Lærisveinar Stóra Sam fyrstir allra til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. desember 2020 18:30 Leikmenn WBA fagna marki sínu í dag. Adam Fradgley/Getty Images Liverpool og West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. WBA varð þar með fyrsta liðið til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni. Meistararnir byrjuðu mun betur og voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Sadio Mané kom þeim yfir strax á 12. mínútu leiksins og var forystan sanngjörn. Segja má að West Bromwich hafi verið heppnir að sleppa inn í hálfleik með stöðuna aðeins 1-0 Liverpool í vil. Eitthvað hefur Stóri Sam Allardyce sagt við sína menn í síðari hálfleik en það var allt annað að sjá til liðsins í síðari hálfleik. Þeir ógnuðu ítrekað með skyndisóknum sínum og það var svo á 82. mínútu leiksins sem miðvörðurinn Semi Ajayi jafnaði metin eftir vel útfærða hornspyrnu. Sam Johnstone, markvörður WBA, varði svo meistaralega frá Roberto Firmino undir lok leiks og lokatölur því 1-1 á Anfield í dag. Var þetta fyrsti leikur Englandsmeistaranna á heimavelli þar sem þeir taka ekki þrjú stig. 1 - This is the first time since December 2016 that Liverpool have dropped points from a winning position at Anfield against a side starting the day in the relegation zone (2-2 West Ham). Shocking. pic.twitter.com/BukYMJMu31— OptaJoe (@OptaJoe) December 27, 2020 Liverpool trónir sem fyrr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið er með 32 stig að loknum 15 leikjum. Þremur stigum á undan nágrönnum sínum í Everton. WBA er enn í 19. sæti, nú með átta stig. Enski boltinn Fótbolti
Liverpool og West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. WBA varð þar með fyrsta liðið til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni. Meistararnir byrjuðu mun betur og voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Sadio Mané kom þeim yfir strax á 12. mínútu leiksins og var forystan sanngjörn. Segja má að West Bromwich hafi verið heppnir að sleppa inn í hálfleik með stöðuna aðeins 1-0 Liverpool í vil. Eitthvað hefur Stóri Sam Allardyce sagt við sína menn í síðari hálfleik en það var allt annað að sjá til liðsins í síðari hálfleik. Þeir ógnuðu ítrekað með skyndisóknum sínum og það var svo á 82. mínútu leiksins sem miðvörðurinn Semi Ajayi jafnaði metin eftir vel útfærða hornspyrnu. Sam Johnstone, markvörður WBA, varði svo meistaralega frá Roberto Firmino undir lok leiks og lokatölur því 1-1 á Anfield í dag. Var þetta fyrsti leikur Englandsmeistaranna á heimavelli þar sem þeir taka ekki þrjú stig. 1 - This is the first time since December 2016 that Liverpool have dropped points from a winning position at Anfield against a side starting the day in the relegation zone (2-2 West Ham). Shocking. pic.twitter.com/BukYMJMu31— OptaJoe (@OptaJoe) December 27, 2020 Liverpool trónir sem fyrr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið er með 32 stig að loknum 15 leikjum. Þremur stigum á undan nágrönnum sínum í Everton. WBA er enn í 19. sæti, nú með átta stig.