Sport

Fyrrum heims­meistararnir Cross og Lewis sendir heim á leið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dirk van Duijvenbode kom mögulega sjálfum sér á óvart þegar hann sló Rob Cross úr leik á HM í pílu í kvöld.
Dirk van Duijvenbode kom mögulega sjálfum sér á óvart þegar hann sló Rob Cross úr leik á HM í pílu í kvöld. Luke Walker/Getty Images

Það var nóg af óvæntum úrslitum á HM í pílukasti í dag en fyrrum heimsmeistararnir Rob Cross og Adrian Lewis duttu báðir úr leik.

Cross tapaði í æsispennandi leik gegn Dirk van Duijvenbode frá Hollandi. Sá hollenski hélt ró sinni og sló fyrrum heimsmeistarann út alveg undir lokin á fimmta setti þeirra félaga. Þá tapaði Lewis óvænt fyrir Bandaríkjamanninum Danny Baggish.

Baggish refsaði Lewis fyrir hæga byrjun og vann í fjórum settum, 3-1. Þá átti Paul Lim aldrei möguleika gegn Dimitri Van den Bergh en sá síðarnefndi vann öruggan 3-0 sigur.

Öll úrslit dagsins

Brendan Dolan 3-1 Edward Foulkes

Joe Cullen 3-0 Wayne Jones

Simon Whitlock 3-2 Darius Labanauskas

Danny Baggish 3-1 Adrian Lewis

Danny Noppert 3-1 Cameron Carolissen

Devon Petersen 3-1 Steve Lennon

Dirk van Duijvenbode 3-2 Rob Cross

Dimitri Van den Bergh 3-0 Paul Lim


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×