Nokkuð þægi­legt hjá Burnl­ey þrátt fyrir stress undir lokin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Barnes fagnar marki sínu í kvöld.
Barnes fagnar marki sínu í kvöld. EPA-EFE/Gareth Copley

Burnley vann nokkuð óvæntan 2-1 sigur á Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Var þetta þriðji sigur liðsins á tímabilinu en Jóhann Berg Guðmundsson er enn frá vegna meiðsla.

Leikurinn var frekar hægur og tíðindalítill framan af. Það var svo Ashley Barnes sem braut ísinn á 35. mínútu leiksins þegar hann kláraði vel af stuttu færi eftir fyrirgjöf Charlie Taylor. Var þetta fyrsta mark Barnes síðan í nóvember á síðasta ári. Alls hafði hann leikið 970 mínútur síðan hann skoraði síðast.

Var það eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 í hálfleik heimamönnum í vil.

Eina mark síðari hálfleiks kom einnig frá framherja Burnley en að þessu sinni var það Chris Wood sem kom knettinum í netið þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Staðan orðin 2-0 og var það í fyrsta skipti síðan í febrúar sem Burnley skoraði meira en eitt mark á heimavelli.

Þegar skammt var til leiksloka braut varamaðurinn Josh Benson af sér innan vítateigs eftir að hafa verið inn á í aðeins örskamma stund. Fabio Silva fór á punktinn og skoraði af öryggi, staðan 2-1 og gestirnir með óvænta líflínu. Hans fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni.

Hún dugði þó ekki til. Lokatölur 2-1 og Burnley komið upp í 16. sæti með 13 stig í ensku úrvalsdeildinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira