Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2020 22:23 Þrjú hundruð og tuttugu menntaskóladrengjum var rænt síðastliðinn föstudag. EPA-EFE/AKINTUNDE AKINLEYE Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. Nemendur sem tókst að flýja í skjól sögðu árásarmennina hafa verið vopnaðir AK-47 hríðskotarifflum. Þeir hafi safnað saman nemendum sem þeir fundu og svo leitt þá í burtu. Árásin var gerð á Government Science menntaskólann í Katsina-héraði í norðvesturhluta Nígeríu á föstudagskvöld. Boko Haram hefur herjað á norðausturhluta Nígeríu frá árinu 2009. Þetta er fyrsta skiptið sem samtökin taka ábyrgð á árás í norðvesturhluta landsins. Í frétt Reuters um málið segir að ef yfirlýsing Boko Haram reynist sönn þýði það að völd samtakanna séu að aukast á svæðinu. Það gæti einnig þýtt að samtökin hafi myndað bandalög við aðra hryðjuverkahópa í norðvesturhluta landsins, sem gæti aukið óstöðugleika á svæðinu. Segja vestræna menntun ekki í anda íslam Yfirvöld í Katsina hafa sagt að um 320 drengja sé saknað og nígersk yfirvöld segjast hafa átt í samskiptum við mannræningjana, sem hafi krafist lausnargjalds af minnst einu foreldri. Yfirvöld í Katsina hafa skipað öllum ríkisreknum skólum að loka þar sem ástæðan bak árásarinnar sé ekki þekkt. Yfirvöld í Zamfara héraði, sem hefur landamæri að Katsina, fyrirskipuðu einnig lokun heimavistarskóla í dag. Abubakar Shekau, leiðtogi Boko Haram, sagði í hljóðskilaboðum, sem Reuters hefur undir höndum: „Við berum ábyrgð á því sem gerðist í Katsina.“ „Það sem gerðist í Katsina var gert til þess að boða íslam og aftra and-íslömskum starfsháttum þar sem vestræn menntun er ekki menntunin sem Allah og hans heilagi spámaður leyfa.“ Nígería Tengdar fréttir Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21 Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Nemendur sem tókst að flýja í skjól sögðu árásarmennina hafa verið vopnaðir AK-47 hríðskotarifflum. Þeir hafi safnað saman nemendum sem þeir fundu og svo leitt þá í burtu. Árásin var gerð á Government Science menntaskólann í Katsina-héraði í norðvesturhluta Nígeríu á föstudagskvöld. Boko Haram hefur herjað á norðausturhluta Nígeríu frá árinu 2009. Þetta er fyrsta skiptið sem samtökin taka ábyrgð á árás í norðvesturhluta landsins. Í frétt Reuters um málið segir að ef yfirlýsing Boko Haram reynist sönn þýði það að völd samtakanna séu að aukast á svæðinu. Það gæti einnig þýtt að samtökin hafi myndað bandalög við aðra hryðjuverkahópa í norðvesturhluta landsins, sem gæti aukið óstöðugleika á svæðinu. Segja vestræna menntun ekki í anda íslam Yfirvöld í Katsina hafa sagt að um 320 drengja sé saknað og nígersk yfirvöld segjast hafa átt í samskiptum við mannræningjana, sem hafi krafist lausnargjalds af minnst einu foreldri. Yfirvöld í Katsina hafa skipað öllum ríkisreknum skólum að loka þar sem ástæðan bak árásarinnar sé ekki þekkt. Yfirvöld í Zamfara héraði, sem hefur landamæri að Katsina, fyrirskipuðu einnig lokun heimavistarskóla í dag. Abubakar Shekau, leiðtogi Boko Haram, sagði í hljóðskilaboðum, sem Reuters hefur undir höndum: „Við berum ábyrgð á því sem gerðist í Katsina.“ „Það sem gerðist í Katsina var gert til þess að boða íslam og aftra and-íslömskum starfsháttum þar sem vestræn menntun er ekki menntunin sem Allah og hans heilagi spámaður leyfa.“
Nígería Tengdar fréttir Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21 Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21
Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48