Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2020 12:46 Seðlabankastjóri segir þær aðgerðir sem Seðlabankinn hafi gripið til frá því faraldurinn hófst hafa gengið upp og mikið sé til af lausafé í kerfinu. Stöð 2/Sigurjón Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í morgun segir að taumhald peningastefnunnar hafi stutt við eignamarkaði og auðveldað heimilum og fyrirtækjum að takast á við afleiðingar farsóttarinnar og viðhaldið fjármálastöðugleika. Lækkun Seðlabankans á kröfu á framlagi viðskiptabankanna upp á 60 milljarða í sveiflujöfnunarauka og aðgerðir til að auka laust fé í umferð hafi auðveldað fjármálafyrirtækjum að vinna með lántakendum í greiðsluerfiðleikum og samtímis viðhaldið útlánagetu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir markmið aðgerða Seðlabankans hafa verið að örva hagkerfið með athygli á heimilin til að byrja með. Ásgeir Jónsson segir að huga verði vel að nýrri stefnumótun lífeyrissjóðanna sem stærðar sinnar vegna séu ekki eins og hver annar fjárfestir.Stöð 2/Sigurjón „Reyna að tryggja lægri vexti til heimilanna, að einhverju leyti reyna að stabilisera gengi krónunnar og þá kaupmátt í kerfinu, tryggja stöðugleika og reyna að örva einkaneyslu. Til að skapa ákveðið viðnám fyrir kerfið," sagði Ásgeir á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun. Þessi markmið hafi heppnast. Lágvaxtaumhverfi skapaði hins vegar nýjar áskoranir á fjármálamarkaði að mati fjármálastöðugleikanefndar, sérstaklega fyrir lífeyrissjóðina sem væru ráðandi þátttakendur á innlendum fjármálamarkaði og kerfislega mikilvægir. Ávöxtunarkrafa þeirra upp á 3,5 prósent hafi verið sett í allt öðru vaxtaumhverfi en nú ríki. Bankarnir hafi þurft að fylgja kerfislegum viðmiðum í starfsemi sinni og það ætti einnig að gilda um lífeyrissjóðina. „Þannig að við náum að tryggja stöðugleika í kerfinu að einhverju leyti. Við séum þá ekki með stóra aðila sem eru að taka ákvarðanir sem eru kannski á skjön við almennan stöðugleika. Með þessu er ég ekki að segja að lífeyrissjóðirnir séu endilega að því. Það er bara mjög mikilvægt að lífeyrissjóðirnir, sérstaklega þeir sem eru með hundruði milljarða eignasafn og skylduáskrift frá landsmönnum, (taki tillit til) að þeir eru ekki eins og venjulegir fjárfestar," sagði Ásgeir Jónsson. Mikilvægt væri að við stefnumótun lífeyrissjóðakerfisins sem nú standi fyrir dyrum verði tekið mið af áhrifum þeirra á fjármálastöðugleika. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Landsbankinn með þriðjungshlut í Keahótelum eftir endurskipulagningu Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi. 16. desember 2020 10:28 Bein útsending: Kynning fjármálastöðugleikanefndar Vefútsending í tilefni af yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun hefst klukkan 10:00. 16. desember 2020 09:31 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í morgun segir að taumhald peningastefnunnar hafi stutt við eignamarkaði og auðveldað heimilum og fyrirtækjum að takast á við afleiðingar farsóttarinnar og viðhaldið fjármálastöðugleika. Lækkun Seðlabankans á kröfu á framlagi viðskiptabankanna upp á 60 milljarða í sveiflujöfnunarauka og aðgerðir til að auka laust fé í umferð hafi auðveldað fjármálafyrirtækjum að vinna með lántakendum í greiðsluerfiðleikum og samtímis viðhaldið útlánagetu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir markmið aðgerða Seðlabankans hafa verið að örva hagkerfið með athygli á heimilin til að byrja með. Ásgeir Jónsson segir að huga verði vel að nýrri stefnumótun lífeyrissjóðanna sem stærðar sinnar vegna séu ekki eins og hver annar fjárfestir.Stöð 2/Sigurjón „Reyna að tryggja lægri vexti til heimilanna, að einhverju leyti reyna að stabilisera gengi krónunnar og þá kaupmátt í kerfinu, tryggja stöðugleika og reyna að örva einkaneyslu. Til að skapa ákveðið viðnám fyrir kerfið," sagði Ásgeir á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun. Þessi markmið hafi heppnast. Lágvaxtaumhverfi skapaði hins vegar nýjar áskoranir á fjármálamarkaði að mati fjármálastöðugleikanefndar, sérstaklega fyrir lífeyrissjóðina sem væru ráðandi þátttakendur á innlendum fjármálamarkaði og kerfislega mikilvægir. Ávöxtunarkrafa þeirra upp á 3,5 prósent hafi verið sett í allt öðru vaxtaumhverfi en nú ríki. Bankarnir hafi þurft að fylgja kerfislegum viðmiðum í starfsemi sinni og það ætti einnig að gilda um lífeyrissjóðina. „Þannig að við náum að tryggja stöðugleika í kerfinu að einhverju leyti. Við séum þá ekki með stóra aðila sem eru að taka ákvarðanir sem eru kannski á skjön við almennan stöðugleika. Með þessu er ég ekki að segja að lífeyrissjóðirnir séu endilega að því. Það er bara mjög mikilvægt að lífeyrissjóðirnir, sérstaklega þeir sem eru með hundruði milljarða eignasafn og skylduáskrift frá landsmönnum, (taki tillit til) að þeir eru ekki eins og venjulegir fjárfestar," sagði Ásgeir Jónsson. Mikilvægt væri að við stefnumótun lífeyrissjóðakerfisins sem nú standi fyrir dyrum verði tekið mið af áhrifum þeirra á fjármálastöðugleika.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Landsbankinn með þriðjungshlut í Keahótelum eftir endurskipulagningu Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi. 16. desember 2020 10:28 Bein útsending: Kynning fjármálastöðugleikanefndar Vefútsending í tilefni af yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun hefst klukkan 10:00. 16. desember 2020 09:31 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Landsbankinn með þriðjungshlut í Keahótelum eftir endurskipulagningu Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi. 16. desember 2020 10:28
Bein útsending: Kynning fjármálastöðugleikanefndar Vefútsending í tilefni af yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun hefst klukkan 10:00. 16. desember 2020 09:31