Morðingi Grace Millane sakfelldur fyrir fleiri árásir gegn konum Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2020 07:37 Jesse Kempton komst í kynni við flestar konurnar í gegnum stefnumótaforrit. AP Maðurinn sem myrti breska bakpokaferðalanginn Grace Millane á Nýja-Sjálandi hefur verið sakfelldur fyrir tvær árásir til viðbótar gegn konum. BBC segir frá því að maðurinn, hinn 28 ára Jesse Kempton, geti nú verið nafngreindur opinberlega eftir að dómstóll aflétti fyrri úrskurð um nafnleynd. Kempton var í febrúar dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa myrt Millane á hótelherbergi í Auckland í desember 2018. Nú hefur verið greint frá því að Kempton hafi við dæmdur fyrir tvær árásir gegn konu í nóvember 2016 annars vegar og apríl 2017 hins vegar. Notaðist hann við hníf í báðum tilfellum, en ákæran var í átta liðum. Við vitnaleiðslur sagði konan að eitthvað „innan í honum hafi brostið“ þegar hann „varð reiður“ og að hann hafi haldið hníf að hálsi hennar. Ellefu ára fangelsi til viðbótar Í síðasta mánuði var Kempton einnig dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu eftir fyrsta stefnumót þeirra í apríl 2018. Fyrir brotin er Kempton dæmdur í alls ellefu ára fangelsi sem hann mun afplána þegar hann er búinn að afplána dóminn sem hann fékk vegna morðsins á Grace Millane. Kempton, sem hafði unnið ýmis störf sem sölumaður, kynntist konunum, þar með talið Millane, í gegnum stefnumótaforrit á borð við Tinder. Dómstóll hafnaði í dag kröfu Kempton um áfrýjun og var í kjölfarið ákveðið að aflétta fyrri úrskurð um að ekki skyldi birta nafn ákærða og síðar dæmda. Vakti gríðarlega athygli Morðið á Grace Millane, sem var frá Essex í England, vakti gríðarlega athygli á Nýja-Sjálandi og víðar. Fjölskylda og vinir hennar fóru að hafa áhyggjur af velferð hennar eftir að hún svaraði ekki heillaóskum á 22. ára afmælisdegi sínum. Fáeinum dögum eftir hvarf hennar tók lögregla á Nýja-Sjálandi að beina sjónum sínum að Kempton þar sem ferðir hans voru kortlagðar með aðstoð öryggismyndavéla. Lík Millane fannst svo í fjalllendinu Waitākere Ranges, þar sem því hafði verið komið fyrir í ferðatösku og hún grafin. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Bretland Tengdar fréttir „Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. 21. febrúar 2020 09:07 Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira
BBC segir frá því að maðurinn, hinn 28 ára Jesse Kempton, geti nú verið nafngreindur opinberlega eftir að dómstóll aflétti fyrri úrskurð um nafnleynd. Kempton var í febrúar dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa myrt Millane á hótelherbergi í Auckland í desember 2018. Nú hefur verið greint frá því að Kempton hafi við dæmdur fyrir tvær árásir gegn konu í nóvember 2016 annars vegar og apríl 2017 hins vegar. Notaðist hann við hníf í báðum tilfellum, en ákæran var í átta liðum. Við vitnaleiðslur sagði konan að eitthvað „innan í honum hafi brostið“ þegar hann „varð reiður“ og að hann hafi haldið hníf að hálsi hennar. Ellefu ára fangelsi til viðbótar Í síðasta mánuði var Kempton einnig dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu eftir fyrsta stefnumót þeirra í apríl 2018. Fyrir brotin er Kempton dæmdur í alls ellefu ára fangelsi sem hann mun afplána þegar hann er búinn að afplána dóminn sem hann fékk vegna morðsins á Grace Millane. Kempton, sem hafði unnið ýmis störf sem sölumaður, kynntist konunum, þar með talið Millane, í gegnum stefnumótaforrit á borð við Tinder. Dómstóll hafnaði í dag kröfu Kempton um áfrýjun og var í kjölfarið ákveðið að aflétta fyrri úrskurð um að ekki skyldi birta nafn ákærða og síðar dæmda. Vakti gríðarlega athygli Morðið á Grace Millane, sem var frá Essex í England, vakti gríðarlega athygli á Nýja-Sjálandi og víðar. Fjölskylda og vinir hennar fóru að hafa áhyggjur af velferð hennar eftir að hún svaraði ekki heillaóskum á 22. ára afmælisdegi sínum. Fáeinum dögum eftir hvarf hennar tók lögregla á Nýja-Sjálandi að beina sjónum sínum að Kempton þar sem ferðir hans voru kortlagðar með aðstoð öryggismyndavéla. Lík Millane fannst svo í fjalllendinu Waitākere Ranges, þar sem því hafði verið komið fyrir í ferðatösku og hún grafin.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Bretland Tengdar fréttir „Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. 21. febrúar 2020 09:07 Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira
„Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. 21. febrúar 2020 09:07
Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36
Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00