Van Gerwen hefur leiðina að fjórða heimsmeistaratitlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2020 09:16 Michael van Gerwen ætlar sér í úrslit á þriðja heimsmeistaramótinu í röð. getty/Dan Mullan Þrefaldi heimsmeistarinn, efsti maður heimslistans og stærsta stjarna pílukastsins, Michael van Gerwen, mætir til leiks á HM í dag. Átta leikir fara fram í Alexandra höllinni í London í dag. Í þeim síðasta mætir Van Gerwen Skotanum Ryan Murray sem er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti á ferlinum. Van Gerwen sat hjá í 1. umferðinni á meðan sigraði Murray Lourence Ilagan frá Filippseyjum, 3-1. Murray er númer níutíu á heimslistanum. Eins og áður sagði er Van Gerwen efstur á heimslistanum og hann er að flestra mati líklegastur til að standa uppi sem sigurvegari á HM. Hollendingurinn varð heimsmeistari 2014, 2017 og 2019. Hann komst í úrslit á HM í fyrra en tapaði þar fyrir Peter Wright, 7-3. Van Gerwen keppti ekki á PDC World Cup of Darts í síðasta mánuði og HM var einnig í hættu eftir sturtuferð með konunni sem fór illa. „Ég var í sturtu með unnustunni því við förum alltaf í bað saman. Það er gott. Ég sat í sturtunni og byrjaði að hósta og þar af leiðandi tognaði ég í bakinu,“ sagði Van Gerwen sem hefur nú jafnað sig á meiðslunum. Van Gerwen hefur átt misjafnt ár en mætir fullur sjálfstrausts til leiks eftir að hafa spilað vel og unnið Players meistaramótið í lok nóvember. Hann sigraði þá Mervyn King í úrslitaleiknum, 11-10. Phil Taylor, sem vann sextán heimsmeistaratitla á sínum tíma, segir að það sé pressa á Van Gerwen að vinna HM. „Hann á sína kafla. Hann spilar frábærlega í einum leik og tapar svo þeim næsta. Þetta er bara pressa. Ég þekki hana og veit hvað ég myndi gera til að sigrast á henni en ég ætla ekki að segja honum það. Þetta er alvöru próf fyrir hann,“ sagði Taylor. Í sjötta leik dagsins mætir Deta Hedman Andy Boulton. Hedman er önnur tveggja kvenna sem komust á HM 2021. Hin konan, Lisa Ashton, tapaði fyrir Adam Hunt í hörkuleik, 3-2, á miðvikudaginn. Hedman er að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún er næstelsti nýliðinn í sögu HM, eða 61 árs. Bein útsending frá HM í pílukasti hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3 í dag. Þá fara fyrri fjórir leikir dagsins fram. Seinni fjórir leikirnir fara svo fram í kvöld og hefst bein útsending aftur klukkan 18:00. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Sjá meira
Átta leikir fara fram í Alexandra höllinni í London í dag. Í þeim síðasta mætir Van Gerwen Skotanum Ryan Murray sem er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti á ferlinum. Van Gerwen sat hjá í 1. umferðinni á meðan sigraði Murray Lourence Ilagan frá Filippseyjum, 3-1. Murray er númer níutíu á heimslistanum. Eins og áður sagði er Van Gerwen efstur á heimslistanum og hann er að flestra mati líklegastur til að standa uppi sem sigurvegari á HM. Hollendingurinn varð heimsmeistari 2014, 2017 og 2019. Hann komst í úrslit á HM í fyrra en tapaði þar fyrir Peter Wright, 7-3. Van Gerwen keppti ekki á PDC World Cup of Darts í síðasta mánuði og HM var einnig í hættu eftir sturtuferð með konunni sem fór illa. „Ég var í sturtu með unnustunni því við förum alltaf í bað saman. Það er gott. Ég sat í sturtunni og byrjaði að hósta og þar af leiðandi tognaði ég í bakinu,“ sagði Van Gerwen sem hefur nú jafnað sig á meiðslunum. Van Gerwen hefur átt misjafnt ár en mætir fullur sjálfstrausts til leiks eftir að hafa spilað vel og unnið Players meistaramótið í lok nóvember. Hann sigraði þá Mervyn King í úrslitaleiknum, 11-10. Phil Taylor, sem vann sextán heimsmeistaratitla á sínum tíma, segir að það sé pressa á Van Gerwen að vinna HM. „Hann á sína kafla. Hann spilar frábærlega í einum leik og tapar svo þeim næsta. Þetta er bara pressa. Ég þekki hana og veit hvað ég myndi gera til að sigrast á henni en ég ætla ekki að segja honum það. Þetta er alvöru próf fyrir hann,“ sagði Taylor. Í sjötta leik dagsins mætir Deta Hedman Andy Boulton. Hedman er önnur tveggja kvenna sem komust á HM 2021. Hin konan, Lisa Ashton, tapaði fyrir Adam Hunt í hörkuleik, 3-2, á miðvikudaginn. Hedman er að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún er næstelsti nýliðinn í sögu HM, eða 61 árs. Bein útsending frá HM í pílukasti hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3 í dag. Þá fara fyrri fjórir leikir dagsins fram. Seinni fjórir leikirnir fara svo fram í kvöld og hefst bein útsending aftur klukkan 18:00. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Sjá meira