Vel brýndir hnífar skipta öllu máli í eldhúsinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. desember 2020 20:26 Leðurbelti er notað í lokaferli brýningarinnar hjá Árna Bergþóri í Þorlákshöfn. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hnífur er ekki sama og hnífur“, segir hnífabrýnslumaður í Þorlákshöfn, sem leggur áherslu á vel brýnda hnífa því hnífar, sem bíti illa séu miklu hættulegri en vel brýndir hnífar. Leðurbelti spilar stórt hlutverki við brýningu hnífa. Árni Bergþór Hafdal Bjarnason, sem er frá Eskifirði og Guðný Sif Jóhannsdóttir, sem er frá Reykjavík búa í Þorlákshöfn með átta mánaða dóttur sína, Mædísi Dúu og tíkina Týru. Árni, sem er matreiðslumeistari er með brýningarþjónustu í Þorlákshöfn þar sem hann hefur nóg að gera við að brýna hnífa bæjarbúa og annarra, sem þurfa að láta brýna fyrir sig. Hnífarnir eru brýndir í sértilgerðri belta slípivél og Árni er líka góður í að stála. Árni Bergþór, Guðný Sif og Mædís Dúa, sem eru mjög ánægð með að búa í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það þarf alltaf að taka mark á hvaða hníf maður er með. Hvernig gráðan á hnífnum liggur, er þetta hart stál eða mjúkt stál. Hnífur er alls ekki saman og hnífur, það er himin og hafa á milli ódýrra hnífa, sem þú kaupir út í Ikea og þessu flotta hnífa, sem þú kaupir hjá fagaðilum,“ segir Árni. Árni segir það skipta öllu máli að eiga góða hnífa í eldhúsinu. „Já, það er ekki bara upp á það að hnífurinn geti skorið hluti heldur er það líka upp á það að geta stjórnað hvert hnífurinn fer. Þá eru mun minni líkur á því að þú skerir þig. Aftur á móti ef þú ert með óbeitan hníf og ert að skera, þá er svo auðvelt fyrir hann að skauta af því sem þú ert að gera og þá getur þú lent í puttanum á þér. Aftur á móti ef þú skerð þig á flugbeittum hníf þá er það verra.“ Árni segir það ákveðin nördaskap að spá svona mikið í hnífa og brýningu þeirra en hann þreytist aldrei að brýna það fyrir fólki að vel brýndur hnífur skipti öllu máli þegar matreiðsla er annars vegar. Leðurbeltið hans Árna hefur mikilvægu hlutverki að gegna við loka vinnslu brýningar. „Já, því þar ertu að klára að slípa hnífinn, beltið er gríðarlega fínn slípimassi,“ segir Árni Hnífar og stál á heimili Árna og Guðnýjar í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Árni Bergþór Hafdal Bjarnason, sem er frá Eskifirði og Guðný Sif Jóhannsdóttir, sem er frá Reykjavík búa í Þorlákshöfn með átta mánaða dóttur sína, Mædísi Dúu og tíkina Týru. Árni, sem er matreiðslumeistari er með brýningarþjónustu í Þorlákshöfn þar sem hann hefur nóg að gera við að brýna hnífa bæjarbúa og annarra, sem þurfa að láta brýna fyrir sig. Hnífarnir eru brýndir í sértilgerðri belta slípivél og Árni er líka góður í að stála. Árni Bergþór, Guðný Sif og Mædís Dúa, sem eru mjög ánægð með að búa í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það þarf alltaf að taka mark á hvaða hníf maður er með. Hvernig gráðan á hnífnum liggur, er þetta hart stál eða mjúkt stál. Hnífur er alls ekki saman og hnífur, það er himin og hafa á milli ódýrra hnífa, sem þú kaupir út í Ikea og þessu flotta hnífa, sem þú kaupir hjá fagaðilum,“ segir Árni. Árni segir það skipta öllu máli að eiga góða hnífa í eldhúsinu. „Já, það er ekki bara upp á það að hnífurinn geti skorið hluti heldur er það líka upp á það að geta stjórnað hvert hnífurinn fer. Þá eru mun minni líkur á því að þú skerir þig. Aftur á móti ef þú ert með óbeitan hníf og ert að skera, þá er svo auðvelt fyrir hann að skauta af því sem þú ert að gera og þá getur þú lent í puttanum á þér. Aftur á móti ef þú skerð þig á flugbeittum hníf þá er það verra.“ Árni segir það ákveðin nördaskap að spá svona mikið í hnífa og brýningu þeirra en hann þreytist aldrei að brýna það fyrir fólki að vel brýndur hnífur skipti öllu máli þegar matreiðsla er annars vegar. Leðurbeltið hans Árna hefur mikilvægu hlutverki að gegna við loka vinnslu brýningar. „Já, því þar ertu að klára að slípa hnífinn, beltið er gríðarlega fínn slípimassi,“ segir Árni Hnífar og stál á heimili Árna og Guðnýjar í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira