Rob Green fann til með Rúnari Alex Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. desember 2020 22:31 Rúnar Alex varði meistaralega frá Gabriel Jeuss í fyrri hálfleik. Því miður voru það mistök hans í þeim síðari sem stálu fyrirsögnunum. Vísir/Getty Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. Hinn fertugi Green vinnur í dag fyrir breska ríkisútvarpið [BBC] meðal annars og var að fjalla um leik Arsenal gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. Gestirnir frá Manchester-borg unnu 4-1 sigur þar sem annað mark þeirra skrifast nær algjörlega á íslenska landsliðsmarkvörðinn. Riyad Mahrez átti þá aukaspyrnu af stuttu færi sem fór beint á Rúnar Alex en markvörðurinn virtist misreikna flug boltans og missti hann í kjölfarið í netið. „Þetta er martröð fyrir Alex Rúnarsson. Ég vorkenni honum. Hendurnar á honum eru komnar upp að andlitinu en hann setur þær alltof hratt niður. Hann verður að halda þeim þarna uppi því ef þú nærð ekki að grípa boltann nægilega vel þá viltu ekki missa hann fram fyrir þig,“ sagði Green um mark Mahrez. Rúnar Alex óð út til að mæta Phil Foden en Green taldi að markvörðurinn hefði frekar átt að halda stöðu sinni.Vísir/Getty Þá taldi markvörðurinn fyrrverandi að Rúnar Alex hefði átt að halda stöðu lengur er Phil Foden slapp í gegn í þriðja marki City – sem reyndist vera rangstaða en myndbandstæknin er ekki notuð í deildabikarnum. „Hann þarf ekki að koma út úr marki sínu þarna. Þetta er skoppandi bolti og hann tekur ákvörðun um að koma út en er aldrei að fara ná boltanum. Frábærlega klárað hjá Foden en hann hefur tíma til að meta aðstæður og lyfta boltanum yfir markvörðurinn.“ Hin tvö mörk City voru skallar af stuttu færi og þó Rúnar hefði átt að gera betur þá var varnarleikur Arsenal einfaldlega í molum í þessum leik. Þegar kemur að því að missa boltann klaufalega í netið þá þekkir Rob Green það betur en flestir en hann missti máttlaust skot Clint Dempsey undir sig er England gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin á HM 2010. Green var í kjölfarið bekkjaður og David nokkur James kom í markið í stað hans. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Hinn fertugi Green vinnur í dag fyrir breska ríkisútvarpið [BBC] meðal annars og var að fjalla um leik Arsenal gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. Gestirnir frá Manchester-borg unnu 4-1 sigur þar sem annað mark þeirra skrifast nær algjörlega á íslenska landsliðsmarkvörðinn. Riyad Mahrez átti þá aukaspyrnu af stuttu færi sem fór beint á Rúnar Alex en markvörðurinn virtist misreikna flug boltans og missti hann í kjölfarið í netið. „Þetta er martröð fyrir Alex Rúnarsson. Ég vorkenni honum. Hendurnar á honum eru komnar upp að andlitinu en hann setur þær alltof hratt niður. Hann verður að halda þeim þarna uppi því ef þú nærð ekki að grípa boltann nægilega vel þá viltu ekki missa hann fram fyrir þig,“ sagði Green um mark Mahrez. Rúnar Alex óð út til að mæta Phil Foden en Green taldi að markvörðurinn hefði frekar átt að halda stöðu sinni.Vísir/Getty Þá taldi markvörðurinn fyrrverandi að Rúnar Alex hefði átt að halda stöðu lengur er Phil Foden slapp í gegn í þriðja marki City – sem reyndist vera rangstaða en myndbandstæknin er ekki notuð í deildabikarnum. „Hann þarf ekki að koma út úr marki sínu þarna. Þetta er skoppandi bolti og hann tekur ákvörðun um að koma út en er aldrei að fara ná boltanum. Frábærlega klárað hjá Foden en hann hefur tíma til að meta aðstæður og lyfta boltanum yfir markvörðurinn.“ Hin tvö mörk City voru skallar af stuttu færi og þó Rúnar hefði átt að gera betur þá var varnarleikur Arsenal einfaldlega í molum í þessum leik. Þegar kemur að því að missa boltann klaufalega í netið þá þekkir Rob Green það betur en flestir en hann missti máttlaust skot Clint Dempsey undir sig er England gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin á HM 2010. Green var í kjölfarið bekkjaður og David nokkur James kom í markið í stað hans.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira