Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi

Iliman Ndiaye var hetja Everton gegn Brighton þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Hann skoraði eina mark leiksins og fékk gult spjald fyrir að fagna því á óviðeigandi hátt að mati dómarans.

Enski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Cole, Pep var að spila með þig“

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vildi mikið tala við fyrrum lærisvein sinn út á vellinum eftir leikinn hjá City og Chelsea um helgina og það fyrir framan allar myndavélarnar. Manchester United goðsögnin Gary Neville var ekki hrifinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Martínez hetja Rauðu djöflanna

Manchester United vann 1-0 útisigur á Fulham í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Var þetta fyrsta sinn sem Rauðu djöflarnir halda marki sínu hreinu síðan gegn Everton þann 1. desember í fyrra.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dag­ný kom inn af bekknum í mikil­vægum sigri

Dagný Brynjarsdóttir kom inn af bekk West Ham United þegar liðið vann mikilvægan 2-0 sigur á Everton í efstu deild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Þá vann topplið Chelsea 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal og jók þar með forystu sína á toppnum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Karó­lína hóf árið á stoðsendingu

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í Leverkusen eru komnar aftur af stað í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir vetrarfrí frá því fyrir jól. Þær byrjuðu á góðum 2-1 útisigri gegn Freiburg.

Fótbolti
Fréttamynd

Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli

Topplið Napoli kom til baka gegn Juventus í stórleik dagsins í ítalska boltanum. Lærisveinar Thiago Motta í Juventus voru taplausir í deildinni fyrir leikinn gegn Antonio Conte og hans mönnum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrenna Mbappé sökkti Valla­dolid

Kylian Mbappé stóð við loforð sitt og skoraði öll þrjú mörk Spánarmeistara Real Madríd þegar liðið lagði Valladolid 3-0 í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Bour­nemouth fór illa með For­est

Bournemouth gerði sér lítið fyrir og vann Nottingham Forest 5-0 í ensku úrvalsdeild karla. Gestirnir eru í baráttu um Meistaradeildarsæti. Þá vann Everton 1-0 útisigur á Brighton & Hove Albion á meðan Newcastle United lagði botnlið Southampton á útivelli.

Enski boltinn
Fréttamynd

Komu til baka eftir skelfi­lega byrjun

Englandsmeistarar Manchester City komu til baka eftir martraðarbyrjun og unnu 3-1 sigur þegar Chelsea heimsótti Etihad-leikvanginn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum

Hollendingurinn Cody Gakpo er kominn með átta mörk í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, og þar af sjö á síðustu tveimur mánuðum, eftir að hafa skorað tvennu í 4-1 sigri gegn nýliðum Ipswich á Anfield í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Le­verku­sen tapaði mikil­vægum stigum

Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen töpuðu niður 2-0 forystu gegn RB Leipzig á útivelli í efstu deild þýska boltans, lokatölur 2-2. Á sama tíma vann Bayern München mikilvægan 2-1 útisigur á Freiburg.

Fótbolti
Fréttamynd

Í beinni: Wol­ves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að mis­stíga sig

Hér fer fram bein textalýsing frá leik Wolves og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikið verður á Molineux, heimavelli Úlfanna og hefst leikurinn klukkan þrjú. Arsenal er í 2.sæti deildarinnar með sex stig og má ekki við að misstíga sig í toppbaráttunni gegn Liverpool. Wolves er í fallbaráttu í 17.sæti en með sama stigafjölda og Ipswich Town sem er í fallsæti.

Enski boltinn