Hitablásnir hittarar og naglalakkaðar neglur Ritstjórn Albumm skrifar 14. desember 2020 13:00 Tríóið hist og skipa Magnús Tryggvason Eliassen, Eiríkur Orri Ólafsson og Róbert Sturla Reynisson. Það var í dúndrandi júníhita í innsveitum Suðurlands sem tríóið hist og tók upp sína aðra plötu, Hits of. Platan er nú tilbúin til útgáfu og inniheldur slagþunga slagara, hitablásna hittara og naglalakkaðar neglur í við fyrri plötu tríósins, Days of Tundra. Hún hlaut góðar viðtökur og var meðal annars tilnefnd til þriggja verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum 2019, Kraumsverðlaunanna og sem spuni ársins hjá Morgunblaðinu. Nýja platan kom út 12. desember á vegum Reykjavík Record Shop og inniheldur tónsmíðar eftir meðlimi tríósins. Upptökustjórn annaðist sem áður Albert Finnbogason, mastering var í höndum Ívars Ragnarssonar og umslag var hannað af Páli Ivani frá Eiðum. Útgáfutónleikar verða svo haldnir þegar aðstæður leyfa. hits of by hist og Tríóið hist og var stofnað í lok árs 2017 fyrir tónlistarhátíðina Norður og niður sem haldin var af meðlimum Sigur Rósar. Tríóið skipa Eiríkur Orri Ólafsson, sem leikur á trompet, tölvu og hljómborð, Róbert Sturla Reynisson á gítar, bassa og hljómborð og Magnús Tryggvason Eliassen á trommur og því tengt. Meðlimir hist og hafa starfað saman um árabil í ýmsum hljómsveitum, svo sem múm, amiinu og Sin Fang. Sitt í hvoru lagi hafa þeir auk þess starfað með hljómsveitum á borð við Sigur Rós, Kiru Kiru, Benna Hemm Hemm og Seabear, ásamt ótal samstarfsverkefna á sviði djasstónlistar með ADHD, Hilmari Jenssyni, Skúla Sverrissyni og Mógil. Þeir beina nú stækkunarglerinu að sameiginlegum snertifleti sínum. Tónlistin er innhverf, úthverf og slagþung blanda af djass, raf-, og spunatónlist sem kemur víða við. Hægt er að fylgjast nánar með hist og á Facebook og Instagram. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið
Platan er nú tilbúin til útgáfu og inniheldur slagþunga slagara, hitablásna hittara og naglalakkaðar neglur í við fyrri plötu tríósins, Days of Tundra. Hún hlaut góðar viðtökur og var meðal annars tilnefnd til þriggja verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum 2019, Kraumsverðlaunanna og sem spuni ársins hjá Morgunblaðinu. Nýja platan kom út 12. desember á vegum Reykjavík Record Shop og inniheldur tónsmíðar eftir meðlimi tríósins. Upptökustjórn annaðist sem áður Albert Finnbogason, mastering var í höndum Ívars Ragnarssonar og umslag var hannað af Páli Ivani frá Eiðum. Útgáfutónleikar verða svo haldnir þegar aðstæður leyfa. hits of by hist og Tríóið hist og var stofnað í lok árs 2017 fyrir tónlistarhátíðina Norður og niður sem haldin var af meðlimum Sigur Rósar. Tríóið skipa Eiríkur Orri Ólafsson, sem leikur á trompet, tölvu og hljómborð, Róbert Sturla Reynisson á gítar, bassa og hljómborð og Magnús Tryggvason Eliassen á trommur og því tengt. Meðlimir hist og hafa starfað saman um árabil í ýmsum hljómsveitum, svo sem múm, amiinu og Sin Fang. Sitt í hvoru lagi hafa þeir auk þess starfað með hljómsveitum á borð við Sigur Rós, Kiru Kiru, Benna Hemm Hemm og Seabear, ásamt ótal samstarfsverkefna á sviði djasstónlistar með ADHD, Hilmari Jenssyni, Skúla Sverrissyni og Mógil. Þeir beina nú stækkunarglerinu að sameiginlegum snertifleti sínum. Tónlistin er innhverf, úthverf og slagþung blanda af djass, raf-, og spunatónlist sem kemur víða við. Hægt er að fylgjast nánar með hist og á Facebook og Instagram. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið