„Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2020 09:00 Reiknað er með að uppbyggingin verði hér, á þessum bílastæðum. Vísir/Friðrik Þór Bæjarfulltrúar á Akureyri skulda íbúum bæjarins það að uppbygging hefjist í miðbæ bæjarins að sögn formanns hópsins sem leiddi vinnu við nýtt miðbæjarskipulag Breyta á gildandi skipulagi frá árinu 2014 og byggja um tuttugu þúsund fermetra af nýju húsnæði í miðbænum á svæði sem nú er bílastæði. „Helstu breytingarnar eru fólgnar í því að Glerárgatan verður ekki gerð 1+1, það verðir ein gönguþverun yfir hana en ekki þrjár. Það verða bílastæðakjallarar undir þessu rými sem við stöndum hérna núna og það verður hjólastígur í Skipagötunni. Ætli þetta séu ekki helstu breytingarnar auk þess sem að hæðirnar hækka hér á þessum reit, meðal annars til að tryggja byggingamagn, segir Hilda Jana Gísladóttir“ sem leiddi þverpólitískan stýrihóp sem var falið að skila vinna tillöguna. Þriðja tillagan frá árinu 2005 Um er að ræða þriðju tillögunni að uppbyggingu miðbæjarins frá árinu 2005 án þess að mikið hafi verið framkvæmt. Gildandi skipulag er sem fyrr segir frá árinu 2014 og standa vonir til þess að með hinum nýju tillögum verði hægt að fara í framkvæmdir. „Þetta er náttúrulega búið að vera algjör hringavitleysa í rauninni þetta mál í þessum bæ frá því að ég næstum man eftir mér þegar ég flutti hingað og búið að takast á um þetta í áratugi. Mér finnst að á einhverjum tímapunkti þarf að segja nóg af skýrslum og nefndum og blaðri og förum bara að taka ákvarðanir að byggja hérna upp. Það er það sem að vinnan snerist um hjá okkur,“ segir Hilda Jana. Ekki sammála um allt en sammála um að nú þurfi eitthvað að gerast Ragnar Sverrison, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, og einn helsti forvígismaður þeirrar vinnu sem fór fram árið 2004 og 2005 í tengslum við skipulag miðbæjarins gagnrýndi tillögurnar í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir helgi, sagði þær afrakstur þess að allir í bæjarstjórninni yrðu að vera sammála. Hilda Jana segir þó að það sé ekki þannig að allir í bæjarstjórninni séu sammála um tillögurnar eins og þær liggja fyrir núna. Yfirlitsmynd af umræddri skipulagstillögu.Kollgáta „Þetta er búið að vera þrælerfitt. Það eru margir ósáttir við ýmislegt þarna og ég geri ráð fyrir að einhverjir greiði atkvæði á móti eða bóki um tiltekin mál þessa skipulags,“ segir Hilda Jana. Þau séu þó sammála um það að nú þurfi uppbygging að hefjast. „Stóra málið er að við erum þó öll sammála í bæjarstjórn um það að við verðum að leysa þetta mál. Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna.“ Vonast til þess að auglýsa á næsta ári Hefðbundið skipulagsferli fer nú í gang en vonir standa til að það taki fljótt af. „Markmiðið er að vinnan geti hafist hér hið allra fyrsta og að fyrsti reiturinn geti farið hér í auglýsingu strax á næsta ári.“ Sjá má tillögurnar sjálfar í klippunni hér að neðan auk þess sem á vef Akureyrarbæjar má nálgast margvíslegar upplýsingar um tillögurnar. Akureyri Sveitarstjórnarmál Skipulag Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Breyta á gildandi skipulagi frá árinu 2014 og byggja um tuttugu þúsund fermetra af nýju húsnæði í miðbænum á svæði sem nú er bílastæði. „Helstu breytingarnar eru fólgnar í því að Glerárgatan verður ekki gerð 1+1, það verðir ein gönguþverun yfir hana en ekki þrjár. Það verða bílastæðakjallarar undir þessu rými sem við stöndum hérna núna og það verður hjólastígur í Skipagötunni. Ætli þetta séu ekki helstu breytingarnar auk þess sem að hæðirnar hækka hér á þessum reit, meðal annars til að tryggja byggingamagn, segir Hilda Jana Gísladóttir“ sem leiddi þverpólitískan stýrihóp sem var falið að skila vinna tillöguna. Þriðja tillagan frá árinu 2005 Um er að ræða þriðju tillögunni að uppbyggingu miðbæjarins frá árinu 2005 án þess að mikið hafi verið framkvæmt. Gildandi skipulag er sem fyrr segir frá árinu 2014 og standa vonir til þess að með hinum nýju tillögum verði hægt að fara í framkvæmdir. „Þetta er náttúrulega búið að vera algjör hringavitleysa í rauninni þetta mál í þessum bæ frá því að ég næstum man eftir mér þegar ég flutti hingað og búið að takast á um þetta í áratugi. Mér finnst að á einhverjum tímapunkti þarf að segja nóg af skýrslum og nefndum og blaðri og förum bara að taka ákvarðanir að byggja hérna upp. Það er það sem að vinnan snerist um hjá okkur,“ segir Hilda Jana. Ekki sammála um allt en sammála um að nú þurfi eitthvað að gerast Ragnar Sverrison, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, og einn helsti forvígismaður þeirrar vinnu sem fór fram árið 2004 og 2005 í tengslum við skipulag miðbæjarins gagnrýndi tillögurnar í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir helgi, sagði þær afrakstur þess að allir í bæjarstjórninni yrðu að vera sammála. Hilda Jana segir þó að það sé ekki þannig að allir í bæjarstjórninni séu sammála um tillögurnar eins og þær liggja fyrir núna. Yfirlitsmynd af umræddri skipulagstillögu.Kollgáta „Þetta er búið að vera þrælerfitt. Það eru margir ósáttir við ýmislegt þarna og ég geri ráð fyrir að einhverjir greiði atkvæði á móti eða bóki um tiltekin mál þessa skipulags,“ segir Hilda Jana. Þau séu þó sammála um það að nú þurfi uppbygging að hefjast. „Stóra málið er að við erum þó öll sammála í bæjarstjórn um það að við verðum að leysa þetta mál. Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna.“ Vonast til þess að auglýsa á næsta ári Hefðbundið skipulagsferli fer nú í gang en vonir standa til að það taki fljótt af. „Markmiðið er að vinnan geti hafist hér hið allra fyrsta og að fyrsti reiturinn geti farið hér í auglýsingu strax á næsta ári.“ Sjá má tillögurnar sjálfar í klippunni hér að neðan auk þess sem á vef Akureyrarbæjar má nálgast margvíslegar upplýsingar um tillögurnar.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Skipulag Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent