Læknir hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart konu sem lést nokkrum klukkutímum eftir útskrift Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. desember 2020 21:06 Bráðamóttakan í Fossvogi Vísir/VIlhelm Niðurstaða rannsóknar embættis landlækni á andláti Eygló Svövu Kristjánsdóttur er sögð leiða í ljós að læknir á bráðamóttöku Landspítalans hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart henni þegar komið var með Eygló á bráðamóttökuna í mars. Hún lést nokkrum klukkutímum eftir að hún var útskrifuð af bráðamóttökunni. Frá þessu var greint í Kastljósi á RÚV í kvöld þar sem rætt var við Kristján Ingólfsson, föður Eyglóar, auk þess sem að greint var frá niðurstöðu rannsóknar embættis landlæknis á andláti Eyglóar, sem var 42 ára. Í frétt RÚV kom fram að Eygló hafi leitað á bráðamóttökuna þann 26. mars síðastliðinn með skerta meðvitund og slappleika. Einum og hálfum tíma hafi læknir hins vegar tekið ákvörðun um að senda hana heim, en morguninn á eftir kom faðir hennar að henni látinni í rúmi sínu. Niðurstaða úttektar landlæknis er sögð vera á þá leið að engar rannsóknir hafi verið gerðar á Eygló, sjúkrasaga hennar hafi ekki verið könnuð, auk þess sem að hvorki lífsmarkamæling né blóð- eða þvagprufa hafi verið tekin. Landlæknir er sagður meta það svo að mögulega hafi verið hægt að koma í veg fyrir ótímabært dauðsfall Eyglóar. Segir í frétt RÚV að landlæknir meti það svo að læknir sem hafi verið ábyrgur fyrir greiningu og meðferð hennar hafi vanrækt skyldur sínar að skoða Eygló á fullnægjandi hátt og mæla fyrir um grundvallarrannsóknir, svo sá möguleiki væri fyrir hendi að uppgötva mætti alvarlegt ástand hennar og hefja rétta meðferð. Faðir Eyglóar er ósáttur við Landspítalann og telur að Landspítalinn hafi notað sér heimsfaraldur kórónuveirunnar til þess að afsaka andlát dóttur hans, líkt og hann kemst að orði í viðtali við RÚV, en þar er meðal annars vísað í bréf spítalans til landlæknis vegna málsins þar sem fram kemur að erilsamt hafi verið á bráðamóttökunni vegna faraldursins. Lesa má umfjöllun RÚV hér. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Frá þessu var greint í Kastljósi á RÚV í kvöld þar sem rætt var við Kristján Ingólfsson, föður Eyglóar, auk þess sem að greint var frá niðurstöðu rannsóknar embættis landlæknis á andláti Eyglóar, sem var 42 ára. Í frétt RÚV kom fram að Eygló hafi leitað á bráðamóttökuna þann 26. mars síðastliðinn með skerta meðvitund og slappleika. Einum og hálfum tíma hafi læknir hins vegar tekið ákvörðun um að senda hana heim, en morguninn á eftir kom faðir hennar að henni látinni í rúmi sínu. Niðurstaða úttektar landlæknis er sögð vera á þá leið að engar rannsóknir hafi verið gerðar á Eygló, sjúkrasaga hennar hafi ekki verið könnuð, auk þess sem að hvorki lífsmarkamæling né blóð- eða þvagprufa hafi verið tekin. Landlæknir er sagður meta það svo að mögulega hafi verið hægt að koma í veg fyrir ótímabært dauðsfall Eyglóar. Segir í frétt RÚV að landlæknir meti það svo að læknir sem hafi verið ábyrgur fyrir greiningu og meðferð hennar hafi vanrækt skyldur sínar að skoða Eygló á fullnægjandi hátt og mæla fyrir um grundvallarrannsóknir, svo sá möguleiki væri fyrir hendi að uppgötva mætti alvarlegt ástand hennar og hefja rétta meðferð. Faðir Eyglóar er ósáttur við Landspítalann og telur að Landspítalinn hafi notað sér heimsfaraldur kórónuveirunnar til þess að afsaka andlát dóttur hans, líkt og hann kemst að orði í viðtali við RÚV, en þar er meðal annars vísað í bréf spítalans til landlæknis vegna málsins þar sem fram kemur að erilsamt hafi verið á bráðamóttökunni vegna faraldursins. Lesa má umfjöllun RÚV hér.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira