Hætt að bjóða upp á útiæfingar eftir að lögreglan mætti í morgun Sylvía Hall skrifar 19. desember 2020 17:03 Yfirþjálfari í CrossFit Kötlu segir útiæfingarnar hafa gengið vel til þessa. Brynjar Helgi Ingólfsson, yfirþjálfari í CrossFit Kötlu, fékk óvænta heimsókn á útiæfingu stöðvarinnar í morgun. Rétt fyrir klukkan ellefu mætti lögreglan á svæðið og í kjölfarið var stöðinni gert að loka. „Löggan mætir á svæðið korter í ellefu í morgun, kemur fyrst og spyr mig hvað fer þarna fram og fer síðan. Svo kemur hún aftur fimm mínútum seinna og segir að það sé búið að úrskurða að þetta sé óheimilt, við séum líkamsræktarstöð og eigum að vera lokuð,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Brynjar tilkynnti iðkendum í dag að útiæfingarnar yrðu ekki fleiri.Skjáskot Hann segir stöðina hafa ákveðið að bjóða upp á útiæfingar þegar útlit var að það rúmaðist innan núgildandi reglugerðar. Iðkendur hafi tekið því fagnandi og mætt í öllum veðrum, enda gengið út frá því að slíkt væri heimilt. „Við höfum verið að bjóða upp á útiæfingar fyrir iðkendur síðan það átti að vera leyft samkvæmt reglugerð og texta frá heilbrigðisráðuneytinu. Þá stendur inni á vef ráðuneytisins að skipulagðar útiæfingar séu heimilaðar öllum svo lengi sem verið er að uppfylla skilyrði með tíu manna samkomutakmörkum.“ Ekkert mál að tryggja sóttvarnir Hann segir æfingarnar hafa gengið vel fyrir sig. Mikil aðsókn sé í tímana og allt að sex til níu mæti hverju sinni. Þá sé ekkert mál að viðhalda sóttvörnum, enda gífurlega stórt svæði fyrir hvern hóp þegar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Það er minnsta mál í heimi. Við erum á bílastæðinu, ýmist fyrir framan húsið eða aftan. Við erum á gríðarlega miklu flæmi og allt að fimm metrar á milli manna. Allur búnaður þrifinn og sprittaður þegar fólk er búið að nota hann,“ segir Brynjar. Hann segir lögreglumennina hafa verið almennilega, en það hafi þó komið honum á óvart að hann þyrfti að loka svo skyndilega. Líkamsræktarstöðvar hafi staðið í þeirri trú að skipulagðar útiæfingar væru heimilar en hann sé búinn að senda fyrirspurn til ráðuneytisins. „Lögreglan sagði að við þyrftum að loka. Við mættum klára þennan tíma en það yrðu ekki fleiri tímar. Við kláruðum þá tímann og settum svo tilkynningu að þetta væri hætt. Ég er búinn að senda erindi á ráðuneytið og spyrja út í þetta, hvort þetta sé heimilt eða ekki. Mér finnst þetta vera skýrt en greinilega ekki löggunni.“ CrossFit Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Löggan mætir á svæðið korter í ellefu í morgun, kemur fyrst og spyr mig hvað fer þarna fram og fer síðan. Svo kemur hún aftur fimm mínútum seinna og segir að það sé búið að úrskurða að þetta sé óheimilt, við séum líkamsræktarstöð og eigum að vera lokuð,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Brynjar tilkynnti iðkendum í dag að útiæfingarnar yrðu ekki fleiri.Skjáskot Hann segir stöðina hafa ákveðið að bjóða upp á útiæfingar þegar útlit var að það rúmaðist innan núgildandi reglugerðar. Iðkendur hafi tekið því fagnandi og mætt í öllum veðrum, enda gengið út frá því að slíkt væri heimilt. „Við höfum verið að bjóða upp á útiæfingar fyrir iðkendur síðan það átti að vera leyft samkvæmt reglugerð og texta frá heilbrigðisráðuneytinu. Þá stendur inni á vef ráðuneytisins að skipulagðar útiæfingar séu heimilaðar öllum svo lengi sem verið er að uppfylla skilyrði með tíu manna samkomutakmörkum.“ Ekkert mál að tryggja sóttvarnir Hann segir æfingarnar hafa gengið vel fyrir sig. Mikil aðsókn sé í tímana og allt að sex til níu mæti hverju sinni. Þá sé ekkert mál að viðhalda sóttvörnum, enda gífurlega stórt svæði fyrir hvern hóp þegar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Það er minnsta mál í heimi. Við erum á bílastæðinu, ýmist fyrir framan húsið eða aftan. Við erum á gríðarlega miklu flæmi og allt að fimm metrar á milli manna. Allur búnaður þrifinn og sprittaður þegar fólk er búið að nota hann,“ segir Brynjar. Hann segir lögreglumennina hafa verið almennilega, en það hafi þó komið honum á óvart að hann þyrfti að loka svo skyndilega. Líkamsræktarstöðvar hafi staðið í þeirri trú að skipulagðar útiæfingar væru heimilar en hann sé búinn að senda fyrirspurn til ráðuneytisins. „Lögreglan sagði að við þyrftum að loka. Við mættum klára þennan tíma en það yrðu ekki fleiri tímar. Við kláruðum þá tímann og settum svo tilkynningu að þetta væri hætt. Ég er búinn að senda erindi á ráðuneytið og spyrja út í þetta, hvort þetta sé heimilt eða ekki. Mér finnst þetta vera skýrt en greinilega ekki löggunni.“
CrossFit Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48