Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2020 12:46 Seðlabankastjóri segir þær aðgerðir sem Seðlabankinn hafi gripið til frá því faraldurinn hófst hafa gengið upp og mikið sé til af lausafé í kerfinu. Stöð 2/Sigurjón Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í morgun segir að taumhald peningastefnunnar hafi stutt við eignamarkaði og auðveldað heimilum og fyrirtækjum að takast á við afleiðingar farsóttarinnar og viðhaldið fjármálastöðugleika. Lækkun Seðlabankans á kröfu á framlagi viðskiptabankanna upp á 60 milljarða í sveiflujöfnunarauka og aðgerðir til að auka laust fé í umferð hafi auðveldað fjármálafyrirtækjum að vinna með lántakendum í greiðsluerfiðleikum og samtímis viðhaldið útlánagetu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir markmið aðgerða Seðlabankans hafa verið að örva hagkerfið með athygli á heimilin til að byrja með. Ásgeir Jónsson segir að huga verði vel að nýrri stefnumótun lífeyrissjóðanna sem stærðar sinnar vegna séu ekki eins og hver annar fjárfestir.Stöð 2/Sigurjón „Reyna að tryggja lægri vexti til heimilanna, að einhverju leyti reyna að stabilisera gengi krónunnar og þá kaupmátt í kerfinu, tryggja stöðugleika og reyna að örva einkaneyslu. Til að skapa ákveðið viðnám fyrir kerfið," sagði Ásgeir á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun. Þessi markmið hafi heppnast. Lágvaxtaumhverfi skapaði hins vegar nýjar áskoranir á fjármálamarkaði að mati fjármálastöðugleikanefndar, sérstaklega fyrir lífeyrissjóðina sem væru ráðandi þátttakendur á innlendum fjármálamarkaði og kerfislega mikilvægir. Ávöxtunarkrafa þeirra upp á 3,5 prósent hafi verið sett í allt öðru vaxtaumhverfi en nú ríki. Bankarnir hafi þurft að fylgja kerfislegum viðmiðum í starfsemi sinni og það ætti einnig að gilda um lífeyrissjóðina. „Þannig að við náum að tryggja stöðugleika í kerfinu að einhverju leyti. Við séum þá ekki með stóra aðila sem eru að taka ákvarðanir sem eru kannski á skjön við almennan stöðugleika. Með þessu er ég ekki að segja að lífeyrissjóðirnir séu endilega að því. Það er bara mjög mikilvægt að lífeyrissjóðirnir, sérstaklega þeir sem eru með hundruði milljarða eignasafn og skylduáskrift frá landsmönnum, (taki tillit til) að þeir eru ekki eins og venjulegir fjárfestar," sagði Ásgeir Jónsson. Mikilvægt væri að við stefnumótun lífeyrissjóðakerfisins sem nú standi fyrir dyrum verði tekið mið af áhrifum þeirra á fjármálastöðugleika. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Landsbankinn með þriðjungshlut í Keahótelum eftir endurskipulagningu Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi. 16. desember 2020 10:28 Bein útsending: Kynning fjármálastöðugleikanefndar Vefútsending í tilefni af yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun hefst klukkan 10:00. 16. desember 2020 09:31 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í morgun segir að taumhald peningastefnunnar hafi stutt við eignamarkaði og auðveldað heimilum og fyrirtækjum að takast á við afleiðingar farsóttarinnar og viðhaldið fjármálastöðugleika. Lækkun Seðlabankans á kröfu á framlagi viðskiptabankanna upp á 60 milljarða í sveiflujöfnunarauka og aðgerðir til að auka laust fé í umferð hafi auðveldað fjármálafyrirtækjum að vinna með lántakendum í greiðsluerfiðleikum og samtímis viðhaldið útlánagetu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir markmið aðgerða Seðlabankans hafa verið að örva hagkerfið með athygli á heimilin til að byrja með. Ásgeir Jónsson segir að huga verði vel að nýrri stefnumótun lífeyrissjóðanna sem stærðar sinnar vegna séu ekki eins og hver annar fjárfestir.Stöð 2/Sigurjón „Reyna að tryggja lægri vexti til heimilanna, að einhverju leyti reyna að stabilisera gengi krónunnar og þá kaupmátt í kerfinu, tryggja stöðugleika og reyna að örva einkaneyslu. Til að skapa ákveðið viðnám fyrir kerfið," sagði Ásgeir á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun. Þessi markmið hafi heppnast. Lágvaxtaumhverfi skapaði hins vegar nýjar áskoranir á fjármálamarkaði að mati fjármálastöðugleikanefndar, sérstaklega fyrir lífeyrissjóðina sem væru ráðandi þátttakendur á innlendum fjármálamarkaði og kerfislega mikilvægir. Ávöxtunarkrafa þeirra upp á 3,5 prósent hafi verið sett í allt öðru vaxtaumhverfi en nú ríki. Bankarnir hafi þurft að fylgja kerfislegum viðmiðum í starfsemi sinni og það ætti einnig að gilda um lífeyrissjóðina. „Þannig að við náum að tryggja stöðugleika í kerfinu að einhverju leyti. Við séum þá ekki með stóra aðila sem eru að taka ákvarðanir sem eru kannski á skjön við almennan stöðugleika. Með þessu er ég ekki að segja að lífeyrissjóðirnir séu endilega að því. Það er bara mjög mikilvægt að lífeyrissjóðirnir, sérstaklega þeir sem eru með hundruði milljarða eignasafn og skylduáskrift frá landsmönnum, (taki tillit til) að þeir eru ekki eins og venjulegir fjárfestar," sagði Ásgeir Jónsson. Mikilvægt væri að við stefnumótun lífeyrissjóðakerfisins sem nú standi fyrir dyrum verði tekið mið af áhrifum þeirra á fjármálastöðugleika.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Landsbankinn með þriðjungshlut í Keahótelum eftir endurskipulagningu Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi. 16. desember 2020 10:28 Bein útsending: Kynning fjármálastöðugleikanefndar Vefútsending í tilefni af yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun hefst klukkan 10:00. 16. desember 2020 09:31 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Landsbankinn með þriðjungshlut í Keahótelum eftir endurskipulagningu Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi. 16. desember 2020 10:28
Bein útsending: Kynning fjármálastöðugleikanefndar Vefútsending í tilefni af yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun hefst klukkan 10:00. 16. desember 2020 09:31