Mexíkó hættulegasta land heimsins fyrir blaðamenn Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2020 10:05 Blaðamenn í Xalapa mótmæltu ofbeldi gegn meðlimum starfsstéttar þeirra í september. Það var eftir að blaðamaðurinn Julio Valdivia var myrtur í borginni. EPA/Miguel Victoria Mexíkó var hættulegasta land ársins fyrir blaðamenn og voru níu slíkir myrtir á árinu. Alls hafa minnst 120 blaðamenn verið myrtir í landinu frá árinu 2000, samkvæmt hópnum Nefnd til verndar blaðamönnum (e. Committee to Protect Journalists) sem vaktar ofbeldi gegn blaðamönnum á heimsvísu. Heilt yfir voru rúmlega tvöfalt fleiri blaðamenn myrtir vegna starfa þeirra á árinu en árið 2019. Minnst 30 blaðamenn voru myrtir og þá allavega 21 vegna starfa þeirra. Að mestu í Mexíkó, Afganistan og Filippseyjum. Þrír dóu í átökum eða annars konar verkefnum sem reyndust hættuleg. Blaðamenn sem deyja í átökum hafa ekki verið færri frá árinu 2000 en þeir þrír sem dóu dóu allir í loftárásum í Idlib í norðurhluta Sýrlands. Í síðasta mánuði voru þrír blaðamenn myrtir í Mexíkó. Þetta er í fyrsta sinn sem flestir blaðamenn eru myrtir vegna starfa þeirra í Mexíkó, frá því CPJ byrjaði að vakta ofbeldi gegn blaðamönnum árið 1992, samkvæmt frétt Guardian. Ástandið versnað í Mexíkó Landið hefur þó lengi þótt hættulegt fyrir blaðamenn og hafa margir slíkir sem hafa verið að rannsaka glæpasamtök og spillingu orðið fyrir árásum. Vonast var til þess að ástandið myndi skána með kjöri Andrés Manuel López Obrador, forseta landsins, árið 2018. Hann hafði heitið því að taka á vandamálinu og vernda blaðamenn. Ofbeldið hefur þó þvert á móti aukist og forsetinn sjálfur notar daglega blaðamannafundi sína iðulega til að gagnrýna blaðamenn og aðgerðarsinna í Mexíkó. Þá hefur ríkisstjórn hans veikt opinberar varnir blaðamanna. Tveir þeirra sem voru myrtir á árinu voru með lífverði á vegum hins opinbera, sem einnig voru myrtir. Guardian segir marga blaðamenn sem hafa verið myrtir í Mexíkó á undanförnum árum hafa verið að rannsaka möguleg tengsl milli glæpasamtaka og embættismanna. Mexíkó Fjölmiðlar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Heilt yfir voru rúmlega tvöfalt fleiri blaðamenn myrtir vegna starfa þeirra á árinu en árið 2019. Minnst 30 blaðamenn voru myrtir og þá allavega 21 vegna starfa þeirra. Að mestu í Mexíkó, Afganistan og Filippseyjum. Þrír dóu í átökum eða annars konar verkefnum sem reyndust hættuleg. Blaðamenn sem deyja í átökum hafa ekki verið færri frá árinu 2000 en þeir þrír sem dóu dóu allir í loftárásum í Idlib í norðurhluta Sýrlands. Í síðasta mánuði voru þrír blaðamenn myrtir í Mexíkó. Þetta er í fyrsta sinn sem flestir blaðamenn eru myrtir vegna starfa þeirra í Mexíkó, frá því CPJ byrjaði að vakta ofbeldi gegn blaðamönnum árið 1992, samkvæmt frétt Guardian. Ástandið versnað í Mexíkó Landið hefur þó lengi þótt hættulegt fyrir blaðamenn og hafa margir slíkir sem hafa verið að rannsaka glæpasamtök og spillingu orðið fyrir árásum. Vonast var til þess að ástandið myndi skána með kjöri Andrés Manuel López Obrador, forseta landsins, árið 2018. Hann hafði heitið því að taka á vandamálinu og vernda blaðamenn. Ofbeldið hefur þó þvert á móti aukist og forsetinn sjálfur notar daglega blaðamannafundi sína iðulega til að gagnrýna blaðamenn og aðgerðarsinna í Mexíkó. Þá hefur ríkisstjórn hans veikt opinberar varnir blaðamanna. Tveir þeirra sem voru myrtir á árinu voru með lífverði á vegum hins opinbera, sem einnig voru myrtir. Guardian segir marga blaðamenn sem hafa verið myrtir í Mexíkó á undanförnum árum hafa verið að rannsaka möguleg tengsl milli glæpasamtaka og embættismanna.
Mexíkó Fjölmiðlar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira