Enski boltinn

Manchester-slagur í undan­úr­slitum | Totten­ham fær Brent­ford

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Manchester City mætir Manchester United í undanúrslitum.
Manchester City mætir Manchester United í undanúrslitum. EPA-EFE/NEIL HALL

Dregið var í undanúrslit deildabikarsins í Englandi í kvöld. Manchester United og Manchester City mætast á Old Trafford á meðan Tottenham Hotspur fær B-deildarlið Brentford í heimsókn.

Man United og Man City mætast í sannkölluðum Manchester-slag. Man Utd vann Everton 2-0 í kvöld og var þar með síðasta liðið inn í undanúrslitin. City vann hins vegar 4-1 sigur á Arsenal í gær en City er ríkjandi meistari. 

Raunar hefur félagið unnið deildabikarinn fjórum sinnum á síðustu fimm árum.

Hin undanúrslitaviðureignin er leikur Tottenham Hotspur og Brentford. José Mourinho hefur eflaust fagnað því að fá eina B-deildarliðið sem eftir var í hattinum.

Vegna kórónufaraldursins verður ekki leikið heima og að heiman eins og venja er í undanúrslitum keppninnar að þessu sinni. Leikirnir fara fram 5. og 6. janúar.

Manchester-slagurinn fer fram á Old Trafford og þá mætast Tottenham og Brentford á Tottenham-vellinum í Lundúnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×