Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. desember 2020 12:10 Bankasýsla ríkisins hefur á ný mælst til þess að fjármálaráðherra hefji söluferli Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. Í bréfi sem Bankasýsla ríkisins sendi Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra var lagt til að eignarhlutur í Íslandsbanka verði auglýstur til sölu að ákjósanlegast væri að söluferlinu yrði lokið á fyrri helmingi næsta árs. Bankinn verði skráður á markað í kjölfar útboðs. Bankasýslan lagði fram sambærilega tillögu í vor en hún var dregin til baka vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Bjarni var að loknum ríkisstjórnarfundi spurður út í tillöguna en hún var rædd á fundinum. „Mér líst ágætlega á hana. Við höfum haft það svo sem á prjónunum frá því ríkisstjórnin var mynduð að draga úr eignarhlut ríkisins í fjármálakerfinu. Hann er sá mesti í Evrópu. Ekkert annað þjóðríki á jafn stóran hlut í sínu fjármálakerfi og íslenska ríkið og ég held að aðstæður hafi verið að þróast vel á þessu ári eða frá því Bankasýslan féll frá því að leggja þetta til vegna Covid faraldursins þá hefur ýmislegt gerst, íslenska hlutabréfavísitalan hefur farið upp um 50%, bankar í Evrópu hafa verið að hækka um rúmlega 30%.“ Það sé fjölmargt sem mæli með skráningu bankans á markað á þessum tímapunkti. „Ég held að það sé líka mikilvægt í öðru samhengi að ríkið dragi sig út úr þessum rekstri, bæði vegna áhættu og eins til að tryggja eðlilega samkeppni og fjölbreyttara eignarhald á íslenskum fjármálamarkaði og að lokum þá kemur það sé vel fyrir ríkissjóð við þessar aðstæður, hér er banki sem er með um hundrað og áttatíu milljarða í eigið fé.“ Hann telji að söluandvirðið sé í kringum 140 milljarða miðað við markaðsvirði annarra banka. „Það á svo sem eftir að skýrast allt saman í þessu ferli sem verður þá lagt af stað með núna.“ Aðspurður sagði Bjarni að ekki væri tímabært að úttala sig um stærð þess eignarhlutar sem hann vill selja en á fyrri stigum hafi verið horft til um fjórðungshlutar. Á lengra tímabili sjái Bjarni þó fyrir sér að ríkið losi um allan sinn hlut. „Ég held að það séu góðar líkur á að þetta geti tekist með ágætum stuðningi. Og ég held að það sé stuðningur við það líka í samfélaginu að ríkið eigi ekki að vera leiðandi eigandi að stóru fyrirtækjunum í fjármalarekstri á Íslandi.“ Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Salan á Íslandsbanka Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Í bréfi sem Bankasýsla ríkisins sendi Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra var lagt til að eignarhlutur í Íslandsbanka verði auglýstur til sölu að ákjósanlegast væri að söluferlinu yrði lokið á fyrri helmingi næsta árs. Bankinn verði skráður á markað í kjölfar útboðs. Bankasýslan lagði fram sambærilega tillögu í vor en hún var dregin til baka vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Bjarni var að loknum ríkisstjórnarfundi spurður út í tillöguna en hún var rædd á fundinum. „Mér líst ágætlega á hana. Við höfum haft það svo sem á prjónunum frá því ríkisstjórnin var mynduð að draga úr eignarhlut ríkisins í fjármálakerfinu. Hann er sá mesti í Evrópu. Ekkert annað þjóðríki á jafn stóran hlut í sínu fjármálakerfi og íslenska ríkið og ég held að aðstæður hafi verið að þróast vel á þessu ári eða frá því Bankasýslan féll frá því að leggja þetta til vegna Covid faraldursins þá hefur ýmislegt gerst, íslenska hlutabréfavísitalan hefur farið upp um 50%, bankar í Evrópu hafa verið að hækka um rúmlega 30%.“ Það sé fjölmargt sem mæli með skráningu bankans á markað á þessum tímapunkti. „Ég held að það sé líka mikilvægt í öðru samhengi að ríkið dragi sig út úr þessum rekstri, bæði vegna áhættu og eins til að tryggja eðlilega samkeppni og fjölbreyttara eignarhald á íslenskum fjármálamarkaði og að lokum þá kemur það sé vel fyrir ríkissjóð við þessar aðstæður, hér er banki sem er með um hundrað og áttatíu milljarða í eigið fé.“ Hann telji að söluandvirðið sé í kringum 140 milljarða miðað við markaðsvirði annarra banka. „Það á svo sem eftir að skýrast allt saman í þessu ferli sem verður þá lagt af stað með núna.“ Aðspurður sagði Bjarni að ekki væri tímabært að úttala sig um stærð þess eignarhlutar sem hann vill selja en á fyrri stigum hafi verið horft til um fjórðungshlutar. Á lengra tímabili sjái Bjarni þó fyrir sér að ríkið losi um allan sinn hlut. „Ég held að það séu góðar líkur á að þetta geti tekist með ágætum stuðningi. Og ég held að það sé stuðningur við það líka í samfélaginu að ríkið eigi ekki að vera leiðandi eigandi að stóru fyrirtækjunum í fjármalarekstri á Íslandi.“
Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Salan á Íslandsbanka Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira