Lenda alltaf undir á útivelli en vinna samt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. desember 2020 15:30 Þessir tveir sáu til þess að Man United vann sinn tíunda útileik í röð i ensku úrvalsdeildinni í gær. EPA-EFE/Laurence Griffiths Sigur Manchester United á Sheffield United í gærkvöld var tíundi sigur liðsins á útivelli í röð í ensku úrvalsdeildinni. Á þessu tímabili hefur liðið alltaf lent undir á útivelli en samt tekist að knýja fram sigur. Eins og vanalega lenti Manchester United undir er liðið mætti Sheffield United á Bramall Lane í Sheffield í gærkvöld. Man Utd hefur nú leikið alls sex leiki á útivelli í ensku úrvalsdeildinni, alltaf lent undir og alltaf unnið. Á því var engin breyting í gær. Eftir að David McGoldrick kom heimamönnum yfir svöruðu gestirnir með þremur mörkum. Tvö frá Marcus Rashford og eitt frá Anthony Martial. McGoldrick skoraði reyndar aftur undir lok leiks en leiknum lauk með 3-2 sigri Man Utd. Var þetta tíundi útisigur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í röð, sem er met. Sex hafa komið á þessari leiktíð en fjórir á þeirri síðustu. Þá hélt Man Utd þrívegis hreinu, eitthvað sem hefur ekki enn gerst á þessari leiktíð. 10 - Manchester United are the fourth side in English top-flight history to record 10 consecutive away league wins, after Spurs (10 between April & October 1960), Chelsea (11 between April & December 2008) and Manchester City (11 between May & December 2017). Marching. pic.twitter.com/KErNCybCN3— OptaJoe (@OptaJoe) December 17, 2020 Þó svo að Ole Gunnar Solskjær geti huggað sig við það að hans menn komi alltaf til baka þá er varnarleikur liðsins í heild mikið áhyggjuefni og hefur það svo sannarlega kostað liðið í Meistaradeild Evrópu sem og á heimavelli sínum Old Trafford. Hefur liðið til að mynda fengið á sig 22 mörk í aðeins 12 deildarleikjum. Þá hefur spænski markvörðurinn David De Gea fengið mikla gagnrýni í vetur en kollegi hans Dean Henderson stóð milli stanganna í gær. Mistök hans gáfu Sheffield forystuna en síðara markið kom eftir hornspyrnu, þriðja útileikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni. Að því sögðu er Man Utd í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, fimm stigum minna en topplið Liverpool. Lærisveinar Solskjær eiga hins vegar leik til góða á öll liðin fyrir ofan sig í töflunni. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Martraðarbyrjun varð United ekki að falli Manchester United vann mikilvægan sigur á botnliði Sheffield United, 3-2, á útivelli í kvöld er liðin mættust á Bramall Lane í Sheffield. 17. desember 2020 21:56 Solskjær segir Henderson hafa staðist prófið með glæsibrag þrátt fyrir mistökin Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði markverðinum Dean Henderson eftir sigurinn á Sheffield United, 2-3, þrátt fyrir að mistök hans í fyrra marki heimamanna. 18. desember 2020 08:31 Solskjær um brottrekstur Bilic: „Vonandi fara fleiri að hugsa til langs tíma“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er vonsvikinn yfir því að sjá Slaven Bilic missa starfið hjá WBA en Bilic fékk reisupassann í gær. 17. desember 2020 23:00 Guardiola sagðist ekki þjálfa tæklingar en Solskjær virðist ekki þjálfa varnarleik Pep Guardiola sagði á sínu fyrsta ári hjá Manchester City að hann þjálfaði ekki tæklingar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa tekið þetta skrefi lengra og einfaldlega sleppt því að þjálfa varnarleik yfir höfuð. 9. desember 2020 17:45 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Eins og vanalega lenti Manchester United undir er liðið mætti Sheffield United á Bramall Lane í Sheffield í gærkvöld. Man Utd hefur nú leikið alls sex leiki á útivelli í ensku úrvalsdeildinni, alltaf lent undir og alltaf unnið. Á því var engin breyting í gær. Eftir að David McGoldrick kom heimamönnum yfir svöruðu gestirnir með þremur mörkum. Tvö frá Marcus Rashford og eitt frá Anthony Martial. McGoldrick skoraði reyndar aftur undir lok leiks en leiknum lauk með 3-2 sigri Man Utd. Var þetta tíundi útisigur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í röð, sem er met. Sex hafa komið á þessari leiktíð en fjórir á þeirri síðustu. Þá hélt Man Utd þrívegis hreinu, eitthvað sem hefur ekki enn gerst á þessari leiktíð. 10 - Manchester United are the fourth side in English top-flight history to record 10 consecutive away league wins, after Spurs (10 between April & October 1960), Chelsea (11 between April & December 2008) and Manchester City (11 between May & December 2017). Marching. pic.twitter.com/KErNCybCN3— OptaJoe (@OptaJoe) December 17, 2020 Þó svo að Ole Gunnar Solskjær geti huggað sig við það að hans menn komi alltaf til baka þá er varnarleikur liðsins í heild mikið áhyggjuefni og hefur það svo sannarlega kostað liðið í Meistaradeild Evrópu sem og á heimavelli sínum Old Trafford. Hefur liðið til að mynda fengið á sig 22 mörk í aðeins 12 deildarleikjum. Þá hefur spænski markvörðurinn David De Gea fengið mikla gagnrýni í vetur en kollegi hans Dean Henderson stóð milli stanganna í gær. Mistök hans gáfu Sheffield forystuna en síðara markið kom eftir hornspyrnu, þriðja útileikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni. Að því sögðu er Man Utd í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, fimm stigum minna en topplið Liverpool. Lærisveinar Solskjær eiga hins vegar leik til góða á öll liðin fyrir ofan sig í töflunni.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Martraðarbyrjun varð United ekki að falli Manchester United vann mikilvægan sigur á botnliði Sheffield United, 3-2, á útivelli í kvöld er liðin mættust á Bramall Lane í Sheffield. 17. desember 2020 21:56 Solskjær segir Henderson hafa staðist prófið með glæsibrag þrátt fyrir mistökin Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði markverðinum Dean Henderson eftir sigurinn á Sheffield United, 2-3, þrátt fyrir að mistök hans í fyrra marki heimamanna. 18. desember 2020 08:31 Solskjær um brottrekstur Bilic: „Vonandi fara fleiri að hugsa til langs tíma“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er vonsvikinn yfir því að sjá Slaven Bilic missa starfið hjá WBA en Bilic fékk reisupassann í gær. 17. desember 2020 23:00 Guardiola sagðist ekki þjálfa tæklingar en Solskjær virðist ekki þjálfa varnarleik Pep Guardiola sagði á sínu fyrsta ári hjá Manchester City að hann þjálfaði ekki tæklingar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa tekið þetta skrefi lengra og einfaldlega sleppt því að þjálfa varnarleik yfir höfuð. 9. desember 2020 17:45 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Martraðarbyrjun varð United ekki að falli Manchester United vann mikilvægan sigur á botnliði Sheffield United, 3-2, á útivelli í kvöld er liðin mættust á Bramall Lane í Sheffield. 17. desember 2020 21:56
Solskjær segir Henderson hafa staðist prófið með glæsibrag þrátt fyrir mistökin Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði markverðinum Dean Henderson eftir sigurinn á Sheffield United, 2-3, þrátt fyrir að mistök hans í fyrra marki heimamanna. 18. desember 2020 08:31
Solskjær um brottrekstur Bilic: „Vonandi fara fleiri að hugsa til langs tíma“ Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er vonsvikinn yfir því að sjá Slaven Bilic missa starfið hjá WBA en Bilic fékk reisupassann í gær. 17. desember 2020 23:00
Guardiola sagðist ekki þjálfa tæklingar en Solskjær virðist ekki þjálfa varnarleik Pep Guardiola sagði á sínu fyrsta ári hjá Manchester City að hann þjálfaði ekki tæklingar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, virðist hafa tekið þetta skrefi lengra og einfaldlega sleppt því að þjálfa varnarleik yfir höfuð. 9. desember 2020 17:45