Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. desember 2020 23:37 Gísli Ásgeirsson, eigandi og framkvæmdastjóri Aksturs og köfunar á Patreksfirði. Egill Aðalsteinsson Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. Í viðvörun Vegagerðarinnar sem gefin var út í kvöld segir að umtalsverðar slitlagsskemmdir séu á Bíldudalsvegi, á Mikladal og í Tálknafirði. Skemmdirnar séu mestar á Mikladal á um fjögurra til fimm kílómetra kafla og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega þar sem aðstæður gætu verið varasamar. Slitlagsskemmdir á þjóðveginum um Mikladal.Vesturbyggð Í ályktun bæjarráðs Vesturbyggðar segir að vegkaflarnir um Mikladal og Tálknafjörð sem og um Barðaströnd séu illa farnir og slitlag á stórum köflum horfið. Aðeins sé tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verði á þessum vegum. Uppbygging laxeldis á stöðum eins og Bíldudal hefur leitt til stóraukinnar umferðar flutningabíla en ljósmyndir sýna slitlagið illa farið. Flutningafyrirtækið Akstur og köfun rekur tólf trukka á þessari leið, sem mest sinna flutningum með ferskan lax. Einn af tólf flutningabílum fyrirtækisins að aka frá Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Ég held bara að þetta lið fyrir sunnan ætti að fara að vakna yfir því hvað er að gerast hérna,“ segir Gísli Ásgeirsson, eigandi og framkvæmdastjóri Aksturs og köfunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Á næsta ári til dæmis þurfum við að koma 25 þúsund tonnum héðan í burtu. Og eins og tíðin er núna - það eru umhleypingarnar – það er það versta sem við eigum við. Frostið er það besta.“ Á verkstæði fyrirtækisins sýnir hann okkur flutningabíl sem valt á Hjallahálsi í síðasta mánuði þegar vegkantur lét undan þunganum. „Hann er einn af þremur sem er búinn að fara.“ Frá vegagerðinni sem hafin er í Gufudalssveit.Egill Aðalsteinsson Gísli fagnar samt þeim vegarbótum sem hafnar eru í Gufudalssveit. „Gufudalssveitin verður eitt drullusvað næstu þrjú árin meðan þeir eru að vinna í þessu. Og hún er orðin eitt drullusvað. Það er bara þannig meðan Vegagerðin er að byggja vegi upp úr mold. Þá er bara eitt drullusvað.“ Milli Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals vill hann jarðgöng. Vegurinn frá Patreksfirði upp á Mikladal til hægri. Í gráu byggingunni er verkstæði Aksturs og köfunar.Egill Aðalsteinsson „Það verður náttúrlega að byrja að bora hérna í gegn,“ segir Gísli og bendir á brattann á Hálfdáni og Mikladal. „Og þú tekur ekkert tilhlaup í neina brekku. Það er allsstaðar vinkilbeygja við allar brekkur. Og þetta er vandamálið. Þú ert á fulllestuðum trukk þarna – þú nærð engri ferð. Þeir eiga náttúrlega að bora í gegnum þetta,“ segir trukkastjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Vesturbyggð Reykhólahreppur Tálknafjörður Fiskeldi Tengdar fréttir Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Í viðvörun Vegagerðarinnar sem gefin var út í kvöld segir að umtalsverðar slitlagsskemmdir séu á Bíldudalsvegi, á Mikladal og í Tálknafirði. Skemmdirnar séu mestar á Mikladal á um fjögurra til fimm kílómetra kafla og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega þar sem aðstæður gætu verið varasamar. Slitlagsskemmdir á þjóðveginum um Mikladal.Vesturbyggð Í ályktun bæjarráðs Vesturbyggðar segir að vegkaflarnir um Mikladal og Tálknafjörð sem og um Barðaströnd séu illa farnir og slitlag á stórum köflum horfið. Aðeins sé tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verði á þessum vegum. Uppbygging laxeldis á stöðum eins og Bíldudal hefur leitt til stóraukinnar umferðar flutningabíla en ljósmyndir sýna slitlagið illa farið. Flutningafyrirtækið Akstur og köfun rekur tólf trukka á þessari leið, sem mest sinna flutningum með ferskan lax. Einn af tólf flutningabílum fyrirtækisins að aka frá Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Ég held bara að þetta lið fyrir sunnan ætti að fara að vakna yfir því hvað er að gerast hérna,“ segir Gísli Ásgeirsson, eigandi og framkvæmdastjóri Aksturs og köfunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Á næsta ári til dæmis þurfum við að koma 25 þúsund tonnum héðan í burtu. Og eins og tíðin er núna - það eru umhleypingarnar – það er það versta sem við eigum við. Frostið er það besta.“ Á verkstæði fyrirtækisins sýnir hann okkur flutningabíl sem valt á Hjallahálsi í síðasta mánuði þegar vegkantur lét undan þunganum. „Hann er einn af þremur sem er búinn að fara.“ Frá vegagerðinni sem hafin er í Gufudalssveit.Egill Aðalsteinsson Gísli fagnar samt þeim vegarbótum sem hafnar eru í Gufudalssveit. „Gufudalssveitin verður eitt drullusvað næstu þrjú árin meðan þeir eru að vinna í þessu. Og hún er orðin eitt drullusvað. Það er bara þannig meðan Vegagerðin er að byggja vegi upp úr mold. Þá er bara eitt drullusvað.“ Milli Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals vill hann jarðgöng. Vegurinn frá Patreksfirði upp á Mikladal til hægri. Í gráu byggingunni er verkstæði Aksturs og köfunar.Egill Aðalsteinsson „Það verður náttúrlega að byrja að bora hérna í gegn,“ segir Gísli og bendir á brattann á Hálfdáni og Mikladal. „Og þú tekur ekkert tilhlaup í neina brekku. Það er allsstaðar vinkilbeygja við allar brekkur. Og þetta er vandamálið. Þú ert á fulllestuðum trukk þarna – þú nærð engri ferð. Þeir eiga náttúrlega að bora í gegnum þetta,“ segir trukkastjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Vesturbyggð Reykhólahreppur Tálknafjörður Fiskeldi Tengdar fréttir Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28
Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. 10. nóvember 2020 19:46
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00