Framhald á samstarfi við orkusjóð Alþjóðabankans Heimsljós 18. desember 2020 14:18 ESMAP Ísland fjármagnar stöðu jarðhitasérfræðings hjá orkusjóði Alþjóðabankans. Framhald verður á samstarfinu til fjögurra ára. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur ákveðið að framlengja til næstu fjögurra ára samstarfssamning við orkusjóð Alþjóðabankans (ESMAP). Ísland fjármagnar einnig stöðu jarðhitasérfræðings hjá sjóðnum. Sjóðurinn kemur að mótun og undirbúningi verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku í þróunarríkjum, sem síðar koma til fjármögnunar hjá bankanum og fleiri aðilum. Jafnframt er sjóðurinn mikilvægt þekkingarsetur um endurnýjanlega orku. „Þegar kemur að því að miðla og auka þekkingu á jarðhitaverkefnum í þróunarríkjum er orkusjóðurinn mikilvægasti vettvangur Alþjóðbankans. Samstarf við sjóðinn er okkur mikils virði til að koma á framfæri íslenskri sérþekkingu í tengslum við verkefni bankans. Nýr samningur er því beggja hagur,“ segir Guðlaugur Þór. Verkefnaáætlun sjóðsins fyrir 2021-2024 sem liggur til grundvallar nýja samningnum byggir á tveimur meginmarkmiðum, aðgengi fyrir alla að orku fyrir 2030 og minnkun kolefnislosunar í orkugeiranum, til að styðja við framgang sjöunda heimsmarkmiðsins um sjálfbæra orku og baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Í áætluninni er áfram lögð rík áherslu á jarðhita, meðal annars beina nýtingu, auk vatnsorku og annarra endurnýjanlegra orkugjafa. Forsíða jafnréttisskýrslu ESMAP. Á þessu ári lauk verkefninu „Global Geothermal Development Plan“ en því var formlega hleypt af stokkunum á jarðhitaráðstefnu á Íslandi 2013. Íslenskir jarðhitasérfræðingar innan bankans störfuðu náið að verkefninu og í nýlegu yfirliti sjóðsins yfir árangur síðustu fjögurra ára kemur fram að íslensk sérþekking hafi átt stóran þátt í góðum árangri verkefnisins. Auk jarðhitamála styður Ísland við vatnsaflsverkefni á vegum ESMAP en Ísland býr yfir víðtækri þekkingu á því sviði sem nýst getur víða um heim. Geir H. Haarde, aðalfulltrúi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum, stóð fyrir viðburði í tengslum við ársfund bankans um hlutverk vatnsafls í þróunarsamvinnu í tengslum við útgáfu úttektar á stuðningi Alþjóðabankans við raforkuframleiðslu úr endurnýjanlegum orkulindum. Úttektin sýnir að vatnsaflsverkefni bankans hafa skilað framúrskarandi árangri. ESMAP leggur ríka áherslu á jafnréttismál í orkugeiranum og Íslendingar hafa átt samstarf við sjóðinn um jafnréttismál og jarðhita í þeim tilgangi að styrkja rödd og þátttöku kvenna. Nefna má að utanríkisráðuneytið tók þátt í vinnu ESMAP við nýja skýrslu um jafnréttismál í jarðhitaverkefnum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Orkumál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur ákveðið að framlengja til næstu fjögurra ára samstarfssamning við orkusjóð Alþjóðabankans (ESMAP). Ísland fjármagnar einnig stöðu jarðhitasérfræðings hjá sjóðnum. Sjóðurinn kemur að mótun og undirbúningi verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku í þróunarríkjum, sem síðar koma til fjármögnunar hjá bankanum og fleiri aðilum. Jafnframt er sjóðurinn mikilvægt þekkingarsetur um endurnýjanlega orku. „Þegar kemur að því að miðla og auka þekkingu á jarðhitaverkefnum í þróunarríkjum er orkusjóðurinn mikilvægasti vettvangur Alþjóðbankans. Samstarf við sjóðinn er okkur mikils virði til að koma á framfæri íslenskri sérþekkingu í tengslum við verkefni bankans. Nýr samningur er því beggja hagur,“ segir Guðlaugur Þór. Verkefnaáætlun sjóðsins fyrir 2021-2024 sem liggur til grundvallar nýja samningnum byggir á tveimur meginmarkmiðum, aðgengi fyrir alla að orku fyrir 2030 og minnkun kolefnislosunar í orkugeiranum, til að styðja við framgang sjöunda heimsmarkmiðsins um sjálfbæra orku og baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Í áætluninni er áfram lögð rík áherslu á jarðhita, meðal annars beina nýtingu, auk vatnsorku og annarra endurnýjanlegra orkugjafa. Forsíða jafnréttisskýrslu ESMAP. Á þessu ári lauk verkefninu „Global Geothermal Development Plan“ en því var formlega hleypt af stokkunum á jarðhitaráðstefnu á Íslandi 2013. Íslenskir jarðhitasérfræðingar innan bankans störfuðu náið að verkefninu og í nýlegu yfirliti sjóðsins yfir árangur síðustu fjögurra ára kemur fram að íslensk sérþekking hafi átt stóran þátt í góðum árangri verkefnisins. Auk jarðhitamála styður Ísland við vatnsaflsverkefni á vegum ESMAP en Ísland býr yfir víðtækri þekkingu á því sviði sem nýst getur víða um heim. Geir H. Haarde, aðalfulltrúi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum, stóð fyrir viðburði í tengslum við ársfund bankans um hlutverk vatnsafls í þróunarsamvinnu í tengslum við útgáfu úttektar á stuðningi Alþjóðabankans við raforkuframleiðslu úr endurnýjanlegum orkulindum. Úttektin sýnir að vatnsaflsverkefni bankans hafa skilað framúrskarandi árangri. ESMAP leggur ríka áherslu á jafnréttismál í orkugeiranum og Íslendingar hafa átt samstarf við sjóðinn um jafnréttismál og jarðhita í þeim tilgangi að styrkja rödd og þátttöku kvenna. Nefna má að utanríkisráðuneytið tók þátt í vinnu ESMAP við nýja skýrslu um jafnréttismál í jarðhitaverkefnum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Orkumál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent