Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“

Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, segir stöðuna fína þrátt fyrir 4-3 tap í fyrri leik liðsins við HK í baráttu liðanna um að komast í úrslit umspils um sæti í efstu deild karla í fótbolta sem fram fór í Kórnum í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Sex til sjö leik­menn haltrandi inni á vellinum“

Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, kunni vel að meta að leikmenn beggja liða gáfu allt í botn í seinni hálfleik í sigri hans manna gegn Þrótti í fyrri undanúrslitaleik í umspili um sæti í efstu deild karla í fótbolta í Kórnum í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Cecilía hélt hreinu og Inter komst á­fram

Cecilía Rán Rúnarsdóttir hélt marki Inter hreinu í 1-0 sigri á útivelli gegn Hibernian í Skotlandi. Inter vinnur einvígi liðanna því samanlagt 5-1 og kemst áfram í umspil um sæti í Evrópubikarnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ágúst hættir hjá Leikni

Ágúst Þór Gylfason hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs Leiknis Reykjavík. Hann tók við liðinu á miðju tímabili og hélt því uppi í Lengjudeildinni.

Íslenski boltinn