Sundlaugagestir hlusti ekki eða „eru með derring“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2020 18:52 Sundlaugastarfsmenn hafa verið í miklum vandræðum við að fylgja eftir fjöldatakmörkunum í heitum pottum. Vísir/Vilhelm Nokkur hópamyndun hefur verið í sundlaugum, þó svo að þær nýti aðeins 50 prósent hámarksgetu sinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 mátti til dæmis sjá að mun fleiri voru í heitum pottum Vesturbæjarlaugar en mega vera. Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir að starfsmenn hafi átt fullt í fangi með að reyna að koma í veg fyrir slík brot. „Starfsmenn hafa verið að biðja fólk að virða tilmæli um fjöldatakmarkanir og hversu margir eru skráðir á hvern pott og hversu margir mega vera en annað hvort hlustar fólk ekki eða er með derring,“ segir Anna Kristín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að engar raðir hafi myndast fyrir utan laugina frá því að hún hafi verið opnuð á fimmtudaginn síðastliðinn en þá höfðu sundlaugar verið lokaðar frá 7. október. „Við erum í raun ekki að nýta þessi 50 prósent sem við megum vera með. Engu að síður er einhver vegin troðningur í pottum og það var nú bara núna í vikunni sem Sundhöllin þurfti að minnka við sig og mega ekki lengur taka á móti 50 prósent nýtingu þar sem var í raun troðningur í pottum.“ Hátíðirnar sem eru við það að skella á eru mikill sundtími og segir Anna að brugðist verði með því með lengri opnunartíma. „Venjulega hefur verið opið frá átt til eitt á aðfangadag og gamlársdag og það eru miklir sunddagar. Við höfum ákveðið að opna fyrr þá daga, við opnum klukkan 6:30 þá daga. Eins verða í fyrsta skipti núna allar sundlaugar opnar annan í jólum og á nýársdag en venjan hefur veri að hafa bara nokkrar opnar á þeim dögum,“ segir Anna Kristín. Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. 11. desember 2020 07:51 Mikil aðsókn í sund og snjalllausnir í kortunum Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins. 10. desember 2020 18:08 Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir að starfsmenn hafi átt fullt í fangi með að reyna að koma í veg fyrir slík brot. „Starfsmenn hafa verið að biðja fólk að virða tilmæli um fjöldatakmarkanir og hversu margir eru skráðir á hvern pott og hversu margir mega vera en annað hvort hlustar fólk ekki eða er með derring,“ segir Anna Kristín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að engar raðir hafi myndast fyrir utan laugina frá því að hún hafi verið opnuð á fimmtudaginn síðastliðinn en þá höfðu sundlaugar verið lokaðar frá 7. október. „Við erum í raun ekki að nýta þessi 50 prósent sem við megum vera með. Engu að síður er einhver vegin troðningur í pottum og það var nú bara núna í vikunni sem Sundhöllin þurfti að minnka við sig og mega ekki lengur taka á móti 50 prósent nýtingu þar sem var í raun troðningur í pottum.“ Hátíðirnar sem eru við það að skella á eru mikill sundtími og segir Anna að brugðist verði með því með lengri opnunartíma. „Venjulega hefur verið opið frá átt til eitt á aðfangadag og gamlársdag og það eru miklir sunddagar. Við höfum ákveðið að opna fyrr þá daga, við opnum klukkan 6:30 þá daga. Eins verða í fyrsta skipti núna allar sundlaugar opnar annan í jólum og á nýársdag en venjan hefur veri að hafa bara nokkrar opnar á þeim dögum,“ segir Anna Kristín.
Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. 11. desember 2020 07:51 Mikil aðsókn í sund og snjalllausnir í kortunum Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins. 10. desember 2020 18:08 Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. 11. desember 2020 07:51
Mikil aðsókn í sund og snjalllausnir í kortunum Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins. 10. desember 2020 18:08
Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11