Danska þjóðkirkjan leggur til að jólamessu verði aflýst Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. desember 2020 23:55 Kirkja heilags Knúts í Óðinsvéum. EPA/Mikkel Berg Pedersen Danska þjóðkirkjan hvatti til þess fyrr í kvöld, kvöldið fyrir aðfangadag, að öllum jólaguðsþjónustum fram til 3. janúar verði aflýst. Þetta þýðir að þjóðkirkjan mælist til þess að engar jólamessur fari fram á aðfangadag. Joy Mogensen, menningarmálaráðherra Danmerkur, styður þau tilmæli biskupsumdæma landsins, sem þjóðkirkjan tekur undir, um að rétt sé að aflýsa jólamessum. „Við teljum það ekki lengur vera forsvaranlegt,“ segir Marianne Gaarden, biskup í Lolland-Falster biskupsdæmi við TV 2 en hún fundaði í kvöld með öðrum biskupum landsins. Félög prófasta og presta auk landssambands sóknarráða styðja ákvörðunina og mæla með því að guðsþjónusta verði felld niður til 3. janúar, sem er sami dagur og tímabundnar ráðstafanir sem gripið var til fyrir jólin vegna kórónuveirufaraldursins, eiga að óbreyttu að renna úr gildi. Skömmu áður en gerð var grein fyrir tilmælunum um að aflýsa skyldi öllum jólamessum höfðu heilbrigðisyfirvöld gefið út strangar leiðbeiningar um skilyrði sem þyrfti að uppfylla til að halda mætti guðsþjónustu nú á tímum heimsfaraldurs. Nú mæla yfirvöld meðal annars með því að guðsþjónusta vari að hámarki í 30 mínútur og að enginn söngur fari fram að því er segir í tilkynningu á heimasíðu kirkjumálaráðuneytisins. Þetta eru að sögn Marianne Gaarden tilmæli sem erfitt er að fylgja. „Þess vegna leggjum við til að allri jólaguðsþjónustu verði aflýst. Við metum það sem svo að nú sé of seint að gera breytingar á öllu skipulagi guðsþjónustu,“ segir hún. Hún telur að leiðbeiningar ráðuneytisins hafi borist allt of seint til að unnt sé að bregðast við og því sé ekki forsvaranlegt að halda messur. „Það er með sorg í hjarta sem við mælum með þessu, vegna þess að við viljum dreifa ljósi á þessum dimmu tímum. En nú er mælikvarðinn hvað varðar leiðbeiningar svo hár að við erum hrædd um að við náum ekki að uppfylla þau skilyrði sem eru sett,“ segir Gaarden. Trúmál Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
„Við teljum það ekki lengur vera forsvaranlegt,“ segir Marianne Gaarden, biskup í Lolland-Falster biskupsdæmi við TV 2 en hún fundaði í kvöld með öðrum biskupum landsins. Félög prófasta og presta auk landssambands sóknarráða styðja ákvörðunina og mæla með því að guðsþjónusta verði felld niður til 3. janúar, sem er sami dagur og tímabundnar ráðstafanir sem gripið var til fyrir jólin vegna kórónuveirufaraldursins, eiga að óbreyttu að renna úr gildi. Skömmu áður en gerð var grein fyrir tilmælunum um að aflýsa skyldi öllum jólamessum höfðu heilbrigðisyfirvöld gefið út strangar leiðbeiningar um skilyrði sem þyrfti að uppfylla til að halda mætti guðsþjónustu nú á tímum heimsfaraldurs. Nú mæla yfirvöld meðal annars með því að guðsþjónusta vari að hámarki í 30 mínútur og að enginn söngur fari fram að því er segir í tilkynningu á heimasíðu kirkjumálaráðuneytisins. Þetta eru að sögn Marianne Gaarden tilmæli sem erfitt er að fylgja. „Þess vegna leggjum við til að allri jólaguðsþjónustu verði aflýst. Við metum það sem svo að nú sé of seint að gera breytingar á öllu skipulagi guðsþjónustu,“ segir hún. Hún telur að leiðbeiningar ráðuneytisins hafi borist allt of seint til að unnt sé að bregðast við og því sé ekki forsvaranlegt að halda messur. „Það er með sorg í hjarta sem við mælum með þessu, vegna þess að við viljum dreifa ljósi á þessum dimmu tímum. En nú er mælikvarðinn hvað varðar leiðbeiningar svo hár að við erum hrædd um að við náum ekki að uppfylla þau skilyrði sem eru sett,“ segir Gaarden.
Trúmál Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira