Móðurmál: Gaf kærastanum pakka með óléttuprófi á bóndadaginn Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 19. desember 2020 08:25 Dagskrárgerðar- og fjölmiðlakonan Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir eignaðist sitt annað barn á innan við tveimur árum í vetur. Hún svarar spurningum um meðgöngur sínar og fæðingar í viðtalsliðnum Móðurmál. Aðsend mynd „Covid hefur haft áhrif á líf mitt eins og annarra en þegar kemur að meðgöngu og tilkomu dóttur minnar þá hefur það einna helst haft þau áhrif að ég hef þurft að sækja flestar skoðanir ein. Ég þurfti að fara í sónar ein, í mæðraverndina og svo hóf ég fæðingarferlið ein en kærastinn minn fékk ekki að koma fyrr en ég var komin af stað í virka fæðingu. Þá hafa mun færri af fjölskyldu og vinum hitt dóttur mína þrátt fyrir að hún sé orðin tveggja mánaða gömul. Mér þykir það mjög leitt,“ segir Sigríður Þóra í viðtalsliðnum Móðurmál. Þóra, eins og hún er oftast kölluð, segist þó njóta þess að vera heima með litlu stelpuna sína þessa dagana sem fæddist um miðjan október. Fyrir á hún tveggja ára dreng Úlf Orra með kærasta sínum Ými Erni Finnbogasyni. „Framundan er meira af því lífi sem ég er að lifa núna, að vera í mömmó. Ég bið og vona og óska að ástand heimsins fari batnandi svo ég geti farið að hitta allt fólkið mitt, fjölskyldu, vini og vinkonur sem ég sakna mikið að hitta og knúsa.“ Í síðasta fæðingarorlofi segir Þóra að margar hugmyndir hafa vaknað hjá henni sem hún vonist til að að fá nú tækifæri til að vinna í meðfram því að vera heimavinnandi. Falleg og geislandi ólétt af sínu öðru barni á innan við tveimur árum. Aðsend mynd Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Hér kemur strax í ljós munurinn á fyrsta barni og öðru. Ég man eiginlega ekki eftir stundinni sem ég uppgötvaði seinni óléttuna en þá fyrri man ég mjög vel. Ég tók þrjú próf þá til að vera viss. Ég hafði átt gamla prufu hér heima sem ég notaði fyrst um morguninn eftir að ég vaknaði – og kærastinn var farinn í vinnuna. En svo fór ég að hugsa að hún væri kannski útrunninn eða ónýt því hún væri gömul svo það væri vissara að kaupa nýjan pakka. Ég hafði mælt mér mót við vinkonu mína á kaffihúsi þennan morgun og náði rétt svo að koma við í apóteki á leiðinni þangað. Allt okkar samtal var „Oh my god“, „Hólí móli“ og fleiri slíkar upphrópanir. Vinkona mín var einmitt ólétt af sínu fyrsta barni sem við ræddum mjög mjög mikið og það var mjög súrealískt. Þegar við göngum út af kaffihúsinu segist ég þurfa að skreppa á klósettið og ætli því að verða eftir. Kveð hana og tek mína aðra óléttuprufu á klósetti Te og kaffi á Laugavegi. Hólí mólí! Þriðju tók ég svo aftur síðar um daginn. Var ég þá farin að sannfærast. Skemmtilegast var þó að bóndadagurinn var daginn eftir og gat ég því gefið kærastanum mínum lítinn pakka með jákvæðu óléttuprófi í gjöf það árið. Hugsa að ég muni aldrei nokkurn tíma toppa þá gjöf. Hann var mjög mjög glaður. Í seinna skiptið bað ég rúmlega árs gamlan son okkar að gefa pabba sínum jákvæðu óléttuprufuna og það er líka stund sem gleymist aldrei. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Ég er mjög heppin þegar kemur að meðgöngum mínum. Mér líður alveg ótrúlega vel. Sú fyrri var algjör draumur og ég naut hennar í botn. Seinni var aðeins þyngri og ég þreyttari en það skrifast nú helst á að ég var þá auðvitað með son minn lítinn líka. Ég gat ekki hent mér í sófann seinnipartinn og hvílt til morguns daginn eftir eins og ég gat á fyrri meðgöngu ef líkaminn kallaði á það. Þegar ég gekk með son minn þá var líka stöðugt verið að minna mig á og passa að ég héldi nú ekki á neinu þungu. Sonur minn er frekar stór og gott í honum svo sú hugmynd fór lönd og leið þegar ég þurfti auðvitað reglulega að halda á honum á seinni meðgöngunni, stundum sitjandi ofan á bumbunni. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Kannski helst hvað þetta er algjörlega magnað og ótrúlegt. Hvað kvenlíkaminn er rosalega magnaður, kröftugur og mikið undur. Á fyrri meðgöngunni fylgdist ég með hverri viku á appi sem sýndi hvað var að gerast hverju sinni. Ég man þegar ég var eitthvað óvenju þreytt nokkra daga í röð og ég sagði við kærastann minn að nú væri örugglega eitthvað mikið um að vera í líkama mínum. Þegar ég kíkti í appið þá var samkvæmt því að verða til taugakerfi innra með mér í ófæddu barni mínu. Þetta er auðvitað ekki eitthvað sem á að koma stórkostlega á óvart, ég veit jú að börn fæðast með öll kerfi og líffæri og allt til alls. En þegar það er að gerast innra með þér þá er það rosaleg upplifun. Mér fannst það geggjað! Þóra segist hafað elskað það líkamlega og andlega að ganga í gegnum meðgöngur sínar tvær. Hún naut þess að vera með bumbu og klæða sig í þröng og aðsniðin föt. Aðsend mynd Stolt og þakklát líkama sínum Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Ég elska að vera ólétt líkamlega. Ég klæði mig í þröng föt og sýni bumbuna stolt. Ég er ein af þeim konum sem elska að láta klappa bumbunni minni (það eru alls ekki allar konur þannig og skal fara varlega í þeim efnum) og finnst þetta allt svo magnað. Í bæði skiptin fékk ég kúluna mikið til framan á mig og börnin mín ágætlega stór fædd svo ég fékk ansi myndarlegar bumbur og fannst það æði. Ég var líka alveg rosalega heppin með að líða vel, bæði andlega og líkamlega, vera hraust og fékk í raun enga auka kvilla. Ég naut mín rosalega vel í bæði skiptin og fannst æði. Ég hugsa að ef ég hefði byrjað fyrr að eiga börn þá ætti ég líklega um átta núna, haha! Svo vel hentar það mér að ganga með og eiga börn. Eftir að börnin mín eru komin í heiminn þá hefur líkaminn minn einnig komið mér stórkostlega á óvart með hversu snöggur hann er að jafna sig. Aftur er ég mjög heppin með það og ég því komin á ról og líkamleg geta til að sinna daglegu lífi fljót að koma til baka. Ég er óendanlega þakklát líkama mínum og stolt af honum. Svo ég tali nú ekki um brjóstagjöfina og hversu magnað fyrirbæri móðurmjólkin og líkaminn er þegar kemur að því. Ótrúlegt! Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Ég er rosalega ánægð. Alveg í skýjunum í rauninni. Ég var mjög heppin með ljósmæðurnar, Kristínu og Svövu, sem voru með mig í mæðraverndinni á Heilsugæslunni í Garðabæ. Þær hlustuðu vel á bæði mig og kærastann minn, gáfu sér tíma og voru bara yndislegar í alla staði. Heimaljósan okkar, Hafdís Rúnarsdóttir, er svo alveg einstök og hefur verið okkur stoð og stytta í gegnum báðar sængurlegurnar. Mér fannst rosalega vel fylgst með mér á meðgöngu en einnig í sængurlegunni, haldið virkilega vel utan um mig og öllu fylgt svo vel eftir. Covid hefur auðvitað gert hlutina erfiða og flókna og ég veit að upplifun margra er ólík minni, margar konur hafa verið og eru hræddar og ég skil það svo vel. En ég er ein af þeim sem hefur átt æðislega upplifun þegar kemur að heilbrigðisþjónustunni sem verðandi og nýbökuð móðir. Þegar hríðarnar voru komnar af stað. Þóra segist afar þakklát mæðraverndinni og heilbrigðisþjónustunni sem henni fannst halda mjög vel utan hana sem verðandi móður og kærasta hennar sem verðandi faðir.Aðsend mynd Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Nei, ég get ekki sagt það. Ekki þannig að ég vaknaði um miðjar nætur og varð að fá bragðaref eða eitthvað slíkt. Og aldrei þannig að ég VARÐ að fá eitthvað ákveðið NÚNA. Ég fann í raun ekki fyrir neinu slíku á fyrri meðgöngu en á þeirri seinni tók ég smá tímabil þar sem virtist renna á mig smá nostalgía því ég vildi súrmjólk með púðursykri og Cheerios út á, Gunnars kleinuhringi í pokum, skonsur með osti og appelsín í gleri. Allt matur sem ég borðaði oft sem krakki en varla síðan. Undir lok meðgöngu borðaði ég svo óvenju mikið af langlokum með skinku, eggjum og pítusósu en slíkt hef ég varla snert síðan ég var í menntaskóla, haha! Svo jú kannski má segja smá æði, en allt frekar yfirvegað. „Kona á þínum aldri“ Ég hef sjálf lítið fundið fyrir því að fólk sé að spá í aldur minn en ég er auðvitað í seinni kantinum að hefja barneignir. Ég varð fertug sex vikum eftir að sonur minn fæddist og 42 ára mánuði eftir að dóttir mín fæddist. Ég fann aðeins fyrir því þegar ég tilkynnti fyrri óléttuna að fólk var forvitið að vita hvort við hefðum fengið aðstoð við að verða ólétt, sem var nú reyndar ekki. Annars lét ég bara eins og ekkert væri eðlilegra við þetta allt saman. Sem það er, allavega fyrir mér. Ég hef heyrt frá sumum konum sem eru að eiga börn um eða eftir fertugt að þær heyri iðulega „kona á þínum aldri ...“ í upphafi setninga en ljósmæðurnar mínar og kvensjúkdómalæknir voru svo dásamleg að þau ítrekuðu alltaf við mig að ég væri hraust og allt væri eðlilegt og nefndu aldrei aldur minn að fyrra bragði. Ef ég nefndi það þá fussuðu þau bara. Ég er í góðu líkamlegu formi og mér líður vel, meðgöngurnar gengu vel og því engin ástæða til að skoða kennitöluna mína frekar. Stundum meira að segja þurfti ég að nefna það því ég veit svo sem að aldurinn hefur áhrif á eitt og annað. Það er sem dæmi fylgst extra vel með konum í fæðingu sem eru orðnar ákveðið gamlar svo það er margt jákvætt við að ganga með barn „á þessum aldri“. Vegna Covid-faraldursins þurfti Þóra að byrja ferlið ein upp á spítala og fékk Ýmir kærasti hennar ekki að koma fyrr en virk fæðing var hafin. Aðsend mynd Báðar fæðingar enduðu með keisaraskurði Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Það sem mér fannst allra erfiðast á báðum meðgöngum var að þyngjast. Og þá meina ég ekki fitna heldur þyngjast. Ég þyngdist um 20 kíló með bæði börnin mín. Að burðast með auka 12-16-18-20 kíló út um allt, allan daginn fannst mér erfitt. Upp og niður stiga, inn og út úr bílnum, upp úr sófanum, fram úr rúminu, það reyndi á og finn ég til dæmis enn að álagið á hnén var mikið. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Allra skemmtilegast var að finna fyrir hreyfingum barnsins. Mér fannst það geggjað í hvert einasta skipti, líka á seinni meðgöngunni. Það varð bara aldrei þreytt að finna fyrir útlim eða brölti og spá í hvað væri eiginlega um að vera þarna inni. Það er frekar magnað að þegar dóttir mín var fædd, og í raun enn, þá þekki ég hælana hennar frá því að hún var í bumbunni. Ég þekki stærð hælanna og lögun eftir að hafa fundið fyrir þeim fara upp og niður eftir síðunni á mér. Mér fannst líka mjög skemmtilegt að klæða mig í þrönga fallega kjóla og leyfa bumbunni að njóta sín. Hvernig gekk fæðingin? Fæðingasögurnar mínar eru frekar ólíkar en þær enduðu báðar á sama veg, með keisaraskurði. Í fyrri fæðingu náði ég ekki nema sex í útvíkkun og því tekin ákvörðun um að ná í barnið eftir um 20 klukkustundir. En í þeirri seinni náði ég fullri útvíkkun og fékk að rembast í klukkustund áður en ákveðið var að sækja hana. Ég kaus að reyna við leggangafæðingu í seinna skiptið þó ég ætti sögu um keisara og mér þykir ótrúlega gaman og vænt um að hafa fengið að upplifa það að rembast. Mest er ég þó þakklát fyrir að keisarafæðing sé möguleiki því annars hefði líklega farið illa fyrir mér og eða börnunum mínum. Nýkomin í heiminn. Ýmir og Þóra með litlu dóttur sína sem kom í heiminn eftir bráðakeisara. Aðsend mynd Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Ólýsanleg tilfinning. En ef ég reyni að lýsa henni, þá súrealísk, stórkostleg, yfirþyrmandi, ótrúleg, magnþrungin, ótrúlega gleðileg, sterk og skrítin, allt í senn. Var eitthvað sem kom þér á óvart við fæðinguna sjálfa? Það sem kom mér mest á óvart við fyrri fæðinguna mína var að hún skyldi enda með keisarafæðingu. Ég hafði einhvern veginn undirbúið mig undir allar mögulegar útkomur og leiðir sem fæðingin gæti farið nema þá að ég myndi enda í keisara. Mamma mín á fjögur börn sem hún fæddi í gegnum leggöng, ég taldi mig vera með „góðar mjaðmir og grind“ og var viss um að ég myndi remba þessu barni í heiminn. En þessi atriði hafa bara ekkert með útkomuna að segja og því alveg eins líklegt að ég, eins og hver önnur kona, eigi börn mín í gegnum keisaraskurð. En ég hefði viljað að ég hefði verið búin að hugsa þá leið og þann kost betur og verið þar af leiðandi aðeins betur undirbúin undir að þannig fór. Þóra segir það hafa komið sér á óvart að fæðingarnar hennar hafi báðar endað í keisara. Aðsend mynd Fengu þið að vita kynið? Við fengum að vita það með strákinn okkar sem við eignuðumst árið 2018 en þá var kærasti minn – og systir – mjög ákveðin í að við skyldum fá að vita. Ég hafði alltaf séð fyrir mér að ég myndi ekki fá að vita kynið þegar ég gengi með barn en þarna var ég aðeins í minnihlutahóp og samþykkti. Ég samdi þó við kærastann minn að við skyldum fá að vita kynið með þetta fyrsta barn en ef við myndum eiga fleiri þá fengi ég að ráða næst. Þegar ég verð svo ólétt aftur þá var ég á því að við skyldum ekki fá að vita. Ég er ekki týpan sem hristi pakkana undir jólatrénu og finnst í rauninni jafn gaman að vera spennt og hlakka til einhvers eins og að upplifa svo hið óvænta. Kærastinn minn var viss um að ég hefði nú séð það með fyrra barn að fá að vita kynið væri hið eina rétta en hann auðvitað stóð við sinn enda samningsins og við vorum í óvissunni þar til dóttir okkar kom í heiminn nú í október. Það er nú samt þannig að eftir á að hyggja þá er ég mjög glöð að við fengum að vita með son okkar því mér fannst ég í raun tengjast barninu í bumbunni betur eftir að ég vissi hvort kynið var. Það gerði það einhvern veginn raunverulegra að þarna væri einstaklingur að sprikla innra með mér. En kærastinn minn var svo einnig mjög glaður með að við fórum hina leiðina í seinna skiptið og fannst það jafn gaman og mér að þetta skyldi koma á óvart. Á endanum skiptir það svo auðvitað akkúrat engu máli hvort kynið er og við hefðum bæði verið ánægð með hvernig sem hefði farið og það í bæði skiptin. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Það er svo ótrúlega margt sem má og þarf að ræða meira og betur og oftar þegar kemur að meðgöngu og fæðingu! Og sængurlegu. Og kvenlíkamanum. Og tilfinningum og líðan foreldra. Ég mæli 1000% með Kviknar á instagram en þar fer fram rosalega mikilvæg og dýrmæt umræða um allt þetta ferli og foreldrahlutverkið. Þóra segir mikilvægt að setja ekki pressu á eldra systkinið að það eigi að sýna ábyrgðatilfinningu gagnvart yngra barninu. Aðsend mynd Ekki stóri bróðir sem á að passa litlu systur Hvernig hefur strákurinn ykkar tekið nýja barninu? Alveg frábærlega vel. Hann gerir okkur nánast orðlaus á hverjum degi í fegurð sinni og góðvild gagnvart litlu systur sinni. Ég gæti trúað að hún væri uppáhalds manneskjan hans, hann allavega vill knúsa hana og kyssa mest allra. Það hafa verið augnablik þar sem hann bræðir okkur algjörlega. Eitt kvöldið til dæmis lá hún á leikteppinu sínu þegar við vorum að borða kvöldmat. Hún fer eitthvað að kvarta og byrjar að kjögra. Þá hleypur hann til hennar, sest hjá henni og segir „allt í lagi systir, ég er hjá þér!“ Honum er líka mikið í mun að kveðja hana með knúsi á morgnana áður en hann fer í leikskólann og þá með orðunum „ég er að fara í leikskólann systir, sjáumst seinna“ og hann bókstaflega hoppar af kæti þegar hún kemur með að sækja hann. Við erum mjög spennt að fylgjast með framhaldinu á þeirra sambandi. Við ákváðum að vera ekkert að ota henni að honum eftir að við komum heim af fæðingardeildinni og höfum í raun ekki gert það síðan. Hann stýrir því algjörlega hversu mikið hann vill af henni vita og hafa af henni afskipti. Þá pössum við líka mjög vel upp á að hann hefur alltaf fullan aðgang að mér. Hann má alltaf koma til mín, má alltaf koma í fang og ég gef mig að honum eins mikið og ég get. Hann á líka rosalega gott samband við pabba sinn svo það hjálpar líka í að hann virðist ekki finna afbrýðisemi eða slíkt. Við fengum líka eitt ráð sem við ákváðum að tileinka okkur og það er að hann er ekki „stóri“ bróðir sem á að passa litlu systur. Hann er enn svo lítill sjálfur að við viljum ekki að hann upplifi einhverja ábyrgðartilfinningu gagnvart henni svona ungur. Hún er bara systir hans og hann bróðir hennar. Mæðgur í slökun. Aðsend mynd Kyn barnsins algengasta spurningin á meðgöngu Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Nei, ég get ekki sagt að ég hafði fundið fyrir því. Okkur var einmitt bent á það mjög snemma á meðgöngu sonar okkar að eina sem hann þyrfti strax eftir að hann kæmi í heiminn væri bleyjur, föt til að komast í heim, bílstól og sæng þegar heim væri komið. Allt annað mætti bara kaupa eftir því sem þörfin vaknaði og þannig myndum við ekki enda með heimilið fullt af dóti sem við svo ekki myndum nota. Við áttum nú sitthvað fleira en aðeins þetta þegar hann mætti á svæðið. Pabbinn var til dæmis búinn að smíða vöggu og svokallaðan co-sleeper sem hvort tveggja nýttist vel og gerir enn, en við minntum okkur reglulega á þessi orð og er ég mjög þakklát fyrir. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Fram að tuttugu vikna sónarnum var það „ætlið þið að vita kynið?“ og eftir tuttugu vikna sónarinn var það „vitið þið kynið?“ Það er greinilega stórt atriði í hugum fólks. En svo var fólki líka umhugað um að mér liði vel og spurði iðulega um það og hvort allt gengi vel. Sem er alltaf fallegt. Uppáhalds manneskjan hans. Úlfur Orri tveggja ára er yfir sig ánægður með litlu systur sína. Aðsend mynd Drakk Pilsner í lítravís Hvernig hefur brjóstagjöfin gengið með börnin þín? Brjóstagjöfin núna gengur rosa vel og hefur gert alveg frá fyrstu stundu en dóttir mín var komin á brjóst nokkrum mínútum eftir fæðingu. Það aftur á móti gekk aðeins brösulegra í upphafi með strákinn minn en þá var ég frekar lengi í gang eins og gerist víst oft í kjölfar keisarafæðinga. Við hins vegar duttum svo alveg í gírinn og áttum æðislega ellefu mánuði saman í brjóstagjöf. Ég þurfti samt sem áður að hafa mjög mikið fyrir mjólkinni þá, þurfti að passa vel upp á hvað ég borðaði og drakk pilsner í lítravís í upphafi. Ef ég gleymdi mér þá fann ég strax fyrir því. Strákurinn minn var líka stór og þurfti mikið. Ofan á það var hann líka með bakflæði og skilaði því alltaf töluverðu magni aftur af dýrmætri mjólk. Það gat verið mjög leiðinlegt og nánast sárt. Eftir um ellefu mánuði þá hætti líkaminn minn svo eiginlega bara framleiðslu. Við sonur minn hefðum bæði alveg viljað halda áfram en líkaminn sagði stopp. Ellefu mánuðir er hins vegar hellingur og ég er óendanlega þakklát fyrir þann tíma. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Treystu innsæinu þínu því mamma veit best. Og ef þú ert spurð af lækni, með undirliggjandi kaldhæðnistón, „er þetta fyrsta barn?“ svaraðu þá JÁ með stolti. Þóra með börnin sín tvö, Úlf Orra tveggja ára og stúlku tveggja mánaða. Hamingjusöm nýbökuð móðir í annað sinn. Aðsend mynd Móðurmál Börn og uppeldi Ástin og lífið Bóndadagur Tengdar fréttir Móðurmál: „Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka“ „Ég fór með hana þrisvar upp á Barnaspítalann hérna heima og var alltaf send heim aftur. Síðan fórum við til Bretlands að hitta fjölskylduna okkar. Á síðasta degi ferðalagsins hætti hún að anda. Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka. Við munum hvorugt mikið eftir þessum degi þar sem óttinn tók yfir.“ Þetta segir Aníta Björk Káradóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 12. desember 2020 08:01 Móðurmál: Ófrísk, einhleyp og óhrædd „Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. 15. nóvember 2020 19:00 Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Um 86 prósent segjast nota kynlífstæki með maka Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Þóra, eins og hún er oftast kölluð, segist þó njóta þess að vera heima með litlu stelpuna sína þessa dagana sem fæddist um miðjan október. Fyrir á hún tveggja ára dreng Úlf Orra með kærasta sínum Ými Erni Finnbogasyni. „Framundan er meira af því lífi sem ég er að lifa núna, að vera í mömmó. Ég bið og vona og óska að ástand heimsins fari batnandi svo ég geti farið að hitta allt fólkið mitt, fjölskyldu, vini og vinkonur sem ég sakna mikið að hitta og knúsa.“ Í síðasta fæðingarorlofi segir Þóra að margar hugmyndir hafa vaknað hjá henni sem hún vonist til að að fá nú tækifæri til að vinna í meðfram því að vera heimavinnandi. Falleg og geislandi ólétt af sínu öðru barni á innan við tveimur árum. Aðsend mynd Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Hér kemur strax í ljós munurinn á fyrsta barni og öðru. Ég man eiginlega ekki eftir stundinni sem ég uppgötvaði seinni óléttuna en þá fyrri man ég mjög vel. Ég tók þrjú próf þá til að vera viss. Ég hafði átt gamla prufu hér heima sem ég notaði fyrst um morguninn eftir að ég vaknaði – og kærastinn var farinn í vinnuna. En svo fór ég að hugsa að hún væri kannski útrunninn eða ónýt því hún væri gömul svo það væri vissara að kaupa nýjan pakka. Ég hafði mælt mér mót við vinkonu mína á kaffihúsi þennan morgun og náði rétt svo að koma við í apóteki á leiðinni þangað. Allt okkar samtal var „Oh my god“, „Hólí móli“ og fleiri slíkar upphrópanir. Vinkona mín var einmitt ólétt af sínu fyrsta barni sem við ræddum mjög mjög mikið og það var mjög súrealískt. Þegar við göngum út af kaffihúsinu segist ég þurfa að skreppa á klósettið og ætli því að verða eftir. Kveð hana og tek mína aðra óléttuprufu á klósetti Te og kaffi á Laugavegi. Hólí mólí! Þriðju tók ég svo aftur síðar um daginn. Var ég þá farin að sannfærast. Skemmtilegast var þó að bóndadagurinn var daginn eftir og gat ég því gefið kærastanum mínum lítinn pakka með jákvæðu óléttuprófi í gjöf það árið. Hugsa að ég muni aldrei nokkurn tíma toppa þá gjöf. Hann var mjög mjög glaður. Í seinna skiptið bað ég rúmlega árs gamlan son okkar að gefa pabba sínum jákvæðu óléttuprufuna og það er líka stund sem gleymist aldrei. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Ég er mjög heppin þegar kemur að meðgöngum mínum. Mér líður alveg ótrúlega vel. Sú fyrri var algjör draumur og ég naut hennar í botn. Seinni var aðeins þyngri og ég þreyttari en það skrifast nú helst á að ég var þá auðvitað með son minn lítinn líka. Ég gat ekki hent mér í sófann seinnipartinn og hvílt til morguns daginn eftir eins og ég gat á fyrri meðgöngu ef líkaminn kallaði á það. Þegar ég gekk með son minn þá var líka stöðugt verið að minna mig á og passa að ég héldi nú ekki á neinu þungu. Sonur minn er frekar stór og gott í honum svo sú hugmynd fór lönd og leið þegar ég þurfti auðvitað reglulega að halda á honum á seinni meðgöngunni, stundum sitjandi ofan á bumbunni. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Kannski helst hvað þetta er algjörlega magnað og ótrúlegt. Hvað kvenlíkaminn er rosalega magnaður, kröftugur og mikið undur. Á fyrri meðgöngunni fylgdist ég með hverri viku á appi sem sýndi hvað var að gerast hverju sinni. Ég man þegar ég var eitthvað óvenju þreytt nokkra daga í röð og ég sagði við kærastann minn að nú væri örugglega eitthvað mikið um að vera í líkama mínum. Þegar ég kíkti í appið þá var samkvæmt því að verða til taugakerfi innra með mér í ófæddu barni mínu. Þetta er auðvitað ekki eitthvað sem á að koma stórkostlega á óvart, ég veit jú að börn fæðast með öll kerfi og líffæri og allt til alls. En þegar það er að gerast innra með þér þá er það rosaleg upplifun. Mér fannst það geggjað! Þóra segist hafað elskað það líkamlega og andlega að ganga í gegnum meðgöngur sínar tvær. Hún naut þess að vera með bumbu og klæða sig í þröng og aðsniðin föt. Aðsend mynd Stolt og þakklát líkama sínum Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Ég elska að vera ólétt líkamlega. Ég klæði mig í þröng föt og sýni bumbuna stolt. Ég er ein af þeim konum sem elska að láta klappa bumbunni minni (það eru alls ekki allar konur þannig og skal fara varlega í þeim efnum) og finnst þetta allt svo magnað. Í bæði skiptin fékk ég kúluna mikið til framan á mig og börnin mín ágætlega stór fædd svo ég fékk ansi myndarlegar bumbur og fannst það æði. Ég var líka alveg rosalega heppin með að líða vel, bæði andlega og líkamlega, vera hraust og fékk í raun enga auka kvilla. Ég naut mín rosalega vel í bæði skiptin og fannst æði. Ég hugsa að ef ég hefði byrjað fyrr að eiga börn þá ætti ég líklega um átta núna, haha! Svo vel hentar það mér að ganga með og eiga börn. Eftir að börnin mín eru komin í heiminn þá hefur líkaminn minn einnig komið mér stórkostlega á óvart með hversu snöggur hann er að jafna sig. Aftur er ég mjög heppin með það og ég því komin á ról og líkamleg geta til að sinna daglegu lífi fljót að koma til baka. Ég er óendanlega þakklát líkama mínum og stolt af honum. Svo ég tali nú ekki um brjóstagjöfina og hversu magnað fyrirbæri móðurmjólkin og líkaminn er þegar kemur að því. Ótrúlegt! Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Ég er rosalega ánægð. Alveg í skýjunum í rauninni. Ég var mjög heppin með ljósmæðurnar, Kristínu og Svövu, sem voru með mig í mæðraverndinni á Heilsugæslunni í Garðabæ. Þær hlustuðu vel á bæði mig og kærastann minn, gáfu sér tíma og voru bara yndislegar í alla staði. Heimaljósan okkar, Hafdís Rúnarsdóttir, er svo alveg einstök og hefur verið okkur stoð og stytta í gegnum báðar sængurlegurnar. Mér fannst rosalega vel fylgst með mér á meðgöngu en einnig í sængurlegunni, haldið virkilega vel utan um mig og öllu fylgt svo vel eftir. Covid hefur auðvitað gert hlutina erfiða og flókna og ég veit að upplifun margra er ólík minni, margar konur hafa verið og eru hræddar og ég skil það svo vel. En ég er ein af þeim sem hefur átt æðislega upplifun þegar kemur að heilbrigðisþjónustunni sem verðandi og nýbökuð móðir. Þegar hríðarnar voru komnar af stað. Þóra segist afar þakklát mæðraverndinni og heilbrigðisþjónustunni sem henni fannst halda mjög vel utan hana sem verðandi móður og kærasta hennar sem verðandi faðir.Aðsend mynd Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Nei, ég get ekki sagt það. Ekki þannig að ég vaknaði um miðjar nætur og varð að fá bragðaref eða eitthvað slíkt. Og aldrei þannig að ég VARÐ að fá eitthvað ákveðið NÚNA. Ég fann í raun ekki fyrir neinu slíku á fyrri meðgöngu en á þeirri seinni tók ég smá tímabil þar sem virtist renna á mig smá nostalgía því ég vildi súrmjólk með púðursykri og Cheerios út á, Gunnars kleinuhringi í pokum, skonsur með osti og appelsín í gleri. Allt matur sem ég borðaði oft sem krakki en varla síðan. Undir lok meðgöngu borðaði ég svo óvenju mikið af langlokum með skinku, eggjum og pítusósu en slíkt hef ég varla snert síðan ég var í menntaskóla, haha! Svo jú kannski má segja smá æði, en allt frekar yfirvegað. „Kona á þínum aldri“ Ég hef sjálf lítið fundið fyrir því að fólk sé að spá í aldur minn en ég er auðvitað í seinni kantinum að hefja barneignir. Ég varð fertug sex vikum eftir að sonur minn fæddist og 42 ára mánuði eftir að dóttir mín fæddist. Ég fann aðeins fyrir því þegar ég tilkynnti fyrri óléttuna að fólk var forvitið að vita hvort við hefðum fengið aðstoð við að verða ólétt, sem var nú reyndar ekki. Annars lét ég bara eins og ekkert væri eðlilegra við þetta allt saman. Sem það er, allavega fyrir mér. Ég hef heyrt frá sumum konum sem eru að eiga börn um eða eftir fertugt að þær heyri iðulega „kona á þínum aldri ...“ í upphafi setninga en ljósmæðurnar mínar og kvensjúkdómalæknir voru svo dásamleg að þau ítrekuðu alltaf við mig að ég væri hraust og allt væri eðlilegt og nefndu aldrei aldur minn að fyrra bragði. Ef ég nefndi það þá fussuðu þau bara. Ég er í góðu líkamlegu formi og mér líður vel, meðgöngurnar gengu vel og því engin ástæða til að skoða kennitöluna mína frekar. Stundum meira að segja þurfti ég að nefna það því ég veit svo sem að aldurinn hefur áhrif á eitt og annað. Það er sem dæmi fylgst extra vel með konum í fæðingu sem eru orðnar ákveðið gamlar svo það er margt jákvætt við að ganga með barn „á þessum aldri“. Vegna Covid-faraldursins þurfti Þóra að byrja ferlið ein upp á spítala og fékk Ýmir kærasti hennar ekki að koma fyrr en virk fæðing var hafin. Aðsend mynd Báðar fæðingar enduðu með keisaraskurði Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Það sem mér fannst allra erfiðast á báðum meðgöngum var að þyngjast. Og þá meina ég ekki fitna heldur þyngjast. Ég þyngdist um 20 kíló með bæði börnin mín. Að burðast með auka 12-16-18-20 kíló út um allt, allan daginn fannst mér erfitt. Upp og niður stiga, inn og út úr bílnum, upp úr sófanum, fram úr rúminu, það reyndi á og finn ég til dæmis enn að álagið á hnén var mikið. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Allra skemmtilegast var að finna fyrir hreyfingum barnsins. Mér fannst það geggjað í hvert einasta skipti, líka á seinni meðgöngunni. Það varð bara aldrei þreytt að finna fyrir útlim eða brölti og spá í hvað væri eiginlega um að vera þarna inni. Það er frekar magnað að þegar dóttir mín var fædd, og í raun enn, þá þekki ég hælana hennar frá því að hún var í bumbunni. Ég þekki stærð hælanna og lögun eftir að hafa fundið fyrir þeim fara upp og niður eftir síðunni á mér. Mér fannst líka mjög skemmtilegt að klæða mig í þrönga fallega kjóla og leyfa bumbunni að njóta sín. Hvernig gekk fæðingin? Fæðingasögurnar mínar eru frekar ólíkar en þær enduðu báðar á sama veg, með