Enski boltinn

Bilić sparkað frá West Brom

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Króatinn var ekki par sáttur er WBA tapaði gegn Manchester United fyrr á leiktíðinni.
Króatinn var ekki par sáttur er WBA tapaði gegn Manchester United fyrr á leiktíðinni. Catherine Ivill/Getty Images

West Bromwich Albion hefur rekið þjálfara sinn, Slaven Bilić. Talið er að Sam Allardyce taki við liðinu.

Jafntefli á útivelli gegn Manchester City dugði ekki til að bjarga starfi Bilić en West Brom situr í 19. og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins sjö stig.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag höfðu kínverskir eigendur West Brom ákveðið að skipta þjálfaranum út fyrir leikinn gegn Man City í gærkvöld.

Mark Hughes, Nigel Pearson og Eddie Howe voru allir orðaðir við stjórastöðuna en það virðist hins vegar sem Allardyce verði ráðinn. 

Stóri Sam eins og hann er nær oftar kallaður hefur fengið verkefni sem þessi áður og nær alltaf haldið liðum sínum uppi. Hann hefur ekki þjálfað síðan Everton lét hann fara sumarið 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×