Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. desember 2020 21:48 Hundruð nemenda er saknað eftir árásina. Getty/Olukayode Jaiyeola Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. Árásarnmennirnir réðust á Government Science menntaskólann, en í heimavist skólans búa meira en átta hundruð nemendu. Skólinn er í Katsina héraði í Nígeríu og var árásin gerð í gærkvöldi, föstudagskvöld. Herinn greindi frá því í dag að búið væri að staðsetja vígamennina í skógi nálægt skólanum og að til skotbardaga hafi komið milli hersins og árásarmannanna. Ekki er vitað hvernig bardaginn fór en engar fregnir hafa borist um að nemendur hafi særst í bardaganum. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, fordæmdi árásina og skipaði skólayfirvöldum að rannsaka lista yfir nemendur ítarlega til þess að komast til botns í því hve margra sé saknað. Þá hafa foreldrar sem sóttu börnin sín í skólann í gær verið beðin um að láta yfirvöld vita. Íbúar sem búa í nágrenni við skólann sögðu í samtali við breska ríkisútvarpið að þeir hafi heyrt skothvelli um klukkan 23 að staðartíma á föstudag. Árásin hafi staðið yfir í meira en klukkutíma. Skólalögreglunni tókst að halda aftur af einhverjum árásarmannanna áður en lögreglulið mætti á staðinn. Lögregluyfirvöld í Katsina greindu frá því í dag að á meðan til átaka kom milli lögreglu og árásarmannanna hafi lögreglu tekist að neyða einhverja þeirra til að flýja. Á meðan hafi einhverjum nemendanna tekist að klifra yfir girðingu sem umlykur skólann og komist í öruggt skjól. Til að byrja með var talið að 200 fleiri nemendur væru horfnir en raunin er. Það voru nemendur sem tókst að flýja en þeir sneru aftur. Ekki er vitað hve marga nemendur árásarmennirnir tóku með sér en einhver vitni sáu þá nema nemendur á brott. Nígería Tengdar fréttir Ríkisstjórinn í Lagos segir engan hafa látist Nígeríski herinn er sagður hafa myrt allt að tólf mótmælendur í borginni Lagos í gærkvöldi. Ríkisstjórinn í Lagos sagði þetta alrangt í morgun. 21. október 2020 12:01 Fjölmargir mótmælendur skotnir til bana í stærstu borg Nígeríu Fjölmargir mótmælendur voru skotnir til bana af lögreglu í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í gærkvöldi. 21. október 2020 07:18 Kamerún vanræktasta neyðarsvæðið í veröldinni Níu af tíu vanræktustu neyðarsvæðum veraldar eru í Afríku. Átakasvæðin sem fá minnstan stuðning eru í Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Burkina Faso. 10. júní 2020 12:10 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Árásarnmennirnir réðust á Government Science menntaskólann, en í heimavist skólans búa meira en átta hundruð nemendu. Skólinn er í Katsina héraði í Nígeríu og var árásin gerð í gærkvöldi, föstudagskvöld. Herinn greindi frá því í dag að búið væri að staðsetja vígamennina í skógi nálægt skólanum og að til skotbardaga hafi komið milli hersins og árásarmannanna. Ekki er vitað hvernig bardaginn fór en engar fregnir hafa borist um að nemendur hafi særst í bardaganum. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, fordæmdi árásina og skipaði skólayfirvöldum að rannsaka lista yfir nemendur ítarlega til þess að komast til botns í því hve margra sé saknað. Þá hafa foreldrar sem sóttu börnin sín í skólann í gær verið beðin um að láta yfirvöld vita. Íbúar sem búa í nágrenni við skólann sögðu í samtali við breska ríkisútvarpið að þeir hafi heyrt skothvelli um klukkan 23 að staðartíma á föstudag. Árásin hafi staðið yfir í meira en klukkutíma. Skólalögreglunni tókst að halda aftur af einhverjum árásarmannanna áður en lögreglulið mætti á staðinn. Lögregluyfirvöld í Katsina greindu frá því í dag að á meðan til átaka kom milli lögreglu og árásarmannanna hafi lögreglu tekist að neyða einhverja þeirra til að flýja. Á meðan hafi einhverjum nemendanna tekist að klifra yfir girðingu sem umlykur skólann og komist í öruggt skjól. Til að byrja með var talið að 200 fleiri nemendur væru horfnir en raunin er. Það voru nemendur sem tókst að flýja en þeir sneru aftur. Ekki er vitað hve marga nemendur árásarmennirnir tóku með sér en einhver vitni sáu þá nema nemendur á brott.
Nígería Tengdar fréttir Ríkisstjórinn í Lagos segir engan hafa látist Nígeríski herinn er sagður hafa myrt allt að tólf mótmælendur í borginni Lagos í gærkvöldi. Ríkisstjórinn í Lagos sagði þetta alrangt í morgun. 21. október 2020 12:01 Fjölmargir mótmælendur skotnir til bana í stærstu borg Nígeríu Fjölmargir mótmælendur voru skotnir til bana af lögreglu í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í gærkvöldi. 21. október 2020 07:18 Kamerún vanræktasta neyðarsvæðið í veröldinni Níu af tíu vanræktustu neyðarsvæðum veraldar eru í Afríku. Átakasvæðin sem fá minnstan stuðning eru í Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Burkina Faso. 10. júní 2020 12:10 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Ríkisstjórinn í Lagos segir engan hafa látist Nígeríski herinn er sagður hafa myrt allt að tólf mótmælendur í borginni Lagos í gærkvöldi. Ríkisstjórinn í Lagos sagði þetta alrangt í morgun. 21. október 2020 12:01
Fjölmargir mótmælendur skotnir til bana í stærstu borg Nígeríu Fjölmargir mótmælendur voru skotnir til bana af lögreglu í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í gærkvöldi. 21. október 2020 07:18
Kamerún vanræktasta neyðarsvæðið í veröldinni Níu af tíu vanræktustu neyðarsvæðum veraldar eru í Afríku. Átakasvæðin sem fá minnstan stuðning eru í Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Burkina Faso. 10. júní 2020 12:10