast ólíklegt að einhver af þeim þremur leikmönnum sem eru nefndir á vef BBC, og víðar, verði lausir þá. Manchester United are being linked with three central defenders on today's back pages https://t.co/XLbziz22NT #mufc pic.twitter.com/l49sRZ6A8C— BBC Sport (@BBCSport) December 11, 2020 Um er að ræða þá Ben White sem leikur með Brighton & Hove Albion, og var á láni hjá Leeds United á síðustu leiktíð. Dayot Upamecano, leikmaður RB Leipzig sem sló Man Utd út úr Meistaradeildinni í liðinni viku. Sá þriðji er svo Raphaël Varane, leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins. Allir eru nokkuð ungir að aldri miðað við miðverði. White er 22 ára, Upamecano er 23 ára og Varane er 27 ára. Sá síðastnefndi hefur lengi vel verið talinn einn af betri miðvörðum heims en hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, líkt og allt lið Real Madrid. Þjálfarinn virðist ekki hafa trú á nema tveimur af þeim fimm miðvörðum sem nú þegar eru á launaskrá félagsins. Harry Maguire og Victor Lindelöf eru þeir miðverðir sem Ole treystir hvað best þessa dagana. Þá á Luke Shaw það til að vera með þeim í miðri vörn Man United er liðið stillir upp með þrjá miðverði með misgóðum árangri. Ásamt þessum þremur þá eru þeir Axel Tuanzebe, Eric Bailly og Phil Jones allir miðverðir að upplagi. Tveir síðarnefndu hafa þó átt við mikil meiðsli að stríða og eyða meiri tíma hjá sjúkraþjálfaranum en úti á æfingavellinum. Þá hefur Argentínumaðurinn Marcos Rojo einnig leikið reglulega í miðverði en hann á ekki upp á pallborðið hjá Ole þessa dagana. Miðjumennirnir Nemanja Matic og Scott McTominay hafa einnig oftar en ekki leikið í miðverði. Til að mynda er McTominay eingöngu nýttur þar í skoska landsliðinu. Ole Gunnar Solskjær er talinn vilja nýjan miðvörð til að bæta varnarleik Manchester United.Oli Scarff/Getty Images Ef Ole fær vilja sínum framgengt og nýr miðvörður verður keyptur þá hefur hann keypt heila fjögurra manna varnarlínu síðan hann tók við liðinu í desember 2018. Hægri bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka kom frá Crystal Palace, Harry Maguire kom frá Leicester City og nú síðast kom vinstri bakvörðurinn Alex Telles frá Porto. Stóra spurningin er hins hvort nýr varnarmaður sé svarið eða einfaldlega annað upplegg í varnarleik en Ole gerði sínum mönnum engan greiða með uppstillingunni gegn Leipzig í vikunni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira