„Það er skelfilegt að eiga við þetta“ Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 15. desember 2020 18:30 Svona köggla mátti sjá víða á þjóðvegi 1 á Norðurlandi vestra í dag. Vísir/Tryggvi Fjöldi flutningabíla og annarra bíla hafa skemmst undanfarna daga vegna vegklæðninga sem losnað hafa á kafla leiðarinnar á milli Staðarskála og Varmahlíðar. Framkvæmdastjóri Þróttar segir tjónið tilfinnanlegt fyrir utan þá hættu sem þessar aðstæður skapi. Litlar og stórar tjöruklessur hafa dreift sér á víð og dreif um þjóðveg 1 undanfarna daga vegna bikblæðinga. Talsvert tjón hefur orðið á bílum sem ekið hefur verið um þjóðveginn í þessu ásigkomulagi, ekki síst stórum flutningabílum. Framkvæmdastjóri Vörubílastöðvar innar Þróttar segir þrjá bíla frá fyrirtækinu illa leikna eftir akstur með fisk frá Dalvík til Reykjavíkur í gær. „Þetta er inn í bremsubúnaði. Þetta er ofan á honum. Við sjáum ekki olíutankinn. Þetta er inni í vélarrúmi, þetta er uppi í gírkassa. Þannig að við erum að horfa uppá hellings tjón við að þrífa þetta. Svo vitum við ekki umfangið á tjóninu. Hvort það sé bilun á bremsubúnaði, bilun á skynjurum sem er hellings peningur í,“ segir Stefán Gestsson, framkvæmdastjóri Þróttar. Stórtjón á Sauðárkróki Sömu sögu er að segja frá Sauðárkróki þar sem 14 flutningabílar Vörumiðlunar eru illa leiknir eftir að ekið um þjóðveg 1 undanfarna daga. „Þetta hleðst á raflagnir, þetta hleðst á loftlagnir, það er skelfilegt að eiga við þetta,“ segir Magnús E. Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunar. Hann segist hafa látið Vegagerðina vita á sunnudaginn og spyr af hverju ekki hafi verið brugðist fyrr við af hennar hálfu. „Þess vegna held ég að það hafi verið skynsamlegt að bregðast fyrr við og taka kannsi pínulítið mark á því þegar maður er að hringja inn,“ segir Magnús. Þeir telja báðir að það skorti svör frá Vegagerðinni um ástæður þessa ástands á þessum langa kafla. „Við erum að horfa á vegi annars staðar á landinu sem eru í fínu lagi. Nú eru hellings flutningar suður fyrir á firðina. Við erum ekki að sjá þetta þar. Þetta er á þessum kafla frá Vatnsskarði að Staðarskála,“ segir Stefán. Fyrir utan tjón á vörubílunum og öryggi bílstjóra þeirra varði þetta líka öryggi annarra vegfarenda. „Þú sérð það alveg.Það er ekki gott að vera á litlum fólksbíl og fá þetta framan á sig. Eða framan á dekkið á einhverjum hraða. Þetta skapar hættu, segir Stefán.“ Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fólk fresti för um sólarhring í það minnsta Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis. 15. desember 2020 16:32 Segist hafa látið Vegagerðina vita af bikblæðingunum strax á sunnudag Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust. 15. desember 2020 12:23 „Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. 15. desember 2020 09:08 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Litlar og stórar tjöruklessur hafa dreift sér á víð og dreif um þjóðveg 1 undanfarna daga vegna bikblæðinga. Talsvert tjón hefur orðið á bílum sem ekið hefur verið um þjóðveginn í þessu ásigkomulagi, ekki síst stórum flutningabílum. Framkvæmdastjóri Vörubílastöðvar innar Þróttar segir þrjá bíla frá fyrirtækinu illa leikna eftir akstur með fisk frá Dalvík til Reykjavíkur í gær. „Þetta er inn í bremsubúnaði. Þetta er ofan á honum. Við sjáum ekki olíutankinn. Þetta er inni í vélarrúmi, þetta er uppi í gírkassa. Þannig að við erum að horfa uppá hellings tjón við að þrífa þetta. Svo vitum við ekki umfangið á tjóninu. Hvort það sé bilun á bremsubúnaði, bilun á skynjurum sem er hellings peningur í,“ segir Stefán Gestsson, framkvæmdastjóri Þróttar. Stórtjón á Sauðárkróki Sömu sögu er að segja frá Sauðárkróki þar sem 14 flutningabílar Vörumiðlunar eru illa leiknir eftir að ekið um þjóðveg 1 undanfarna daga. „Þetta hleðst á raflagnir, þetta hleðst á loftlagnir, það er skelfilegt að eiga við þetta,“ segir Magnús E. Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunar. Hann segist hafa látið Vegagerðina vita á sunnudaginn og spyr af hverju ekki hafi verið brugðist fyrr við af hennar hálfu. „Þess vegna held ég að það hafi verið skynsamlegt að bregðast fyrr við og taka kannsi pínulítið mark á því þegar maður er að hringja inn,“ segir Magnús. Þeir telja báðir að það skorti svör frá Vegagerðinni um ástæður þessa ástands á þessum langa kafla. „Við erum að horfa á vegi annars staðar á landinu sem eru í fínu lagi. Nú eru hellings flutningar suður fyrir á firðina. Við erum ekki að sjá þetta þar. Þetta er á þessum kafla frá Vatnsskarði að Staðarskála,“ segir Stefán. Fyrir utan tjón á vörubílunum og öryggi bílstjóra þeirra varði þetta líka öryggi annarra vegfarenda. „Þú sérð það alveg.Það er ekki gott að vera á litlum fólksbíl og fá þetta framan á sig. Eða framan á dekkið á einhverjum hraða. Þetta skapar hættu, segir Stefán.“
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fólk fresti för um sólarhring í það minnsta Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis. 15. desember 2020 16:32 Segist hafa látið Vegagerðina vita af bikblæðingunum strax á sunnudag Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust. 15. desember 2020 12:23 „Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. 15. desember 2020 09:08 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Fólk fresti för um sólarhring í það minnsta Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis. 15. desember 2020 16:32
Segist hafa látið Vegagerðina vita af bikblæðingunum strax á sunnudag Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust. 15. desember 2020 12:23
„Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. 15. desember 2020 09:08