Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2020 13:45 Bresk stjórnvöld hafa þráast við að viðhafa hertar reglur yfir jól. epa/Andy Rain Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. Í ritstjórnargreininni segir að margir muni deyja ef stjórnvöld halda óbreyttri stefnu og heimila þremur fjölskyldum að hittast yfir fimm daga, líkt og áætlanir gera ráð fyrir. 64.402 hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi og tilkynnt var í gær að Lundúnir hefðu verið færðar upp á hæsta viðbúnaðarstig vegna aukins fjölda greindra. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, hefur einnig kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þær reglur sem eiga að gilda yfir jólin en ráðherrar hafa hingað til gert lítið úr áköllum þess efnis og sagt að það sé undir einstaklingum komið að hegða sér með ábyrgum hætti. Aukinn fjöldi smita komi verst niður á öðrum sjúklingum British Medical Journal og Health Service Journal segja að Bretar ættu að fara að fordæmi Þjóðverja, Ítala og Hollendinga, sem hafa nýtilkynnt um hertar aðgerðir. Þeir sem skrifa fyrir tímaritin segja að öðrum kosti muni heilbrigðistþjónustan standa frammi fyrir því eftir jól að fresta öllum valkvæðum aðgerðum eða bugast undan þunga álagsins vegna Covid-19. „Þeir sem þjást af öðrum sjúkdómum munu að öllum líkindum verða fyrir mestum áhrifum vegna aukins fjölda Covid tilvika,“ segja þeir meðal annars. Þá segir í greininni að stjórnvöld hefðu verið sein til að fyrirskipa takmarkanir í vor og aftur í haust og að peningum hefði verið sóað í gallað rakningakerfi. „[Stjórnvöld] ættu að snúa skyndiákvörðun sinni að leyfa einstaklingum af ólíkum heimilum að hittast og framlengja þess í stað viðvörunarkerfið yfir á hið fimm daga jólatímabil til þess að ná fjölda tilfella niður áður en líkleg þriðja bylgja gengur yfir.“ Steve Barcley, undirráðherra í fjármálaráðuneytinu, sagði hins vegar í samtali við útvarpsstöðina LBC að um væri að ræða erfitt tímabil og að stjórnvöld vildu ekki refsa fjölskyldum fyrir að koma saman á jólum. Reuters greindi frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Öllum skólum og flestum verslunum í Hollandi lokað Yfirvöld í Hollandi hafa boðað hertari aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þetta verður í annað sinn sem svo harðar aðgerðir eru teknar í gildi en nú verður öllum skólum og verslunum lokað í minnst fimm vikur. 14. desember 2020 22:38 Jólasveinn smitaði mikinn fjölda á belgísku hjúkrunarheimili 61 íbúar og fjórtán starfsmenn á hjúkrunarheimili í bænum Mol fyrir utan Antwerpen í Belgíu hafa nú greinst með kórónuveiruna. Grunur er um að rekja megi smitin til manns sem ráðinn var til að mæta í jólasveinabúningi til að koma íbúum í jólaskap. 14. desember 2020 12:40 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Í ritstjórnargreininni segir að margir muni deyja ef stjórnvöld halda óbreyttri stefnu og heimila þremur fjölskyldum að hittast yfir fimm daga, líkt og áætlanir gera ráð fyrir. 64.402 hafa látist af völdum Covid-19 í Bretlandi og tilkynnt var í gær að Lundúnir hefðu verið færðar upp á hæsta viðbúnaðarstig vegna aukins fjölda greindra. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, hefur einnig kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þær reglur sem eiga að gilda yfir jólin en ráðherrar hafa hingað til gert lítið úr áköllum þess efnis og sagt að það sé undir einstaklingum komið að hegða sér með ábyrgum hætti. Aukinn fjöldi smita komi verst niður á öðrum sjúklingum British Medical Journal og Health Service Journal segja að Bretar ættu að fara að fordæmi Þjóðverja, Ítala og Hollendinga, sem hafa nýtilkynnt um hertar aðgerðir. Þeir sem skrifa fyrir tímaritin segja að öðrum kosti muni heilbrigðistþjónustan standa frammi fyrir því eftir jól að fresta öllum valkvæðum aðgerðum eða bugast undan þunga álagsins vegna Covid-19. „Þeir sem þjást af öðrum sjúkdómum munu að öllum líkindum verða fyrir mestum áhrifum vegna aukins fjölda Covid tilvika,“ segja þeir meðal annars. Þá segir í greininni að stjórnvöld hefðu verið sein til að fyrirskipa takmarkanir í vor og aftur í haust og að peningum hefði verið sóað í gallað rakningakerfi. „[Stjórnvöld] ættu að snúa skyndiákvörðun sinni að leyfa einstaklingum af ólíkum heimilum að hittast og framlengja þess í stað viðvörunarkerfið yfir á hið fimm daga jólatímabil til þess að ná fjölda tilfella niður áður en líkleg þriðja bylgja gengur yfir.“ Steve Barcley, undirráðherra í fjármálaráðuneytinu, sagði hins vegar í samtali við útvarpsstöðina LBC að um væri að ræða erfitt tímabil og að stjórnvöld vildu ekki refsa fjölskyldum fyrir að koma saman á jólum. Reuters greindi frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Öllum skólum og flestum verslunum í Hollandi lokað Yfirvöld í Hollandi hafa boðað hertari aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þetta verður í annað sinn sem svo harðar aðgerðir eru teknar í gildi en nú verður öllum skólum og verslunum lokað í minnst fimm vikur. 14. desember 2020 22:38 Jólasveinn smitaði mikinn fjölda á belgísku hjúkrunarheimili 61 íbúar og fjórtán starfsmenn á hjúkrunarheimili í bænum Mol fyrir utan Antwerpen í Belgíu hafa nú greinst með kórónuveiruna. Grunur er um að rekja megi smitin til manns sem ráðinn var til að mæta í jólasveinabúningi til að koma íbúum í jólaskap. 14. desember 2020 12:40 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59
Öllum skólum og flestum verslunum í Hollandi lokað Yfirvöld í Hollandi hafa boðað hertari aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þetta verður í annað sinn sem svo harðar aðgerðir eru teknar í gildi en nú verður öllum skólum og verslunum lokað í minnst fimm vikur. 14. desember 2020 22:38
Jólasveinn smitaði mikinn fjölda á belgísku hjúkrunarheimili 61 íbúar og fjórtán starfsmenn á hjúkrunarheimili í bænum Mol fyrir utan Antwerpen í Belgíu hafa nú greinst með kórónuveiruna. Grunur er um að rekja megi smitin til manns sem ráðinn var til að mæta í jólasveinabúningi til að koma íbúum í jólaskap. 14. desember 2020 12:40