keisaraskurði. Í fyrri fæðingu náði ég ekki nema sex í útvíkkun og því tekin ákvörðun um að ná í barnið eftir um 20 klukkustundir. En í þeirri seinni náði ég fullri útvíkkun og fékk að rembast í klukkustund áður en ákveðið var að sækja hana. Ég kaus að reyna við leggangafæðingu í seinna skiptið þó ég ætti sögu um keisara og mér þykir ótrúlega gaman og vænt um að hafa fengið að upplifa það að rembast. Mest er ég þó þakklát fyrir að keisarafæðing sé möguleiki því annars hefði líklega farið illa fyrir mér og eða börnunum mínum. Nýkomin í heiminn. Ýmir og Þóra með litlu dóttur sína sem kom í heiminn eftir bráðakeisara. Aðsend mynd Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Ólýsanleg tilfinning. En ef ég reyni að lýsa henni, þá súrealísk, stórkostleg, yfirþyrmandi, ótrúleg, magnþrungin, ótrúlega gleðileg, sterk og skrítin, allt í senn. Var eitthvað sem kom þér á óvart við fæðinguna sjálfa? Það sem kom mér mest á óvart við fyrri fæðinguna mína var að hún skyldi enda með keisarafæðingu. Ég hafði einhvern veginn undirbúið mig undir allar mögulegar útkomur og leiðir sem fæðingin gæti farið nema þá að ég myndi enda í keisara. Mamma mín á fjögur börn sem hún fæddi í gegnum leggöng, ég taldi mig vera með „góðar mjaðmir og grind“ og var viss um að ég myndi remba þessu barni í heiminn. En þessi atriði hafa bara ekkert með útkomuna að segja og því alveg eins líklegt að ég, eins og hver önnur kona, eigi börn mín í gegnum keisaraskurð. En ég hefði viljað að ég hefði verið búin að hugsa þá leið og þann kost betur og verið þar af leiðandi aðeins betur undirbúin undir að þannig fór. Þóra segir það hafa komið sér á óvart að fæðingarnar hennar hafi báðar endað í keisara. Aðsend mynd Fengu þið að vita kynið? Við fengum að vita það með strákinn okkar sem við eignuðumst árið 2018 en þá var kærasti minn – og systir – mjög ákveðin í að við skyldum fá að vita. Ég hafði alltaf séð fyrir mér að ég myndi ekki fá að vita kynið þegar ég gengi með barn en þarna var ég aðeins í minnihlutahóp og samþykkti. Ég samdi þó við kærastann minn að við skyldum fá að vita kynið með þetta fyrsta barn en ef við myndum eiga fleiri þá fengi ég að ráða næst. Þegar ég verð svo ólétt aftur þá var ég á því að við skyldum ekki fá að vita. Ég er ekki týpan sem hristi pakkana undir jólatrénu og finnst í rauninni jafn gaman að vera spennt og hlakka til einhvers eins og að upplifa svo hið óvænta. Kærastinn minn var viss um að ég hefði nú séð það með fyrra barn að fá að vita kynið væri hið eina rétta en hann auðvitað stóð við sinn enda samningsins og við vorum í óvissunni þar til dóttir okkar kom í heiminn nú í október. Það er nú samt þannig að eftir á að hyggja þá er ég mjög glöð að við fengum að vita með son okkar því mér fannst ég í raun tengjast barninu í bumbunni betur eftir að ég vissi hvort kynið var. Það gerði það einhvern veginn raunverulegra að þarna væri einstaklingur að sprikla innra með mér. En kærastinn minn var svo einnig mjög glaður með að við fórum hina leiðina í seinna skiptið og fannst það jafn gaman og mér að þetta skyldi koma á óvart. Á endanum skiptir það svo auðvitað akkúrat engu máli hvort kynið er og við hefðum bæði verið ánægð með hvernig sem hefði farið og það í bæði skiptin. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Það er svo ótrúlega margt sem má og þarf að ræða meira og betur og oftar þegar kemur að meðgöngu og fæðingu! Og sængurlegu. Og kvenlíkamanum. Og tilfinningum og líðan foreldra. Ég mæli 1000% með Kviknar á instagram en þar fer fram rosalega mikilvæg og dýrmæt umræða um allt þetta ferli og foreldrahlutverkið. Þóra segir mikilvægt að setja ekki pressu á eldra systkinið að það eigi að sýna ábyrgðatilfinningu gagnvart yngra barninu. Aðsend mynd Ekki stóri bróðir sem á að passa litlu systur Hvernig hefur strákurinn ykkar tekið nýja barninu? Alveg frábærlega vel. Hann gerir okkur nánast orðlaus á hverjum degi í fegurð sinni og góðvild gagnvart litlu systur sinni. Ég gæti trúað að hún væri uppáhalds manneskjan hans, hann allavega vill knúsa hana og kyssa mest allra. Það hafa verið augnablik þar sem hann bræðir okkur algjörlega. Eitt kvöldið til dæmis lá hún á leikteppinu sínu þegar við vorum að borða kvöldmat. Hún fer eitthvað að kvarta og byrjar að kjögra. Þá hleypur hann til hennar, sest hjá henni og segir „allt í lagi systir, ég er hjá þér!“ Honum er líka mikið í mun að kveðja hana með knúsi á morgnana áður en hann fer í leikskólann og þá með orðunum „ég er að fara í leikskólann systir, sjáumst seinna“ og hann bókstaflega hoppar af kæti þegar hún kemur með að sækja hann. Við erum mjög spennt að fylgjast með framhaldinu á þeirra sambandi. Við ákváðum að vera ekkert að ota henni að honum eftir að við komum heim af fæðingardeildinni og höfum í raun ekki gert það síðan. Hann stýrir því algjörlega hversu mikið hann vill af henni vita og hafa af henni afskipti. Þá pössum við líka mjög vel upp á að hann hefur alltaf fullan aðgang að mér. Hann má alltaf koma til mín, má alltaf koma í fang og ég gef mig að honum eins mikið og ég get. Hann á líka rosalega gott samband við pabba sinn svo það hjálpar líka í að hann virðist ekki finna afbrýðisemi eða slíkt. Við fengum líka eitt ráð sem við ákváðum að tileinka okkur og það er að hann er ekki „stóri“ bróðir sem á að passa litlu systur. Hann er enn svo lítill sjálfur að við viljum ekki að hann upplifi einhverja ábyrgðartilfinningu gagnvart henni svona ungur. Hún er bara systir hans og hann bróðir hennar. Mæðgur í slökun. Aðsend mynd Kyn barnsins algengasta spurningin á meðgöngu Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Nei, ég get ekki sagt að ég hafði fundið fyrir því. Okkur var einmitt bent á það mjög snemma á meðgöngu sonar okkar að eina sem hann þyrfti strax eftir að hann kæmi í heiminn væri bleyjur, föt til að komast í heim, bílstól og sæng þegar heim væri komið. Allt annað mætti bara kaupa eftir því sem þörfin vaknaði og þannig myndum við ekki enda með heimilið fullt af dóti sem við svo ekki myndum nota. Við áttum nú sitthvað fleira en aðeins þetta þegar hann mætti á svæðið. Pabbinn var til dæmis búinn að smíða vöggu og svokallaðan co-sleeper sem hvort tveggja nýttist vel og gerir enn, en við minntum okkur reglulega á þessi orð og er ég mjög þakklát fyrir. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Fram að tuttugu vikna sónarnum var það „ætlið þið að vita kynið?“ og eftir tuttugu vikna sónarinn var það „vitið þið kynið?“ Það er greinilega stórt atriði í hugum fólks. En svo var fólki líka umhugað um að mér liði vel og spurði iðulega um það og hvort allt gengi vel. Sem er alltaf fallegt. Uppáhalds manneskjan hans. Úlfur Orri tveggja ára er yfir sig ánægður með litlu systur sína. Aðsend mynd Drakk Pilsner í lítravís Hvernig hefur brjóstagjöfin gengið með börnin þín? Brjóstagjöfin núna gengur rosa vel og hefur gert alveg frá fyrstu stundu en dóttir mín var komin á brjóst nokkrum mínútum eftir fæðingu. Það aftur á móti gekk aðeins brösulegra í upphafi með strákinn minn en þá var ég frekar lengi í gang eins og gerist víst oft í kjölfar keisarafæðinga. Við hins vegar duttum svo alveg í gírinn og áttum æðislega ellefu mánuði saman í brjóstagjöf. Ég þurfti samt sem áður að hafa mjög mikið fyrir mjólkinni þá, þurfti að passa vel upp á hvað ég borðaði og drakk pilsner í lítravís í upphafi. Ef ég gleymdi mér þá fann ég strax fyrir því. Strákurinn minn var líka stór og þurfti mikið. Ofan á það var hann líka með bakflæði og skilaði því alltaf töluverðu magni aftur af dýrmætri mjólk. Það gat verið mjög leiðinlegt og nánast sárt. Eftir um ellefu mánuði þá hætti líkaminn minn svo eiginlega bara framleiðslu. Við sonur minn hefðum bæði alveg viljað halda áfram en líkaminn sagði stopp. Ellefu mánuðir er hins vegar hellingur og ég er óendanlega þakklát fyrir þann tíma. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Treystu innsæinu þínu því mamma veit best. Og ef þú ert spurð af lækni, með undirliggjandi kaldhæðnistón, „er þetta fyrsta barn?“ svaraðu þá JÁ með stolti. Þóra með börnin sín tvö, Úlf Orra tveggja ára og stúlku tveggja mánaða. Hamingjusöm nýbökuð móðir í annað sinn. Aðsend mynd
Móðurmál Börn og uppeldi Ástin og lífið Bóndadagur Tengdar fréttir Móðurmál: „Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka“ „Ég fór með hana þrisvar upp á Barnaspítalann hérna heima og var alltaf send heim aftur. Síðan fórum við til Bretlands að hitta fjölskylduna okkar. Á síðasta degi ferðalagsins hætti hún að anda. Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka. Við munum hvorugt mikið eftir þessum degi þar sem óttinn tók yfir.“ Þetta segir Aníta Björk Káradóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 12. desember 2020 08:01 Móðurmál: Ófrísk, einhleyp og óhrædd „Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. 15. nóvember 2020 19:00 Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Um 86 prósent segjast nota kynlífstæki með maka Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Móðurmál: „Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka“ „Ég fór með hana þrisvar upp á Barnaspítalann hérna heima og var alltaf send heim aftur. Síðan fórum við til Bretlands að hitta fjölskylduna okkar. Á síðasta degi ferðalagsins hætti hún að anda. Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka. Við munum hvorugt mikið eftir þessum degi þar sem óttinn tók yfir.“ Þetta segir Aníta Björk Káradóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 12. desember 2020 08:01
Móðurmál: Ófrísk, einhleyp og óhrædd „Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. 15. nóvember 2020 19:00
Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01