Framhald á samstarfi við orkusjóð Alþjóðabankans Heimsljós 18. desember 2020 14:18 ESMAP Ísland fjármagnar stöðu jarðhitasérfræðings hjá orkusjóði Alþjóðabankans. Framhald verður á samstarfinu til fjögurra ára. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur ákveðið að framlengja til næstu fjögurra ára samstarfssamning við orkusjóð Alþjóðabankans (ESMAP). Ísland fjármagnar einnig stöðu jarðhitasérfræðings hjá sjóðnum. Sjóðurinn kemur að mótun og undirbúningi verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku í þróunarríkjum, sem síðar koma til fjármögnunar hjá bankanum og fleiri aðilum. Jafnframt er sjóðurinn mikilvægt þekkingarsetur um endurnýjanlega orku. „Þegar kemur að því að miðla og auka þekkingu á jarðhitaverkefnum í þróunarríkjum er orkusjóðurinn mikilvægasti vettvangur Alþjóðbankans. Samstarf við sjóðinn er okkur mikils virði til að koma á framfæri íslenskri sérþekkingu í tengslum við verkefni bankans. Nýr samningur er því beggja hagur,“ segir Guðlaugur Þór. Verkefnaáætlun sjóðsins fyrir 2021-2024 sem liggur til grundvallar nýja samningnum byggir á tveimur meginmarkmiðum, aðgengi fyrir alla að orku fyrir 2030 og minnkun kolefnislosunar í orkugeiranum, til að styðja við framgang sjöunda heimsmarkmiðsins um sjálfbæra orku og baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Í áætluninni er áfram lögð rík áherslu á jarðhita, meðal annars beina nýtingu, auk vatnsorku og annarra endurnýjanlegra orkugjafa. Forsíða jafnréttisskýrslu ESMAP. Á þessu ári lauk verkefninu „Global Geothermal Development Plan“ en því var formlega hleypt af stokkunum á jarðhitaráðstefnu á Íslandi 2013. Íslenskir jarðhitasérfræðingar innan bankans störfuðu náið að verkefninu og í nýlegu yfirliti sjóðsins yfir árangur síðustu fjögurra ára kemur fram að íslensk sérþekking hafi átt stóran þátt í góðum árangri verkefnisins. Auk jarðhitamála styður Ísland við vatnsaflsverkefni á vegum ESMAP en Ísland býr yfir víðtækri þekkingu á því sviði sem nýst getur víða um heim. Geir H. Haarde, aðalfulltrúi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum, stóð fyrir viðburði í tengslum við ársfund bankans um hlutverk vatnsafls í þróunarsamvinnu í tengslum við útgáfu úttektar á stuðningi Alþjóðabankans við raforkuframleiðslu úr endurnýjanlegum orkulindum. Úttektin sýnir að vatnsaflsverkefni bankans hafa skilað framúrskarandi árangri. ESMAP leggur ríka áherslu á jafnréttismál í orkugeiranum og Íslendingar hafa átt samstarf við sjóðinn um jafnréttismál og jarðhita í þeim tilgangi að styrkja rödd og þátttöku kvenna. Nefna má að utanríkisráðuneytið tók þátt í vinnu ESMAP við nýja skýrslu um jafnréttismál í jarðhitaverkefnum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Orkumál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur ákveðið að framlengja til næstu fjögurra ára samstarfssamning við orkusjóð Alþjóðabankans (ESMAP). Ísland fjármagnar einnig stöðu jarðhitasérfræðings hjá sjóðnum. Sjóðurinn kemur að mótun og undirbúningi verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku í þróunarríkjum, sem síðar koma til fjármögnunar hjá bankanum og fleiri aðilum. Jafnframt er sjóðurinn mikilvægt þekkingarsetur um endurnýjanlega orku. „Þegar kemur að því að miðla og auka þekkingu á jarðhitaverkefnum í þróunarríkjum er orkusjóðurinn mikilvægasti vettvangur Alþjóðbankans. Samstarf við sjóðinn er okkur mikils virði til að koma á framfæri íslenskri sérþekkingu í tengslum við verkefni bankans. Nýr samningur er því beggja hagur,“ segir Guðlaugur Þór. Verkefnaáætlun sjóðsins fyrir 2021-2024 sem liggur til grundvallar nýja samningnum byggir á tveimur meginmarkmiðum, aðgengi fyrir alla að orku fyrir 2030 og minnkun kolefnislosunar í orkugeiranum, til að styðja við framgang sjöunda heimsmarkmiðsins um sjálfbæra orku og baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Í áætluninni er áfram lögð rík áherslu á jarðhita, meðal annars beina nýtingu, auk vatnsorku og annarra endurnýjanlegra orkugjafa. Forsíða jafnréttisskýrslu ESMAP. Á þessu ári lauk verkefninu „Global Geothermal Development Plan“ en því var formlega hleypt af stokkunum á jarðhitaráðstefnu á Íslandi 2013. Íslenskir jarðhitasérfræðingar innan bankans störfuðu náið að verkefninu og í nýlegu yfirliti sjóðsins yfir árangur síðustu fjögurra ára kemur fram að íslensk sérþekking hafi átt stóran þátt í góðum árangri verkefnisins. Auk jarðhitamála styður Ísland við vatnsaflsverkefni á vegum ESMAP en Ísland býr yfir víðtækri þekkingu á því sviði sem nýst getur víða um heim. Geir H. Haarde, aðalfulltrúi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum, stóð fyrir viðburði í tengslum við ársfund bankans um hlutverk vatnsafls í þróunarsamvinnu í tengslum við útgáfu úttektar á stuðningi Alþjóðabankans við raforkuframleiðslu úr endurnýjanlegum orkulindum. Úttektin sýnir að vatnsaflsverkefni bankans hafa skilað framúrskarandi árangri. ESMAP leggur ríka áherslu á jafnréttismál í orkugeiranum og Íslendingar hafa átt samstarf við sjóðinn um jafnréttismál og jarðhita í þeim tilgangi að styrkja rödd og þátttöku kvenna. Nefna má að utanríkisráðuneytið tók þátt í vinnu ESMAP við nýja skýrslu um jafnréttismál í jarðhitaverkefnum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Orkumál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent