Wolves jafnaði undir lokin gegn Tottenham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tottenham hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.
Tottenham hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Sebastian Frej/Getty Images

Wolverhampton Wanderers og Tottenham Hotspur gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Wolves jöfnuðu metin undir lok leiks.

Gestirnir í Tottenham komust yfir strax á 1. mínútu leiksins og voru líklegir til að bæta við forystu sína á næstu mínútum. Allt kom þó fyrir ekki og um miðbik fyrri hálfleiks fóru gestirnir að dragast aftar og aftar á völlinn.

Staðan var þó enn 1-0 Tottenham í vil í hálfleik og þannig var hún allt þangað til á 86. mínútu þegar Romain Saïss stangaði hornspyrnu Pedro Neto í netið og staðan orðin 1-1. Reyndust það lokatölur leiksins og Tottenham nú ekki unnið deildarleik í síðustu fjórum leikjum sínum.

Segja má að þessi leikur hafi verið mjög svipaðir og 1-1 jafntefli Tottenham gegn Crystal Palace á útivelli nýverið.

Jafntefli gerir lítið fyrir bæði lið. Tottenham er í 5. sæti með 26 stig eftir 15 leiki, sex stigum á eftir toppliði Liverpool. Wolves er með 21 stig í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir jafn marga leiki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira