Kjartan Atli segir að Lars sé algjört „alpha male“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2020 14:31 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrimsson á æfingu með íslenska landsliðinu. EPA/CHRISTIAN CHARISIUS Kjartan Atli Kjartansson sagði sögu af samskiptum sínum og Lars Lagerbäck í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag á Vísi en Kjartan rifjaði það upp þegar hann fékk það verkefni að taka ítarlegt viðtal við Lars fyrir Fréttablaðið. Lars Lagerbäck er enn á ný orðaður við íslenska landsliðið eftir að hann var rekinn frá Noregi enda er gamla starfið hans hjá íslenska landsliðinu nú aftur laust. Kjartan Atli gaf hlustendum aðeins innsýn í það hvernig það var að umgangast Svíann. „Þetta er eitt skemmtilegasta viðtal sem ég hef tekið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson sem var þá að vinna á innblaðinu hjá Fréttablaðinu en ekki á íþróttunum. „Ég var að skrifa í helgarblaðið og í öftustu síðurnar, innblaðið eins og það er kallað. Við fengum pláss til að taka viðtal við Lars og þeir vildu mannlífsvinkilinn á honum. Ég fór að hitta hann. Við mæltum okkur mót á Hilton,“ sagði Kjartan Atli. Sat lengi með Lars „Við sátum þar lengi saman og þar rann upp fyrir mér að gæinn sem hann sýnir í fjölmiðlum er, ég segi ekki passífur, en ótrúlega mikill herramaður sem hann er náttúrulega. Hann er þar ekki þessi töffari sem hann er í raun og veru. Þegar þú situr með þessum gæja þá hugsar þú að þetta er algjört ‚alpha male'. Hann er bara svo ótrúlega dannaður og er ekki að ‚flexa' því í fjölmiðlum,“ sagði Kjartan Atli. „Maður fann það að vera í kringum hann að hann sé alvöru töffari. Þetta er gæi sem lét Zlatan Ibrahimovic heyra það og rak hann úr liðinu,“ sagði Kjartan Atli. Reyndi að læra af honum „Við sátum saman í einn og hálfan klukkutíma og ég sem þjálfari var að læra af honum. Ég spurði: Hvernig talar þú við leikmennina? Hvenær hittist þið? Hvað gerið þið? Ég tók mjög ítarlegar spurningar um þetta. Hann er með plan á þessu öllu þegar hann fer í landsliðsverkefni og það er ekki Covid. Hvenær menn hittast og hvenær er fyrsti fundur. Hvað er sagt á þeim fundi og hversu langur er hann. Hvernig nálgastu erfiðara karaktera eða menn sem eru ekki í hóp. Allir þessir litlu punktar skipta ekkert minna máli en taktík í landsliðinu. Þú ert að reyna að búa til einhverja stemmningu á stuttum tíma og þetta eru afmörkuð verkefni. Það er ákveðin kúnst og það eru fáir í heiminum sem kunna það jafnvel og Lars Lagerbäck,“ sagði Kjartan Atli. Þjálfari sem þú vilt ekki bregðast Rikki G. velti því fyrir sér hvort að Lars Lagerbäck notaði sömu hræðslutaktík á leikmenn og Sir Alex Ferguson gerði á sínum tíma. „Ég les hann meira eins og ég horfi á Rúnar Kristinsson. Ég væri mjög spenntur að spila fyrir hann ef ég væri knattspyrnumaður. Hann er svona þjálfari sem þú vilt ekki bregðast. Teitur (Örlygsson) hafði þetta líka þegar ég var að spila. Ég held að Heimir Guðjónsson hafi þetta líka. Þú ert ekkert skammaður en þú finnur alveg: Ég var að valda þessum gæja vonbrigðum,“ sagði Kjartan Atli. Það má heyra allt spjallið um Lars Lagerbäck ofar í fréttinni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Sjá meira
Lars Lagerbäck er enn á ný orðaður við íslenska landsliðið eftir að hann var rekinn frá Noregi enda er gamla starfið hans hjá íslenska landsliðinu nú aftur laust. Kjartan Atli gaf hlustendum aðeins innsýn í það hvernig það var að umgangast Svíann. „Þetta er eitt skemmtilegasta viðtal sem ég hef tekið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson sem var þá að vinna á innblaðinu hjá Fréttablaðinu en ekki á íþróttunum. „Ég var að skrifa í helgarblaðið og í öftustu síðurnar, innblaðið eins og það er kallað. Við fengum pláss til að taka viðtal við Lars og þeir vildu mannlífsvinkilinn á honum. Ég fór að hitta hann. Við mæltum okkur mót á Hilton,“ sagði Kjartan Atli. Sat lengi með Lars „Við sátum þar lengi saman og þar rann upp fyrir mér að gæinn sem hann sýnir í fjölmiðlum er, ég segi ekki passífur, en ótrúlega mikill herramaður sem hann er náttúrulega. Hann er þar ekki þessi töffari sem hann er í raun og veru. Þegar þú situr með þessum gæja þá hugsar þú að þetta er algjört ‚alpha male'. Hann er bara svo ótrúlega dannaður og er ekki að ‚flexa' því í fjölmiðlum,“ sagði Kjartan Atli. „Maður fann það að vera í kringum hann að hann sé alvöru töffari. Þetta er gæi sem lét Zlatan Ibrahimovic heyra það og rak hann úr liðinu,“ sagði Kjartan Atli. Reyndi að læra af honum „Við sátum saman í einn og hálfan klukkutíma og ég sem þjálfari var að læra af honum. Ég spurði: Hvernig talar þú við leikmennina? Hvenær hittist þið? Hvað gerið þið? Ég tók mjög ítarlegar spurningar um þetta. Hann er með plan á þessu öllu þegar hann fer í landsliðsverkefni og það er ekki Covid. Hvenær menn hittast og hvenær er fyrsti fundur. Hvað er sagt á þeim fundi og hversu langur er hann. Hvernig nálgastu erfiðara karaktera eða menn sem eru ekki í hóp. Allir þessir litlu punktar skipta ekkert minna máli en taktík í landsliðinu. Þú ert að reyna að búa til einhverja stemmningu á stuttum tíma og þetta eru afmörkuð verkefni. Það er ákveðin kúnst og það eru fáir í heiminum sem kunna það jafnvel og Lars Lagerbäck,“ sagði Kjartan Atli. Þjálfari sem þú vilt ekki bregðast Rikki G. velti því fyrir sér hvort að Lars Lagerbäck notaði sömu hræðslutaktík á leikmenn og Sir Alex Ferguson gerði á sínum tíma. „Ég les hann meira eins og ég horfi á Rúnar Kristinsson. Ég væri mjög spenntur að spila fyrir hann ef ég væri knattspyrnumaður. Hann er svona þjálfari sem þú vilt ekki bregðast. Teitur (Örlygsson) hafði þetta líka þegar ég var að spila. Ég held að Heimir Guðjónsson hafi þetta líka. Þú ert ekkert skammaður en þú finnur alveg: Ég var að valda þessum gæja vonbrigðum,“ sagði Kjartan Atli. Það má heyra allt spjallið um Lars Lagerbäck ofar í fréttinni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Sjá meira