Ein af sögum mótsins: 66 ára gamli Lim skellti Humphries Anton Ingi Leifsson skrifar 18. desember 2020 23:01 Lim vann hugu og hjörtu píluheimsins með sigrinum í kvöld. Luke Walker/Getty Images Saga dagsins á heimsmeistaramótinu í pílukasti er Paul Lim. Hinn 66 ára gamli Lim kemur frá Singapúr og gerði sér lítið fyrir og fleygði Luke Humphries úr keppni. Það stefndi flest í auðveldan sigur Luke Humphries sem er mun ofar en Lim á heimslistanum en einnig hefur Lim varla spilað pílu á árinu vegna faraldursins. Hann hefur ekki náð að taka þátt í neinum mótum. Luke komst í 2-0 en þá vaknaði hinn þaulreyndi Lim. Hann vann sig hægt og rólega inn í leikinn og jafnaði metin í 2-2. Það þurfti því úrslitasett um sætið í 32-manna úrslitunum og hinn brosmildi Lim vann orystuna 3-1. Incredible scenes here at Ally Pally as 66-year-old Paul Lim, in his 25th World Championship, comes from 2-0 down to defeat Luke Humphries 3-2!Now that, was DRAMA! pic.twitter.com/UUscNmsZQf— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2020 Dagurinn byrjaði hins vegar ekki vel fyrir þá sem vonuðust eftir spennandi degi. Fyrstu tveir leikir dagsins fóru 3-0 og þar var lítið um spennu. Það var fyrst í leik Wayne Jones og Ciarán Teehan sem spenna myndaðist en sá leikur fór alla leið í úrslitasett. Fyrstu tveir leikir kvöldsins, fóru líkt og leikur Luke og Paul Lim, í úrslitasett en Dirk van Duijvenbode og hinn þaulreyndi John Henderson komust áfram eftir 3-2 sigra. Í síðasta leik kvöldsins var það svo James Wade sem lenti ekki í neinum vandræðum með Callan Rydz. Lokatölur 3-0. It's a comprehensive whitewash victory for James Wade over a below par Callan Rydz to close out the action on Day Four! pic.twitter.com/C38SmzwRlc— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2020 Öll úrslit dagsins: Mickey Mansell - Haupai Puha 3-0 Darius Labanauskas - Chengan Liu 3-0 Wayne Jones - Ciarán Teehan 3-2 Jamie Hughes - Adam Hunt 0-3 Dirk van Duijvenbode - Bradley Brooks 3-2 John Henderson - Marko Kantele 3-2 Luke Humphries - Paul Lim 2-3 James Wade - Callan Rydz 3-0 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Það stefndi flest í auðveldan sigur Luke Humphries sem er mun ofar en Lim á heimslistanum en einnig hefur Lim varla spilað pílu á árinu vegna faraldursins. Hann hefur ekki náð að taka þátt í neinum mótum. Luke komst í 2-0 en þá vaknaði hinn þaulreyndi Lim. Hann vann sig hægt og rólega inn í leikinn og jafnaði metin í 2-2. Það þurfti því úrslitasett um sætið í 32-manna úrslitunum og hinn brosmildi Lim vann orystuna 3-1. Incredible scenes here at Ally Pally as 66-year-old Paul Lim, in his 25th World Championship, comes from 2-0 down to defeat Luke Humphries 3-2!Now that, was DRAMA! pic.twitter.com/UUscNmsZQf— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2020 Dagurinn byrjaði hins vegar ekki vel fyrir þá sem vonuðust eftir spennandi degi. Fyrstu tveir leikir dagsins fóru 3-0 og þar var lítið um spennu. Það var fyrst í leik Wayne Jones og Ciarán Teehan sem spenna myndaðist en sá leikur fór alla leið í úrslitasett. Fyrstu tveir leikir kvöldsins, fóru líkt og leikur Luke og Paul Lim, í úrslitasett en Dirk van Duijvenbode og hinn þaulreyndi John Henderson komust áfram eftir 3-2 sigra. Í síðasta leik kvöldsins var það svo James Wade sem lenti ekki í neinum vandræðum með Callan Rydz. Lokatölur 3-0. It's a comprehensive whitewash victory for James Wade over a below par Callan Rydz to close out the action on Day Four! pic.twitter.com/C38SmzwRlc— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2020 Öll úrslit dagsins: Mickey Mansell - Haupai Puha 3-0 Darius Labanauskas - Chengan Liu 3-0 Wayne Jones - Ciarán Teehan 3-2 Jamie Hughes - Adam Hunt 0-3 Dirk van Duijvenbode - Bradley Brooks 3-2 John Henderson - Marko Kantele 3-2 Luke Humphries - Paul Lim 2-3 James Wade - Callan Rydz 3-0 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Öll úrslit dagsins: Mickey Mansell - Haupai Puha 3-0 Darius Labanauskas - Chengan Liu 3-0 Wayne Jones - Ciarán Teehan 3-2 Jamie Hughes - Adam Hunt 0-3 Dirk van Duijvenbode - Bradley Brooks 3-2 John Henderson - Marko Kantele 3-2 Luke Humphries - Paul Lim 2-3 James Wade - Callan Rydz 3-0
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira