Brot meðal 25 bestu sjónvarpsþátta ársins að mati BBC Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. desember 2020 13:46 Með aðalhlutverk fara Nína Dögg Fillippusdóttir og Björn Thors. AÐSEND Íslensku þættirnir Brot eru meðal 25 bestu sjónvarpsþátta ársins að mati menningarvefs BBC. Þættirnir kallast The Valhalla Murders á ensku og voru birtir á Netflix í byrjun árs. Þeir voru fyrst sýndir á RÚV í desember á síðasta ári og má sjá stiklu hér að neðan. Yfir milljón manns horfa á þættina vikulega á Englandi síðan hún var frumsýnd á BBC Four í desember. Þættirnir fjalla um rannsókn dularfullra morðmála auk þess sem fylgst er náið með einkalífi tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni. Þórður Pálsson á hugmyndina að þáttunum og leikstýrir þeim ásamt Davíð Óskari Ólafssyni og Þóru Hilmarsdóttur. Þórður var nýútskrifaður frá The National Film and Television School í Bretlandi þegar hugmyndin að þáttunum kviknaði. Handrit skrifa þau Margrét Örnólfsdóttir, Óttar Norðfjörð, Mikael Torfason og Otto Geir Borg. Þættirnir hlutu styrkveitingu frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum en eru fjármagnaðir af Kvikmyndamiðstöð Íslands, RÚV og Netflix. Með aðalhlutverk fara Nína Dögg Fillipusdóttir og Björn Thors. Þættirnir kallast The Valhalla Murders á ensku.AÐSEND Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þættirnir kallast The Valhalla Murders á ensku og voru birtir á Netflix í byrjun árs. Þeir voru fyrst sýndir á RÚV í desember á síðasta ári og má sjá stiklu hér að neðan. Yfir milljón manns horfa á þættina vikulega á Englandi síðan hún var frumsýnd á BBC Four í desember. Þættirnir fjalla um rannsókn dularfullra morðmála auk þess sem fylgst er náið með einkalífi tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni. Þórður Pálsson á hugmyndina að þáttunum og leikstýrir þeim ásamt Davíð Óskari Ólafssyni og Þóru Hilmarsdóttur. Þórður var nýútskrifaður frá The National Film and Television School í Bretlandi þegar hugmyndin að þáttunum kviknaði. Handrit skrifa þau Margrét Örnólfsdóttir, Óttar Norðfjörð, Mikael Torfason og Otto Geir Borg. Þættirnir hlutu styrkveitingu frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum en eru fjármagnaðir af Kvikmyndamiðstöð Íslands, RÚV og Netflix. Með aðalhlutverk fara Nína Dögg Fillipusdóttir og Björn Thors. Þættirnir kallast The Valhalla Murders á ensku.AÐSEND
Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira